Dramatískur sigur Selfyssinga fyrir vestan Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 16:00 Martin skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri sunnlendinga. sunnlenska.is/Guðmundur Karl Selfoss lagði Vestra 2-1 í eina leik dagsins í Lengjudeild karla í fótbolta á Olís-vellinum á Ísafirði. Sigurmark gestanna var skorað í lok uppbótartíma. Um er að ræða annan leik fyrrum landsliðsþjálfara kvenna, Jóns Þórs Haukssonar, við stjórnvölin hjá Vestramönnum en sá fyrsti vannst gegn Þrótti Reykjavík. Vestri var fyrir leik í 7. sæti deildarinnar með 19 stig og gat með sigri stokkið upp að hlið Kórdrengja í 3. sæti. Selfoss er aftur á móti í mikilli fallbaráttu, með níu stig í 10. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Markalaust var í hálfleik en Pétur Bjarnason kom Vestra í forystu eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik þegar hann skallaði inn hornspyrnu Benedikts V. Warén. Aðeins fimm mínútum síðar var enski framherjinn Gary Martin felldur af Sergine Fall innan teigs Vestra. Vítaspyrna var dæmd og Martin steig sjálfur á punktinn. Brenton Muhamed, markvörður Vestra, varði spyrnu hans en frákastið féll fyrir fætur Englendingsins sem skoraði og jafnaði leikinn. Allt virtist stefna í jafntefli en á lokamínútu uppbótartíma átti Martin gott samspil við Þorlák Breka Baxter áður en sá enski gaf boltann á Valdimar Jóhannsson sem skoraði af stuttu færi og tryggði Selfossi þannig 2-1 sigur á ögurstundu. Um er að ræða aðeins þriðja sigur Selfoss í sumar, og þann fyrsta í tæpan mánuð, síðan liðið vann sigurlaust botnlið Víkings frá Ólafsvík 5-3 þann 26. júní. Með sigrinum kemst Selfoss upp í tólf stig, áfram í 10. sætinu, fjórum stigum frá Aftureldingu sem er sætinu ofar. Þá slítar Selfyssingar sig lítillega frá Þrótturum sem eru í efra fallsætinu með sjö stig. Vestri er sem fyrr með 19 stig í 7. sæti. Lengjudeild karla UMF Selfoss Vestri Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Um er að ræða annan leik fyrrum landsliðsþjálfara kvenna, Jóns Þórs Haukssonar, við stjórnvölin hjá Vestramönnum en sá fyrsti vannst gegn Þrótti Reykjavík. Vestri var fyrir leik í 7. sæti deildarinnar með 19 stig og gat með sigri stokkið upp að hlið Kórdrengja í 3. sæti. Selfoss er aftur á móti í mikilli fallbaráttu, með níu stig í 10. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Markalaust var í hálfleik en Pétur Bjarnason kom Vestra í forystu eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik þegar hann skallaði inn hornspyrnu Benedikts V. Warén. Aðeins fimm mínútum síðar var enski framherjinn Gary Martin felldur af Sergine Fall innan teigs Vestra. Vítaspyrna var dæmd og Martin steig sjálfur á punktinn. Brenton Muhamed, markvörður Vestra, varði spyrnu hans en frákastið féll fyrir fætur Englendingsins sem skoraði og jafnaði leikinn. Allt virtist stefna í jafntefli en á lokamínútu uppbótartíma átti Martin gott samspil við Þorlák Breka Baxter áður en sá enski gaf boltann á Valdimar Jóhannsson sem skoraði af stuttu færi og tryggði Selfossi þannig 2-1 sigur á ögurstundu. Um er að ræða aðeins þriðja sigur Selfoss í sumar, og þann fyrsta í tæpan mánuð, síðan liðið vann sigurlaust botnlið Víkings frá Ólafsvík 5-3 þann 26. júní. Með sigrinum kemst Selfoss upp í tólf stig, áfram í 10. sætinu, fjórum stigum frá Aftureldingu sem er sætinu ofar. Þá slítar Selfyssingar sig lítillega frá Þrótturum sem eru í efra fallsætinu með sjö stig. Vestri er sem fyrr með 19 stig í 7. sæti.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Vestri Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira