Fjóla Hrund hafði betur gegn Þorsteini í oddvitakjörinu Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2021 17:50 Átök hafa verið um oddvitasætið á lista flokksins í Reykjavík suður. Samsett Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, bar sigur úr býtum í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og skákaði þar með Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni flokksins. Oddvitakjör Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður hófst í gær og lauk kosningu klukkan 17 í dag. Fjóla Hrund hlaut 58% atkvæða og Þorsteinn 42% atkvæða en þau gáfu ein kost á sér sem oddvitar listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. Stjórn Miðflokksins í Reykjavík tók á dögunum ákvörðun um að boða til oddvitakjörs eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi þann 15. júlí. Tillagan gekk út á það að efsta sæti myndi Fjóla Hrund skipa í stað Þorsteins. Viðbrögðin komu flatt upp á forystu flokksins Samkvæmt heimildum Vísis brást Þorsteinn illa við þessum hugmyndum og gekk í að smala samherjum sínum á félagsfundinn. Var tillagan felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar en til þess er meðal annars litið að Þorsteinn sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og hafa sett áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Kjörsókn í oddvitakjörinu var 90%, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. Niðurstöðurnar hafa verið sendar til uppstillingarnefndar kjördæmisins sem mun leggja fram framboðslista til samþykktar á félagsfundi Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður næstkomandi mánudag. Kosið verður um listann bæði rafrænt og á fundinum sjálfum. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36 Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Oddvitakjör Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður hófst í gær og lauk kosningu klukkan 17 í dag. Fjóla Hrund hlaut 58% atkvæða og Þorsteinn 42% atkvæða en þau gáfu ein kost á sér sem oddvitar listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. Stjórn Miðflokksins í Reykjavík tók á dögunum ákvörðun um að boða til oddvitakjörs eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi þann 15. júlí. Tillagan gekk út á það að efsta sæti myndi Fjóla Hrund skipa í stað Þorsteins. Viðbrögðin komu flatt upp á forystu flokksins Samkvæmt heimildum Vísis brást Þorsteinn illa við þessum hugmyndum og gekk í að smala samherjum sínum á félagsfundinn. Var tillagan felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar en til þess er meðal annars litið að Þorsteinn sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og hafa sett áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Kjörsókn í oddvitakjörinu var 90%, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. Niðurstöðurnar hafa verið sendar til uppstillingarnefndar kjördæmisins sem mun leggja fram framboðslista til samþykktar á félagsfundi Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður næstkomandi mánudag. Kosið verður um listann bæði rafrænt og á fundinum sjálfum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36 Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36
Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45