Bull borgaryfirvalda Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2021 13:01 Velferðaryfirvöld sendu frá sér yfirlýsingu um daginn þar sem þau fullyrtu að borgin stæði sig óaðfinnanlega í þjónustu sinni við fatlað fólk á sama tíma og hún tapaði máli í héraðsdómi vegna rolugangs við þjónustu fatlaðra! Eru borgaryfirvöld vísvitandi að slá ryki í augu okkar eða er sá sem samdi yfirlýsinguna nýbyrjaður í vinnunni og veit ekki betur? Raunin er sú að yfirvöld standa sig skammarlega í þjónustu við fatlaða og hafa nánast gert uppá bak í búsetumálum þeirra. Þessu til staðfestingar má vísa í úrskurði dómstóla og úrskurðarnefndar velferðarmála auk ótal hryllingsfrásagna fatlaðs fólks og aðstandenda þeirra. Þegar borgin hreykir sér af því að svo og svo margir hafi komist í búsetuúrræði hjá borginni, hljómar það eins og foreldri sem hreykir sér af því að vera gott foreldri af því það vanræki ekki öll börnin sín, bara sum. Borgarmeirihlutinn svífst einskis í viðeitni sinni til að blekkja okkur. Nýjasta útspilið var að skella skuldinni á LSH en þar á bæ virðast vera “bófar” sem benda fólki af landsbyggðinni á að flytja til Reykjavíkur til að fá þjónustu. Það kemur ekki á óvart að borgin skilji ekki gildismat þeirra sem setja velferð fólks ofar öðru og veiti leiðbeiningar eftir bestu getu. Borgin er nefnilega ekki örlát á leiðbeiningar fyrir fatlaða og það eru fjölmörg dæmi þess að fólk fær ekki upplýsingar um þá þjónustu sem það á rétt á og þarfnast. Afsakanir borgarinnar fyrir vanrækslu sinni eru margar og margvíslegar en eiga það sammerkt að þær halda ekki vatni. Þegar barn fæðist með líkamleg eða vitsmunaleg frávik eru talsverðar líkur á því að það muni þurfa á aðstoð að halda allt sitt líf. Um fimm ára aldur er orðið nokkuð ljóst hver þjónustuþörf barnsins verður og hvort það muni þurfa á búsetuúrræði og þjónustu borgarinnar að halda. Borgin hefur því nægan tíma til að undirbúa móttöku þess við 18 ára aldur eins og henni ber. Borgin er þó algerlega óundirbúin en það er vegna þess, að sögn borgarinnar, að fjöldi fatlaðra barna sem fæðast á Íslandi er ekki endilega sá sami og átján árum síðar. Sum þessara barna gætu hafa flutt í annað bæjarfélag eða til útlanda eða jafnvel dáið. Þá stæði borgin uppi með of margar íbúðir fyrir fatlaða! þessi rök eru varla svara verð. Guð forði okkur frá offramboði á þjónustuíbúðum fyrir fatlað fólk! Aðrar álíka rökleysur og réttlætingar fyrir úrræðaleysi borgarinnar eru skortur á fjármagni og skortur á verktökum til að byggja fyrir fatlað fólk. Það liggur við að ég finni til með fólkinu sem þarf að finna uppá svona vitleysu fyrir hönd borgarinnar. Kannski heldur borgin að við sem berjumst fyrir réttindum fatlaðs fólks, séum öll greindarskert og þess vegna hægt að bjóða okkur uppá hvað sem er. Við vitum hvenær verið er að reyna þagga niður í okkur og kúga okkur til undirgefni. Það gerir borgin með því að reyna að fá okkur til að finnast við vera tilætlunarsöm, frek og ósanngjörn. Til að gera okkur tortryggileg og vanþakklát þegar við kvörtum, bendir borgin á þjónustu eins og liðveislu, stuðningsfjölskyldur og skammtímavistun sem við eigum að vera þakklát fyrir. Eftir 18 ára aldur eiga þessi úrræði að vera tímabundin meðan beðið er eftir húsnæði en geta varað árum saman og það eru ekki boðlegt fyrir fullorðið fólk. Þetta eru ekkert annað en skítareddingar og ekki til að hreykja sér af. Við 18 ára aldur ber fólk ábyrgð á sjálfu sér og ábyrgð foreldra eða annarra forráðamanna rennur út. Borgin tekur við ábyrgð á því fólki sem fötlunar sinnar vegna getur ekki séð um sig á sama hátt og ófatlaðir. Ég vildi óska að borgaryfirvöldum væri ekki, afsakið orðbragðið, drullusama um fatlað fólk og sæi sóma sinn í að axla ábyrgð sína og veita þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum í stað þess að klóra yfir áhugaleysi sitt og vanrækslu með lygaþvælu og þvaðri. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem eru langþreyttir á óhóflegri bið eftir þjónustu og hafa fengið sig fullsadda af froðusnakki og innihaldslausum loforðum. Hugur minn er hjá þeim sem eru að ganga sín fyrstu skref með fötluðu barni sínu. Álagið við að eignast og annast fatlað barn er gríðarlegt og ekki á það bætandi. Það er einlæg von mín að næsta kynslóð muni ekki þurfa að ganga sömu þrautagöngu og við sem eldri erum. Höfundur er foreldri, sálfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðaryfirvöld sendu frá sér yfirlýsingu um daginn þar sem þau fullyrtu að borgin stæði sig óaðfinnanlega í þjónustu sinni við fatlað fólk á sama tíma og hún tapaði máli í héraðsdómi vegna rolugangs við þjónustu fatlaðra! Eru borgaryfirvöld vísvitandi að slá ryki í augu okkar eða er sá sem samdi yfirlýsinguna nýbyrjaður í vinnunni og veit ekki betur? Raunin er sú að yfirvöld standa sig skammarlega í þjónustu við fatlaða og hafa nánast gert uppá bak í búsetumálum þeirra. Þessu til staðfestingar má vísa í úrskurði dómstóla og úrskurðarnefndar velferðarmála auk ótal hryllingsfrásagna fatlaðs fólks og aðstandenda þeirra. Þegar borgin hreykir sér af því að svo og svo margir hafi komist í búsetuúrræði hjá borginni, hljómar það eins og foreldri sem hreykir sér af því að vera gott foreldri af því það vanræki ekki öll börnin sín, bara sum. Borgarmeirihlutinn svífst einskis í viðeitni sinni til að blekkja okkur. Nýjasta útspilið var að skella skuldinni á LSH en þar á bæ virðast vera “bófar” sem benda fólki af landsbyggðinni á að flytja til Reykjavíkur til að fá þjónustu. Það kemur ekki á óvart að borgin skilji ekki gildismat þeirra sem setja velferð fólks ofar öðru og veiti leiðbeiningar eftir bestu getu. Borgin er nefnilega ekki örlát á leiðbeiningar fyrir fatlaða og það eru fjölmörg dæmi þess að fólk fær ekki upplýsingar um þá þjónustu sem það á rétt á og þarfnast. Afsakanir borgarinnar fyrir vanrækslu sinni eru margar og margvíslegar en eiga það sammerkt að þær halda ekki vatni. Þegar barn fæðist með líkamleg eða vitsmunaleg frávik eru talsverðar líkur á því að það muni þurfa á aðstoð að halda allt sitt líf. Um fimm ára aldur er orðið nokkuð ljóst hver þjónustuþörf barnsins verður og hvort það muni þurfa á búsetuúrræði og þjónustu borgarinnar að halda. Borgin hefur því nægan tíma til að undirbúa móttöku þess við 18 ára aldur eins og henni ber. Borgin er þó algerlega óundirbúin en það er vegna þess, að sögn borgarinnar, að fjöldi fatlaðra barna sem fæðast á Íslandi er ekki endilega sá sami og átján árum síðar. Sum þessara barna gætu hafa flutt í annað bæjarfélag eða til útlanda eða jafnvel dáið. Þá stæði borgin uppi með of margar íbúðir fyrir fatlaða! þessi rök eru varla svara verð. Guð forði okkur frá offramboði á þjónustuíbúðum fyrir fatlað fólk! Aðrar álíka rökleysur og réttlætingar fyrir úrræðaleysi borgarinnar eru skortur á fjármagni og skortur á verktökum til að byggja fyrir fatlað fólk. Það liggur við að ég finni til með fólkinu sem þarf að finna uppá svona vitleysu fyrir hönd borgarinnar. Kannski heldur borgin að við sem berjumst fyrir réttindum fatlaðs fólks, séum öll greindarskert og þess vegna hægt að bjóða okkur uppá hvað sem er. Við vitum hvenær verið er að reyna þagga niður í okkur og kúga okkur til undirgefni. Það gerir borgin með því að reyna að fá okkur til að finnast við vera tilætlunarsöm, frek og ósanngjörn. Til að gera okkur tortryggileg og vanþakklát þegar við kvörtum, bendir borgin á þjónustu eins og liðveislu, stuðningsfjölskyldur og skammtímavistun sem við eigum að vera þakklát fyrir. Eftir 18 ára aldur eiga þessi úrræði að vera tímabundin meðan beðið er eftir húsnæði en geta varað árum saman og það eru ekki boðlegt fyrir fullorðið fólk. Þetta eru ekkert annað en skítareddingar og ekki til að hreykja sér af. Við 18 ára aldur ber fólk ábyrgð á sjálfu sér og ábyrgð foreldra eða annarra forráðamanna rennur út. Borgin tekur við ábyrgð á því fólki sem fötlunar sinnar vegna getur ekki séð um sig á sama hátt og ófatlaðir. Ég vildi óska að borgaryfirvöldum væri ekki, afsakið orðbragðið, drullusama um fatlað fólk og sæi sóma sinn í að axla ábyrgð sína og veita þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum í stað þess að klóra yfir áhugaleysi sitt og vanrækslu með lygaþvælu og þvaðri. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem eru langþreyttir á óhóflegri bið eftir þjónustu og hafa fengið sig fullsadda af froðusnakki og innihaldslausum loforðum. Hugur minn er hjá þeim sem eru að ganga sín fyrstu skref með fötluðu barni sínu. Álagið við að eignast og annast fatlað barn er gríðarlegt og ekki á það bætandi. Það er einlæg von mín að næsta kynslóð muni ekki þurfa að ganga sömu þrautagöngu og við sem eldri erum. Höfundur er foreldri, sálfræðingur og kennari.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun