Veiran úti um allt samfélag, allt land og í öllum aldurshópum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 12:25 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að í þessari fjórðu bylgju faraldurins smiti hver og einn fleiri út frá sér en áður. Smit sé nú komið um allt land og finnst í öllum aldurshópum. 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Smitaðir í nánast öllum póstnúmerum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. „Við höfum áður séð hópsýkingar, ekki kannski svona stórar, sem við höfum náð utan um með sóttkvínni en nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar úti í samfélaginu og úti um allt land og við höfum ekki áður séð það með þessu hætti í faraldrinum þannig það eitt og sér er auðvitað hluti af þessum áhyggjum sem við höfum í þessu.“ Rætt var við Víði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víðir segir smitrakningu ganga misjafnlega. „Síðan eru bara endalaust að detta upp einn og einn sem veit ekkert hvar hann hefur smitast eða gengið illa að rekja saman.“ Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. „Okkur sýnist það bara á þessum gögnum sem við erum að vinna með að það sem vísindamenn hafa verið að segja að þetta afbrigði veirunnar sé meira smitandi. Við erum klárlega að sjá það í þessum hópum. Okkur finnst fleiri að smita í hópunum en við höfum séð í bylgjunum áður þannig það styður við þessar kenningar um þessa miklu smitgetu á þessari útgáfu.“ Er þá hver og einn að smita fleiri en áður? „Já okkur sýnist það.“ Finnur fyrir samstöðu í samfélaginu Hann segist finna fyrir meiri samstöðu í samfélaginu nú en fyrir nokkrum dögum. „Það voru mjög skiptar skoðanir á því hvort það ætti að grípa til aðgerða og menn hafa komist að þessari niðurstöðu. Mér finnst fólk almennt vera sátt með það eins og hægt er og ætla auðvitað bara að taka þátt í þessu og sjá hvað tíminn leiðir í ljós næstu vikurnar og treysta á það að á sama tími verði unnið að framtíðarhugsun í þessu.“ Þá minnir hann á einstaklingsbundnar sýkingavarnir. „Við verðum að setja undir okkur hausinn. Þetta er enn ein brekkan. Þetta er eins og að labba upp á fjall. Manni finnst maður alltaf vera að sjá toppinn og svo þegar maður kemur upp næstu brekku þá er bara önnur fram undan og það er akkúrat það sem við erum að gera núna. En við ætlum ekkert að hætta við. Við ætlum að halda áfram og vinna í þessu. Núna er törn sem við þurfum að takast á við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Smitaðir í nánast öllum póstnúmerum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. „Við höfum áður séð hópsýkingar, ekki kannski svona stórar, sem við höfum náð utan um með sóttkvínni en nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar úti í samfélaginu og úti um allt land og við höfum ekki áður séð það með þessu hætti í faraldrinum þannig það eitt og sér er auðvitað hluti af þessum áhyggjum sem við höfum í þessu.“ Rætt var við Víði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víðir segir smitrakningu ganga misjafnlega. „Síðan eru bara endalaust að detta upp einn og einn sem veit ekkert hvar hann hefur smitast eða gengið illa að rekja saman.“ Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. „Okkur sýnist það bara á þessum gögnum sem við erum að vinna með að það sem vísindamenn hafa verið að segja að þetta afbrigði veirunnar sé meira smitandi. Við erum klárlega að sjá það í þessum hópum. Okkur finnst fleiri að smita í hópunum en við höfum séð í bylgjunum áður þannig það styður við þessar kenningar um þessa miklu smitgetu á þessari útgáfu.“ Er þá hver og einn að smita fleiri en áður? „Já okkur sýnist það.“ Finnur fyrir samstöðu í samfélaginu Hann segist finna fyrir meiri samstöðu í samfélaginu nú en fyrir nokkrum dögum. „Það voru mjög skiptar skoðanir á því hvort það ætti að grípa til aðgerða og menn hafa komist að þessari niðurstöðu. Mér finnst fólk almennt vera sátt með það eins og hægt er og ætla auðvitað bara að taka þátt í þessu og sjá hvað tíminn leiðir í ljós næstu vikurnar og treysta á það að á sama tími verði unnið að framtíðarhugsun í þessu.“ Þá minnir hann á einstaklingsbundnar sýkingavarnir. „Við verðum að setja undir okkur hausinn. Þetta er enn ein brekkan. Þetta er eins og að labba upp á fjall. Manni finnst maður alltaf vera að sjá toppinn og svo þegar maður kemur upp næstu brekku þá er bara önnur fram undan og það er akkúrat það sem við erum að gera núna. En við ætlum ekkert að hætta við. Við ætlum að halda áfram og vinna í þessu. Núna er törn sem við þurfum að takast á við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00
Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent