Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 09:11 Sýnataka við Keflavíkurflugvöll. Þar og í Reykjavík er erfitt að manna sýnatöku vegna Covid-19. Vísir/arnar Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. Rúm 4.500 sýni voru tekin á föstudaginn, sem gerir hann að einum allra stærsta sýnatökudegi Íslandssögunnar ef frá er talinn einn dagur síðasta haust. Daglega eru nú tekin um 3-4.000 sýni, aðallega meðal Íslendinga. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að álagið væri gríðarlegt. „Það náttúrulega myndast langar raðir en þetta hægt og rólega fer inn. Við erum að reyna að bæta við starfsmönnum og það gengur, en það gengur hægt. Ég veit ekki hversu lengi við getum haldið út, ef við fáum ekki fleira starfsfólk, en við erum bara að vinna í því núna.“ Bakvarðasveitir heilbrigðisþjónustunnar hafa verið kallaðar út. Ferðamannasýnum er heldur að fækka en á móti verða einkennasýnin fleiri. Ferðamennirnir hafa þó skapað töluvert aukið álag hjá heilsugæslunni samanborið við aðrar bylgjur. „Þetta er svo mikill fjöldi að ef þetta heldur áfram svona næstu vikurnar verður mikil þreyta. En ég á von á að þetta verði svona kúfur sem kemur og svo fer þetta niður aftur.“ Ingibjörg hvetur þá sem finna fyrir einkennum að bóka tíma og fara í sýnatöku. Greinist einhver í nærumhverfi fólks skal það bíða boðanna frá smitrakningarteyminu um næstu skref, en halda sig til hlés á meðan er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir 88 greindust smitaðir innanlands 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 25. júlí 2021 10:44 Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rúm 4.500 sýni voru tekin á föstudaginn, sem gerir hann að einum allra stærsta sýnatökudegi Íslandssögunnar ef frá er talinn einn dagur síðasta haust. Daglega eru nú tekin um 3-4.000 sýni, aðallega meðal Íslendinga. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að álagið væri gríðarlegt. „Það náttúrulega myndast langar raðir en þetta hægt og rólega fer inn. Við erum að reyna að bæta við starfsmönnum og það gengur, en það gengur hægt. Ég veit ekki hversu lengi við getum haldið út, ef við fáum ekki fleira starfsfólk, en við erum bara að vinna í því núna.“ Bakvarðasveitir heilbrigðisþjónustunnar hafa verið kallaðar út. Ferðamannasýnum er heldur að fækka en á móti verða einkennasýnin fleiri. Ferðamennirnir hafa þó skapað töluvert aukið álag hjá heilsugæslunni samanborið við aðrar bylgjur. „Þetta er svo mikill fjöldi að ef þetta heldur áfram svona næstu vikurnar verður mikil þreyta. En ég á von á að þetta verði svona kúfur sem kemur og svo fer þetta niður aftur.“ Ingibjörg hvetur þá sem finna fyrir einkennum að bóka tíma og fara í sýnatöku. Greinist einhver í nærumhverfi fólks skal það bíða boðanna frá smitrakningarteyminu um næstu skref, en halda sig til hlés á meðan er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir 88 greindust smitaðir innanlands 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 25. júlí 2021 10:44 Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
88 greindust smitaðir innanlands 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 25. júlí 2021 10:44
Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23