Barein var yfir stóran hluta leiksins á móti Portúgal en varð á endanum að sætta sig við eins marks tap, 25-26.
Barein tapaði fyrsta leik sínum í keppninni með einu marki á móti Svíum og þetta var því annað nauma tapið í röð. Portúgal var að vinna sinn fyrsta leik á mótinu.
First Olympic win for Portugal! Portugal take their first victory at their debut Games after a close battle to the buzzer versus Bahrain #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/8YsBtSMKdE
— International Handball Federation (@ihf_info) July 26, 2021
Mohamed Ahmed var markahæstur hjá Barein með átta mörk en Husain Alsayyad skoraði sex mörk. Alsayyad skoraði úr öllum skotum sínum í fyrri hálfleik en klikkaði á öllum skotunum í þeim síðari.
Ahmed fékk tækifæri til að jafna metin í lokin en skaut þá í söng úr vítakasti.
Barein liðið lenti undir í byrjun en komst yfir um miðjan fyrri hálfleik og var einu marki yfir í hálfleik, 15-14. Husain Alsayyad skoraði sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum.
Barein náði tveggja marka forystu í seinni hálfleiknum en Portúgalar hleyptu þeim ekki lengra frá sér.
Portúgalar náðu síðan að jafna og loks komast yfir, 26-25, með marki úr hraðaupphlaupi þegar ein mínúta var eftir.
Aron tók þá leikhlé og setti upp síðustu fjörutíu sekúndur leiksins.
Barein fékk vítakast tuttugu sekúndum fyrir leikslok en skutu í stöng. Portúgalar fengu boltann og héldu forystu sinni út leikinn.