Tónlistarmyndbandið sé stutt teiknimynd Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. júlí 2021 14:06 Kristberg Gunnarsson er lagasmiðurinn en Björn Heimir Önundarson kvikarinn í nýju tónlistarmyndbandi. Síðastliðinn föstudag kom út lagið Sunrise með Kristberg Gunnarssyni. Tónlistarmyndband kvikað af Birni Heimi Önundarsyni fylgdi með, en að baki myndbandinu lá gríðarleg vinna því að hver og einn rammi myndbandsins var handteiknaður á blað. Samkvæmt Birni hefur hann setið sveittur við teikniborðið síðasta hálfa árið með Kristberg lítandi yfir öxl hans að spekúlera og vega og meta. „Myndbandið má jafnvel flokkast sem stuttmynd þar sem það hefur söguþráð sem gæti staðið sjálfstæður,“ segir Björn. Hann segir ekki vera mikið um slíka teiknimyndagerð á Íslandi þó það sé eitthvað um það. „Líklega vegna hversu tímafrekt og kostnaðarsamt það er.“ Lagið er fyrsta smáskífan af plötu sem er í vinnslu og er að vænta á næstu misserum. „Ég tók lagið upp í stofunni heima hjá foreldrum mínum í Vestmannaeyjum í fyrrasumar,“ segir Kristberg. Hann spilar á öll hljóðfærin og syngur en fékk vin sinn Hannes Már Hávarðarson til þess að taka upp og mixa. Í músíkinni má gæta mikilla áhrifa frá sveitum á borð við Khruangbin og öðrum gráum köttum á kaffihúsalagalistum miðborgarinnar. Stimamjúkt og silkislakt lufsurokk, auðmelt og nostrar beinlínis við heyrnarfærin. Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Samkvæmt Birni hefur hann setið sveittur við teikniborðið síðasta hálfa árið með Kristberg lítandi yfir öxl hans að spekúlera og vega og meta. „Myndbandið má jafnvel flokkast sem stuttmynd þar sem það hefur söguþráð sem gæti staðið sjálfstæður,“ segir Björn. Hann segir ekki vera mikið um slíka teiknimyndagerð á Íslandi þó það sé eitthvað um það. „Líklega vegna hversu tímafrekt og kostnaðarsamt það er.“ Lagið er fyrsta smáskífan af plötu sem er í vinnslu og er að vænta á næstu misserum. „Ég tók lagið upp í stofunni heima hjá foreldrum mínum í Vestmannaeyjum í fyrrasumar,“ segir Kristberg. Hann spilar á öll hljóðfærin og syngur en fékk vin sinn Hannes Már Hávarðarson til þess að taka upp og mixa. Í músíkinni má gæta mikilla áhrifa frá sveitum á borð við Khruangbin og öðrum gráum köttum á kaffihúsalagalistum miðborgarinnar. Stimamjúkt og silkislakt lufsurokk, auðmelt og nostrar beinlínis við heyrnarfærin.
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira