Brúarsmiðurinn Sigurður Ingi Guðveig A. Eyglóardóttir skrifar 26. júlí 2021 14:30 Hugmyndin að Sundabraut er ekki ný af nálinni og hefur reglulega komið til umræðu síðustu áratugi, helst í kringum kosningar. Sveitarstjórnarfólk og íbúar í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar hafa ítrekað bent á mikilvægi þessa samgöngubóta en ekkert hefur þokast áfram í málinu svo heitið getur síðustu áratugi. Það er ekki fyrr en á yfirstandandi kjörtímabili þegar Sigurður Ingi settist í stól samgönguráðherra að verkefnið komst loks á dagskrá með formlegri hætti en áður. Á dögunum var skrifað undir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg sem marka tímamót í málinu. Nú mun vinna við Sundabrú hefjast af fullum þunga. Áætlað er að allt ferlið taki um 10 ár. Sigurður Ingi hefur lagt mikinn þunga í að koma þessu verkefni á rekspöl og verið óþreytandi við það frá fyrstu dögum sem samgönguráðherra að tryggja að verkefnið verði að veruleika. Drifkraftur og vinnusemi Sá drifkraftur sem hefur einkennt störf Sigurðar Inga á kjörtímabilinu endurspeglar vilja hans og vinnusemi ásamt skilning og heildarsýn á mikilvægi innviðauppbyggingar eins og Sundabrautar í víðu samhengi. Sundabrú mun verða mikilvæg samgöngubót fyrir alla þá sem ferðast til og frá höfuðborginni. Samgöngubót sem mun hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf og búsetuskilyrði á Vesturlandi til framtíðar, ásamt því létta á umferð á öðrum stofnbrautum. Brúarsmiðurinn Sigurður Ingi setti tóninn strax í stjórnarmyndunarviðræðunum eftir síðustu kosningar þegar hann byggði brú frá vinstri væng stjórnmálanna, yfir miðjuna og út á hægri vænginn. Brúin er vel byggð á traustum grunni samvinnuhugsjónar Framsóknar og hefur gefið þjóðinni langþráðan stöðugleika. Brú sem hefur lagt veginn að innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu og staðið styrkum stoðum samvinnu og stendur enn traust. Núverandi ríkisstjórn er fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin í lýðveldissögunni til að klára heilt kjörtímabil, og það með gríðarlega góðum árangri. Stöðugleiki er forsenda samfélagslegra framfara. Í þeim stöðuleika gekk brúarsmiðurinn Sigurður Ingi til fundar við sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu og tók samtalið til að leysa úr áratuga langri kyrrstöðu í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Til árangurs með samvinnu og skynsemi að vopni Sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu með ólíka sýn, nálgun og hagsmuni og voru dregin að borðinu með það að markmiði að ná fram einhverri mestu samgöngubót sem íbúar þessa svæðis hafa séð í áratugi. Með samvinnu og skynsemina að vopni tókst að byggja brú á milli ólíkra sjónarmiða þar sem niðurstaðan er sérstakur samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaða sem öll sveitafélögin samþykktu. Þar er kveðið á um umfangsmikla uppbyggingu stofnbrauta, innviða, almenningssamganga, göngu- og hjólastíga auk umferðastýringu á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulag um aukin lífsgæði og kyrrstaðan loks rofin með afgerandi hætti. Íbúar landsbyggðarinnar hafa einnig notið drifkrafts ráðherrans, en stór átak í samgöngumálum um allt land var sett af stað þar sem sérstök áhersla var lögð á umferðaröryggi og miðar m.a. að því að fækka einbreiðum brúm á hringveginum um 14 til ársins 2024 ásamt því að aðskilja akstursstefnur á umferðarþyngstu vegköflum landsins. Aldrei hefur jafnmiklu fjármagni verið varið til samgönguumbóta um land allt en á þessu kjörtímabili. Á síðasta ári kynnti Sigurður Ingi til leiks Loftbrú sem brúa á bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar. Loftbrúin niðurgreiðir fargjöld þeirra sem búa á landsbyggðinni og hefur heppnast ákaflega vel sem byggðaaðgerð. Ljóst er að Loftbrúin bætir aðgengi landsbyggðarinnar að mikilvægri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að styrkja stoðir og rekstragrundvöll flugsamgangna innanlands. Á vettvangi sveitarstjórnarmála hef ég átt samtal um samgöngumál við kjörna fulltrúa sveitarfélaga úr öllum flokkum. Sveitarstjórnarfulltrúar, þvert á flokka hafa haft orð á því við mig að farsælast væri að hafa Sigurð Inga áfram sem ráðherra samgöngumála þegar horft sé til árangurs á yfirstandandi kjörtímabili. Við Framsóknarfólk erum bjartsýn með Sigurð Inga í forystu. Leiðtogi sem byggir brýr og vinnur eftir samvinnuhugsjón Framsóknarflokksins samfélaginu öllu til hagsbóta. Höfundur er oddviti Framsóknarmanna í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Samgöngur Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Sjá meira
Hugmyndin að Sundabraut er ekki ný af nálinni og hefur reglulega komið til umræðu síðustu áratugi, helst í kringum kosningar. Sveitarstjórnarfólk og íbúar í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar hafa ítrekað bent á mikilvægi þessa samgöngubóta en ekkert hefur þokast áfram í málinu svo heitið getur síðustu áratugi. Það er ekki fyrr en á yfirstandandi kjörtímabili þegar Sigurður Ingi settist í stól samgönguráðherra að verkefnið komst loks á dagskrá með formlegri hætti en áður. Á dögunum var skrifað undir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg sem marka tímamót í málinu. Nú mun vinna við Sundabrú hefjast af fullum þunga. Áætlað er að allt ferlið taki um 10 ár. Sigurður Ingi hefur lagt mikinn þunga í að koma þessu verkefni á rekspöl og verið óþreytandi við það frá fyrstu dögum sem samgönguráðherra að tryggja að verkefnið verði að veruleika. Drifkraftur og vinnusemi Sá drifkraftur sem hefur einkennt störf Sigurðar Inga á kjörtímabilinu endurspeglar vilja hans og vinnusemi ásamt skilning og heildarsýn á mikilvægi innviðauppbyggingar eins og Sundabrautar í víðu samhengi. Sundabrú mun verða mikilvæg samgöngubót fyrir alla þá sem ferðast til og frá höfuðborginni. Samgöngubót sem mun hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf og búsetuskilyrði á Vesturlandi til framtíðar, ásamt því létta á umferð á öðrum stofnbrautum. Brúarsmiðurinn Sigurður Ingi setti tóninn strax í stjórnarmyndunarviðræðunum eftir síðustu kosningar þegar hann byggði brú frá vinstri væng stjórnmálanna, yfir miðjuna og út á hægri vænginn. Brúin er vel byggð á traustum grunni samvinnuhugsjónar Framsóknar og hefur gefið þjóðinni langþráðan stöðugleika. Brú sem hefur lagt veginn að innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu og staðið styrkum stoðum samvinnu og stendur enn traust. Núverandi ríkisstjórn er fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin í lýðveldissögunni til að klára heilt kjörtímabil, og það með gríðarlega góðum árangri. Stöðugleiki er forsenda samfélagslegra framfara. Í þeim stöðuleika gekk brúarsmiðurinn Sigurður Ingi til fundar við sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu og tók samtalið til að leysa úr áratuga langri kyrrstöðu í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Til árangurs með samvinnu og skynsemi að vopni Sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu með ólíka sýn, nálgun og hagsmuni og voru dregin að borðinu með það að markmiði að ná fram einhverri mestu samgöngubót sem íbúar þessa svæðis hafa séð í áratugi. Með samvinnu og skynsemina að vopni tókst að byggja brú á milli ólíkra sjónarmiða þar sem niðurstaðan er sérstakur samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaða sem öll sveitafélögin samþykktu. Þar er kveðið á um umfangsmikla uppbyggingu stofnbrauta, innviða, almenningssamganga, göngu- og hjólastíga auk umferðastýringu á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulag um aukin lífsgæði og kyrrstaðan loks rofin með afgerandi hætti. Íbúar landsbyggðarinnar hafa einnig notið drifkrafts ráðherrans, en stór átak í samgöngumálum um allt land var sett af stað þar sem sérstök áhersla var lögð á umferðaröryggi og miðar m.a. að því að fækka einbreiðum brúm á hringveginum um 14 til ársins 2024 ásamt því að aðskilja akstursstefnur á umferðarþyngstu vegköflum landsins. Aldrei hefur jafnmiklu fjármagni verið varið til samgönguumbóta um land allt en á þessu kjörtímabili. Á síðasta ári kynnti Sigurður Ingi til leiks Loftbrú sem brúa á bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar. Loftbrúin niðurgreiðir fargjöld þeirra sem búa á landsbyggðinni og hefur heppnast ákaflega vel sem byggðaaðgerð. Ljóst er að Loftbrúin bætir aðgengi landsbyggðarinnar að mikilvægri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að styrkja stoðir og rekstragrundvöll flugsamgangna innanlands. Á vettvangi sveitarstjórnarmála hef ég átt samtal um samgöngumál við kjörna fulltrúa sveitarfélaga úr öllum flokkum. Sveitarstjórnarfulltrúar, þvert á flokka hafa haft orð á því við mig að farsælast væri að hafa Sigurð Inga áfram sem ráðherra samgöngumála þegar horft sé til árangurs á yfirstandandi kjörtímabili. Við Framsóknarfólk erum bjartsýn með Sigurð Inga í forystu. Leiðtogi sem byggir brýr og vinnur eftir samvinnuhugsjón Framsóknarflokksins samfélaginu öllu til hagsbóta. Höfundur er oddviti Framsóknarmanna í Borgarbyggð.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun