Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá nýjum reglum sem eru líklegar til þess að fjölga verulega þeim sem verða sendir í sóttkví eftir að hafa verið nálægt fólki sem fær covid.

Við leitum líka svara svið spurningunni um það hvar grímuskylda ríkir og hvar ekki. Æði margir eru óvissir um það og finnst ný reglugerð heilbrigðisráðherra óskýr.

Stjórnarandstaðan segir sitt álit á nýjum samkomutakmörkunum og í Frakklandi hvetja þarlend stjórnvöld til bólusetninga með því að krefja menn um heilbrigðisskírteini til að fara inn í ýmis almannarými. Við segjum líka frá einstæðum hvolpi sem stökk út í heitan hver - og lifir enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×