Rakningarappið er algjör bylting sem hefur ekki enn náð fram að ganga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2021 12:45 vísir/egill Hið uppfærða rakningarapp er „algjör bylting“ að sögn Jóhanns B. Skúlasonar, yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna. Vandamálið er bara að flestir eiga eftir að uppfæra forritið í símunum sínum og ganga um með gamla og óvirka útgáfu í vasanum. „Það er mjög mikilvægt að allir sem hafa hlaðið appinu niður í iPhone fari inn í App Store í símanum og athugi hvort þeir eigi eftir að uppfæra það,“ segir Jóhann. Rakningarappið á App Store. Ef þar stendur „open" hefur það uppfært sig sjálft en ef þar stendur „update" verður þú að gjöra svo vel að uppfæra það hið snarasta!skjáskot Rakningarappið var kynnt til leiks síðasta sumar og átti þá, líkt og nú, að vera „algjör bylting“ og auðvelda smitrakningarteyminu mjög að rekja ferðir þeirra sem greinast með veiruna og samskipti við aðra sem gætu hafa orðið útsettir. Sú varð þó eiginlega aldrei raunin: „Nei, það komu upp tæknilegir hnökrar á iPhone-útgáfunni sem flestir eru með. Appið var eiginlega of vítt og sendi skilaboð á allt of marga. Við höfum lítið að gera við upplýsingar um alla sem þú labbaðir kannski bara fram hjá smitaður. Það er allt of mikil vinna að fara í gegn um það,“ segir Jóhann. Getur sent öllum útsettum boð í einu Nú er búið að breyta þessu, þrengja útreikningana í appinu sem virkar nú loks sem skildi. „Þetta er algjör „game changer“ þessi nýja útgáfa,“ segir Jóhann. „Algjör bylting fyrir okkar starf í smitrakningarteyminu.“ Þannig reiknar nýja appið út hverjir voru í það miklu návígi við smitaðan einstakling nokkra daga áður en hann smitaðist. „Og ef þú greinist með smit þá geturðu látið appið senda út boð á alla sem eru innan þessa mengis. Og þá vita þeir að þeir voru í návígi við einhvern smitaðan og geta dregið sig í hlé og farið varlega. Þannig það er tvennt sem þú færð út úr nýju útgáfunni: Þú getur varað aðra við og þú getur fengið aðvaranir. Sem þú vilt auðvitað fagnandi fá,“ segir Jóhann. Appið beri uppi smitrakningu í framtíðinni Annars hefur verið meira en nóg að gera hjá smitrakningarteyminu frá því að bylgjan sem nú ríður yfir hófst. Jóhann segir þó engan bilbug að finna á starfsmönnum teymisins og vonar að sem flestir fari nú í símann og uppfæri appið. „Í framtíðinni ef þessi faraldur heldur lengur áfram þá vonum við auðvitað að allir verði bara með appið og að við getum reitt okkur á það." 96 greindust með veiruna í gær og 71 daginn þar á undan. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is eru um sjö hundruð manns í einangrun hér á landi og um tvö þúsund í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að allir sem hafa hlaðið appinu niður í iPhone fari inn í App Store í símanum og athugi hvort þeir eigi eftir að uppfæra það,“ segir Jóhann. Rakningarappið á App Store. Ef þar stendur „open" hefur það uppfært sig sjálft en ef þar stendur „update" verður þú að gjöra svo vel að uppfæra það hið snarasta!skjáskot Rakningarappið var kynnt til leiks síðasta sumar og átti þá, líkt og nú, að vera „algjör bylting“ og auðvelda smitrakningarteyminu mjög að rekja ferðir þeirra sem greinast með veiruna og samskipti við aðra sem gætu hafa orðið útsettir. Sú varð þó eiginlega aldrei raunin: „Nei, það komu upp tæknilegir hnökrar á iPhone-útgáfunni sem flestir eru með. Appið var eiginlega of vítt og sendi skilaboð á allt of marga. Við höfum lítið að gera við upplýsingar um alla sem þú labbaðir kannski bara fram hjá smitaður. Það er allt of mikil vinna að fara í gegn um það,“ segir Jóhann. Getur sent öllum útsettum boð í einu Nú er búið að breyta þessu, þrengja útreikningana í appinu sem virkar nú loks sem skildi. „Þetta er algjör „game changer“ þessi nýja útgáfa,“ segir Jóhann. „Algjör bylting fyrir okkar starf í smitrakningarteyminu.“ Þannig reiknar nýja appið út hverjir voru í það miklu návígi við smitaðan einstakling nokkra daga áður en hann smitaðist. „Og ef þú greinist með smit þá geturðu látið appið senda út boð á alla sem eru innan þessa mengis. Og þá vita þeir að þeir voru í návígi við einhvern smitaðan og geta dregið sig í hlé og farið varlega. Þannig það er tvennt sem þú færð út úr nýju útgáfunni: Þú getur varað aðra við og þú getur fengið aðvaranir. Sem þú vilt auðvitað fagnandi fá,“ segir Jóhann. Appið beri uppi smitrakningu í framtíðinni Annars hefur verið meira en nóg að gera hjá smitrakningarteyminu frá því að bylgjan sem nú ríður yfir hófst. Jóhann segir þó engan bilbug að finna á starfsmönnum teymisins og vonar að sem flestir fari nú í símann og uppfæri appið. „Í framtíðinni ef þessi faraldur heldur lengur áfram þá vonum við auðvitað að allir verði bara með appið og að við getum reitt okkur á það." 96 greindust með veiruna í gær og 71 daginn þar á undan. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is eru um sjö hundruð manns í einangrun hér á landi og um tvö þúsund í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41