Vonast til að komast að í NBA og möguleikarnir meiri en oftast áður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 10:00 Jón Axel Guðmundsson lék með Fraport Skyliners á fyrsta tímabili sínu á atvinnumannaferlinum. getty/Jürgen Kessler Jón Axel Guðmundsson vonast til að þátttaka sín í sumardeildinni hjálpi sér að komast að hjá liði í NBA-deildinni. Hann hefur hafnað nokkrum tilboðum frá liðum í sterkum deildum í Evrópu til að halda NBA-draumnum lifandi. Grindvíkingurinn mun leika með Phoenix Suns, silfurliði síðasta tímabils, í sumardeildinni sem fer fram í Las Vegas 8.-17. ágúst. Þar fá leikmenn héðan og þaðan tækifæri til að sanna sig og freista þess að komast á samning hjá liði í NBA. Jón Axel segir að Phoenix hafi haft augastað á sér í nokkurn tíma. „Þeir fylgdust með mér í Þýskalandi í allan vetur og hafa verið í sambandi við umboðsmanninn minn. Strax eftir að tímabilið kláraðist sögðust þeir vilja fá mig til að æfa með þeim og spila í sumardeildinni og ég sagði já,“ sagði Jón Axel við Vísi í gær. Hann lék með Fraport Skyliners í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og var þar með 12,3 stig, 3,1 frákast og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í sumar hefur Jón Axel æft í Bandaríkjunum og á föstudaginn fer hann til Phoenix. Sumardeildin hefst svo sunnudaginn 8. ágúst. Jón Axel gat ekki spilað í sumardeildinni í fyrra en ætlar að nýta tækifærið í ár til hins ítrasta.getty/Jürgen Kessler Jón Axel átti að leika í sumardeildinni í fyrra en ekkert varð af henni vegna kórónuveirufaraldursins. Hann var þó ekki komin með lið til að spila fyrir en hafði nokkra möguleika í stöðunni. „Fullt af liðunum voru búin að tala við mig, Golden State Warriors, Miami Heat og fleiri. Ég hefði líka getað farið í önnur lið núna en fannst Phoenix henta mér best, hvernig þeir spila.“ Hefur hafnað tilboðum frá Spáni og Ítalíu Ekki liggur fyrir hvar Jón Axel spilar næsta vetur. Hann hefur hafnað nokkrum evrópskum liðum þar sem þau eru ekki reiðubúin að halda möguleikanum á að hann komist að í NBA opnum. „Ég er búinn að fá fullt af tilboðum frá Evrópu en það eru ekki mörg lið sem eru tilbúin að hafa klásúlu í samningi með NBA. Þau vilja vera viss hvað þau fá og að leikmenn komi. Akkúrat núna einbeiti ég mér að þessu verkefni. Umboðsmaðurinn sendir á mig ef einhver lið í Evrópu vilja fá mig. Ég er búinn að neita 2-3 liðum úr ACB-deildinni [spænska úrvalsdeildinni] og tveimur liðum frá Ítalíu,“ sagði Jón Axel. „Ég ætla að nýta þetta tækifæri, gera mitt besta og ef þetta gengur ekki er ég fullviss um að ég fái eitthvað tilboð frá Evrópu, þótt það sé í september eða október.“ Hvert lið með eitt auka pláss Jón Axel metur líkurnar á að komast á samning hjá NBA-liði meiri nú en oftast áður. Fleiri samningar eru í boði hjá hverju liði en venjulega. „Mestu líkurnar eru örugglega á að komast að í ár. Vanalega eru held ég fimmtán leikmenn á samningi og svo tveir á „two way“ samningi. Þeir æfa þá með NBA-liðinu og spila í G-deildinni. En út af covid ákváðu þeir að hafa þrjá „two way“ samninga þannig að það er eitt auka pláss hjá hverju liði,“ sagði Jón Axel. Jón Axel átti fjögur góð ár með Davidson háskólanum og var meðal annars valinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar 2019.getty/Lee Coleman Hann veit ekki enn fyrir víst með hverjum hann spilar í sumardeildinni. „Ég þekki tvo í liðinu. Það gætu einhverjir komið úr aðalliðinu, einn til tveir sem spiluðu ekki mikið. Fyrir utan það eru þetta fullt af leikmönnum sem hafa spilað í Evrópu eða eru að koma beint úr háskóla,“ sagði Jón Axel. Hrifnir og í stöðugu sambandi við umboðsmanninn Grindvíkingurinn lék um fjögurra ára skeið með Davidson háskólanum við afar góðan orðstír. Þar vakti hann meðal annars athygli Phoenix. „Þeir fylgdust með mér í Davidson. Ég gat ekki farið á æfingar með þeim í fyrra út af covid þannig ég fór í viðtal hjá þeim á zoom. Þeir voru mjög hrifnir af mér og vildu að ég myndi spila eitt tímabil í Evrópu og svo myndu þeir kalla á mig ef þeir væru hrifnir af því sem þeir sæju. Þeir voru í sambandi við umboðsmanninn minn í allan vetur og alltaf að segja honum hvað þeim fyndist ég þurfa að bæta,“ sagði Jón Axel. Sumardeildin stór gluggi Phoenix vann 51 leik í NBA á síðasta tímabili og komst alla leið í úrslit þar sem liðið tapaði fyrir Milwaukee Bucks, 4-2. Sá árangur gerði boð þeirra enn meira heillandi. Jón Axel í landsleik.FIBA.BASKETBALL „Það ýtti undir spennuna að fara að spila þarna og eiga möguleika á að hjálpa þeim að vinna titil á næsta ári ef maður kemst þangað,“ sagði Jón Axel. „Þótt ég sé að fara spila með Phoenix Suns í sumardeildinni sjá þeir mest af mér á æfingum. Í sumardeildinni eru öll þrjátíu liðin að horfa á þig þannig að það er ekkert öruggt að þú sért að fara að spila fyrir Phoenix Suns þótt þú spilir fyrir þá í sumardeildinni. Þú færð tækifæri til að sýna þig fyrir öllum liðunum.“ Vagg og veltu goðsögnin Jón Axel er hrifinn af leikstíl Phoenix þar sem boltinn er látinn ganga. Hann er sérstaklega mikill aðdáandi leikstjórnanda liðsins, Chris Paul. „Þeir spila mikinn liðsbolta og það er ekki jafn mikið um einn á einn eins og hjá öðrum liðum,“ sagði Jón Axel. Aldni höfðinginn Chris Paul átti hvað stærstan þátt í því að Phoenix Suns komst í úrslit NBA í fyrsta sinn í 28 ár.getty/Ronald Martinez „Leikurinn minn snýst um vagg og veltu [e. pick and roll] og þeir eru með Chris Paul sem er goðsögn í því. Leikurinn þeirra byggir á því sem hentar mér fullkomlega. Svo eru þeir líka með [Devin] Booker og [Deandre] Ayton sem hjálpa líka mikið í vagginu og veltunni.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Grindvíkingurinn mun leika með Phoenix Suns, silfurliði síðasta tímabils, í sumardeildinni sem fer fram í Las Vegas 8.-17. ágúst. Þar fá leikmenn héðan og þaðan tækifæri til að sanna sig og freista þess að komast á samning hjá liði í NBA. Jón Axel segir að Phoenix hafi haft augastað á sér í nokkurn tíma. „Þeir fylgdust með mér í Þýskalandi í allan vetur og hafa verið í sambandi við umboðsmanninn minn. Strax eftir að tímabilið kláraðist sögðust þeir vilja fá mig til að æfa með þeim og spila í sumardeildinni og ég sagði já,“ sagði Jón Axel við Vísi í gær. Hann lék með Fraport Skyliners í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og var þar með 12,3 stig, 3,1 frákast og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í sumar hefur Jón Axel æft í Bandaríkjunum og á föstudaginn fer hann til Phoenix. Sumardeildin hefst svo sunnudaginn 8. ágúst. Jón Axel gat ekki spilað í sumardeildinni í fyrra en ætlar að nýta tækifærið í ár til hins ítrasta.getty/Jürgen Kessler Jón Axel átti að leika í sumardeildinni í fyrra en ekkert varð af henni vegna kórónuveirufaraldursins. Hann var þó ekki komin með lið til að spila fyrir en hafði nokkra möguleika í stöðunni. „Fullt af liðunum voru búin að tala við mig, Golden State Warriors, Miami Heat og fleiri. Ég hefði líka getað farið í önnur lið núna en fannst Phoenix henta mér best, hvernig þeir spila.“ Hefur hafnað tilboðum frá Spáni og Ítalíu Ekki liggur fyrir hvar Jón Axel spilar næsta vetur. Hann hefur hafnað nokkrum evrópskum liðum þar sem þau eru ekki reiðubúin að halda möguleikanum á að hann komist að í NBA opnum. „Ég er búinn að fá fullt af tilboðum frá Evrópu en það eru ekki mörg lið sem eru tilbúin að hafa klásúlu í samningi með NBA. Þau vilja vera viss hvað þau fá og að leikmenn komi. Akkúrat núna einbeiti ég mér að þessu verkefni. Umboðsmaðurinn sendir á mig ef einhver lið í Evrópu vilja fá mig. Ég er búinn að neita 2-3 liðum úr ACB-deildinni [spænska úrvalsdeildinni] og tveimur liðum frá Ítalíu,“ sagði Jón Axel. „Ég ætla að nýta þetta tækifæri, gera mitt besta og ef þetta gengur ekki er ég fullviss um að ég fái eitthvað tilboð frá Evrópu, þótt það sé í september eða október.“ Hvert lið með eitt auka pláss Jón Axel metur líkurnar á að komast á samning hjá NBA-liði meiri nú en oftast áður. Fleiri samningar eru í boði hjá hverju liði en venjulega. „Mestu líkurnar eru örugglega á að komast að í ár. Vanalega eru held ég fimmtán leikmenn á samningi og svo tveir á „two way“ samningi. Þeir æfa þá með NBA-liðinu og spila í G-deildinni. En út af covid ákváðu þeir að hafa þrjá „two way“ samninga þannig að það er eitt auka pláss hjá hverju liði,“ sagði Jón Axel. Jón Axel átti fjögur góð ár með Davidson háskólanum og var meðal annars valinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar 2019.getty/Lee Coleman Hann veit ekki enn fyrir víst með hverjum hann spilar í sumardeildinni. „Ég þekki tvo í liðinu. Það gætu einhverjir komið úr aðalliðinu, einn til tveir sem spiluðu ekki mikið. Fyrir utan það eru þetta fullt af leikmönnum sem hafa spilað í Evrópu eða eru að koma beint úr háskóla,“ sagði Jón Axel. Hrifnir og í stöðugu sambandi við umboðsmanninn Grindvíkingurinn lék um fjögurra ára skeið með Davidson háskólanum við afar góðan orðstír. Þar vakti hann meðal annars athygli Phoenix. „Þeir fylgdust með mér í Davidson. Ég gat ekki farið á æfingar með þeim í fyrra út af covid þannig ég fór í viðtal hjá þeim á zoom. Þeir voru mjög hrifnir af mér og vildu að ég myndi spila eitt tímabil í Evrópu og svo myndu þeir kalla á mig ef þeir væru hrifnir af því sem þeir sæju. Þeir voru í sambandi við umboðsmanninn minn í allan vetur og alltaf að segja honum hvað þeim fyndist ég þurfa að bæta,“ sagði Jón Axel. Sumardeildin stór gluggi Phoenix vann 51 leik í NBA á síðasta tímabili og komst alla leið í úrslit þar sem liðið tapaði fyrir Milwaukee Bucks, 4-2. Sá árangur gerði boð þeirra enn meira heillandi. Jón Axel í landsleik.FIBA.BASKETBALL „Það ýtti undir spennuna að fara að spila þarna og eiga möguleika á að hjálpa þeim að vinna titil á næsta ári ef maður kemst þangað,“ sagði Jón Axel. „Þótt ég sé að fara spila með Phoenix Suns í sumardeildinni sjá þeir mest af mér á æfingum. Í sumardeildinni eru öll þrjátíu liðin að horfa á þig þannig að það er ekkert öruggt að þú sért að fara að spila fyrir Phoenix Suns þótt þú spilir fyrir þá í sumardeildinni. Þú færð tækifæri til að sýna þig fyrir öllum liðunum.“ Vagg og veltu goðsögnin Jón Axel er hrifinn af leikstíl Phoenix þar sem boltinn er látinn ganga. Hann er sérstaklega mikill aðdáandi leikstjórnanda liðsins, Chris Paul. „Þeir spila mikinn liðsbolta og það er ekki jafn mikið um einn á einn eins og hjá öðrum liðum,“ sagði Jón Axel. Aldni höfðinginn Chris Paul átti hvað stærstan þátt í því að Phoenix Suns komst í úrslit NBA í fyrsta sinn í 28 ár.getty/Ronald Martinez „Leikurinn minn snýst um vagg og veltu [e. pick and roll] og þeir eru með Chris Paul sem er goðsögn í því. Leikurinn þeirra byggir á því sem hentar mér fullkomlega. Svo eru þeir líka með [Devin] Booker og [Deandre] Ayton sem hjálpa líka mikið í vagginu og veltunni.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira