Rektor MR sökuð um að tala niður til nemenda og svipta þá öllu frumkvæði Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2021 16:03 Fjölmargir nemendur MR hafa lýst sig samþykka efni greinar Magga en þar kemur fram hörð gagnrýni á Elísabetu rektor sem sökuð er um að tala niður til nemenda. Það vill Elísabet ekki kannast við að sé rétt. Fjöldi nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík hefur lýst yfir óánægju með skólastjórnendur og framgöngu sem þeir telja til þess fallna að drepa allt sem heitir félagslíf í skólanum. Gagnrýnin snýr einkum að Elísabetu Siemsen rektor skólans sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Maggi Snorrason, fráfarandi formaður Framtíðarinnar, annars nemendafélags MR, ritar mikinn pistil inn á Facebook-síðu nemenda þar sem hann gagnrýnir stjórnendur skólans harðlega, einkum rektor. Pistillinn hefur fallið í kramið meðal nemenda og þeir menntskælingar sem Vísir hefur rætt við vilja meina að þar sé sem talað úr þeirra hjarta. Segir rektor hafa klikkað Hann segir að Elísabet tali niður til nemenda og vilji svipta þá öllu frumkvæði. Hann segir að í þessu felist mikil hætta, sú að allt félagslíf í skólanum muni óhjákvæmilega lognast út af. „„Vá, hvað við eigum æðislegan rektor!,“ hefur líklegast enginn nemandi Menntaskólans í Reykjavík sagt síðan haustið 2018.“ Þannig hefst pistill Magga en þar er áréttað að samskipti milli nemenda og stjórnenda skólans þurfi að vera góð ef félagslífið á ekki að lognast út af. Hann rekur dæmi frá öðrum skólum, svo sem Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem má muna sinn fífil fegurri: Maggi hvetur rektor til að hætta beinum afskiptum af félagslífinu, það sé til þess fallið að drepa það í dróma.aðsend „Rektor hefur klikkað þar eins og margir í skólanum hafa reynslu af en ég tel að það hafi mikið með virðingarleysi að gera. Elísabet setur sig í það hlutverk að ala okkur upp og er föst í því hugarfari að við séum of ung til að vita hvað er okkur fyrir bestu svo hún þarf að ákveða fyrir okkur. Þess vegna hlustar hún ekki á okkur þegar við leitum til hennar.“ Maggi segir að nemendur verði að vera óhræddir við að gera kröfur til rektors og tala um sína hagsmunabaráttu opinberlega. „Nú er Elísabet ekki alslæm og hægt að hrósa henni fyrir margt en við eigum ekki að sætta okkur við það slæma. Við eigum heldur að benda á það sem gera má betur og krefjast þess að bætt verði úr þeim.“ „Hættu að reyna að stjórna nemendafélögunum“ Maggi setur við lok greinar sinnar fram kröfur til rektors í fjórum liðum, eftirfarandi: Hættu að reyna að stjórna nemendafélögunum. Þú ert ekki alvaldur þeirra. Leyfðu þeim sem nemendur kusu að sjá alfarið um rekstur þeirra og vertu frekar til staðar til að leiðbeina þeim. Gerð þú þinn þátt í að bæta úr samskiptum við nemendur. Þeir skynja þegar talað er niður til þeirra. Gefðu þér meiri tíma í að hlusta og gefðu þeim sinn tíma til að koma sínu frá sér. Taktu tillit til okkar aldurs. Ekki velja hvort þú komir fram við okkur eins og börn eða fullorðna eftir þinni hentisemi. Leyfðu okkur að gera mistök en virtu okkur eins og fullorðna. Okkar skoðun vegur alveg jafn mikið burt séð frá aldri. Ekki skipta þér of mikið af. Auðvitað er jákvætt að passað sé upp á okkur en við erum samt ekki í MR til að láta ala okkur upp. Við ráðum hvernig við skemmtum okkur. Margir nemenda sammála um torveld samskipti Eins og áður sagði eru viðtöku nemenda við skrifum Magga eindregin og er um það bil 1/3 þeirra sem eru í hópnum, vel á 3. hundrað, gefið til kynna að þeim líki skrifin og taki undir þau. Maggi segist hafa rætt þessi atriði við Elísabetu rektor en án þess að það hafi skilað nokkru. Honum sýnist hún vera í afneitun á stöðuna sem hann telur grafalvarlega, hún hefur tekið ábendingum hans fremur illa. „Já, viðbrögðin sem ég fékk voru þannig að hún vilji trúa að langflestir nemendur séu sáttir við hana. Og erfitt að sýna fram á annað, það var Covid og erfitt að sjá samstöðu nemenda, allir heima. En hún vill trúa því.“ Maggi segist hafa borið skrifin undir flesta þá sem hafa farið fyrir nemendafélögum skólans undanfarin þrjú ár eða svo eða allt frá því að Elísabet tók við. Og þar hafi verið samhljómur hvað reynslu af samskiptum við rektor varðar. Efni greinarinnar kemur rektor í opna skjöldu Elísabet segir blaðamann færa sér fréttir þegar hann rakti efni greinar Magga í hennar eyru. Að efni til komi þetta sér í opna skjöldu meðal annars vegna þess að samskipti þeirra Magga hafi ávallt verið góð. Þá þykir henni skjóta skökku við að hún skuli ávörpuð beint í bréfi sem ekki sé sent til sín. Og hún veltir fyrir sér tilefni skrifanna. Einhver staðar hafi eitthvað skolast til. Efni greinar Magga kemur Elísabetu mjög á óvart. Henni finnst einkennilegt að vera ávörpuð í bréfi sem henni hefur ekki borist.mr „Sendu bréfið á réttan stað og þá verður þér svarað,“ segir Elísabet og telur að hugsanlega hafi eitthvað misfarist í kennslu fyrst Maggi sendi bréfið ekki á réttan stað. Hún segist ekki geta úttalað sig um efni pistilsins, því hann hafi hún ekki séð og sig skorti því forsendur. „Þetta kemur mér á óvart. Ég verð að segja það,“ segir Elísabet sem kannast ekki við að hafa talað niður til nemenda. Innt eftir því hvort Maggi hafi ekki fært einhverja efnisþætti pistilsins í tal við hana kannast hún ekki við það. Hún segir að skólaárið hafi einkennst af Covid og því afar sérstakt. Nemendur hafi ekki getað gert neitt sem venja er til. Og því hafi ekki verið mikið á dagskrá. „Því miður. Og það er afskaplega sorglegt. En sú óánægja sem hann hefur rætt við mig snýst um prókúru á reikingum Framtíðarinnar. En þar erum við bara að framfylgja lögum,“ segir Elísabet sem hafnar því alfarið að hún hafi lagt stein í götu félagslífs nemenda, þvert á móti vilji hún veg þess sem mestan. En slík samskipti af hálfu skólans hafi forvarnar- og félagsmálafulltrúar með höndum. Framhaldsskólar Stjórnsýsla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Maggi Snorrason, fráfarandi formaður Framtíðarinnar, annars nemendafélags MR, ritar mikinn pistil inn á Facebook-síðu nemenda þar sem hann gagnrýnir stjórnendur skólans harðlega, einkum rektor. Pistillinn hefur fallið í kramið meðal nemenda og þeir menntskælingar sem Vísir hefur rætt við vilja meina að þar sé sem talað úr þeirra hjarta. Segir rektor hafa klikkað Hann segir að Elísabet tali niður til nemenda og vilji svipta þá öllu frumkvæði. Hann segir að í þessu felist mikil hætta, sú að allt félagslíf í skólanum muni óhjákvæmilega lognast út af. „„Vá, hvað við eigum æðislegan rektor!,“ hefur líklegast enginn nemandi Menntaskólans í Reykjavík sagt síðan haustið 2018.“ Þannig hefst pistill Magga en þar er áréttað að samskipti milli nemenda og stjórnenda skólans þurfi að vera góð ef félagslífið á ekki að lognast út af. Hann rekur dæmi frá öðrum skólum, svo sem Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem má muna sinn fífil fegurri: Maggi hvetur rektor til að hætta beinum afskiptum af félagslífinu, það sé til þess fallið að drepa það í dróma.aðsend „Rektor hefur klikkað þar eins og margir í skólanum hafa reynslu af en ég tel að það hafi mikið með virðingarleysi að gera. Elísabet setur sig í það hlutverk að ala okkur upp og er föst í því hugarfari að við séum of ung til að vita hvað er okkur fyrir bestu svo hún þarf að ákveða fyrir okkur. Þess vegna hlustar hún ekki á okkur þegar við leitum til hennar.“ Maggi segir að nemendur verði að vera óhræddir við að gera kröfur til rektors og tala um sína hagsmunabaráttu opinberlega. „Nú er Elísabet ekki alslæm og hægt að hrósa henni fyrir margt en við eigum ekki að sætta okkur við það slæma. Við eigum heldur að benda á það sem gera má betur og krefjast þess að bætt verði úr þeim.“ „Hættu að reyna að stjórna nemendafélögunum“ Maggi setur við lok greinar sinnar fram kröfur til rektors í fjórum liðum, eftirfarandi: Hættu að reyna að stjórna nemendafélögunum. Þú ert ekki alvaldur þeirra. Leyfðu þeim sem nemendur kusu að sjá alfarið um rekstur þeirra og vertu frekar til staðar til að leiðbeina þeim. Gerð þú þinn þátt í að bæta úr samskiptum við nemendur. Þeir skynja þegar talað er niður til þeirra. Gefðu þér meiri tíma í að hlusta og gefðu þeim sinn tíma til að koma sínu frá sér. Taktu tillit til okkar aldurs. Ekki velja hvort þú komir fram við okkur eins og börn eða fullorðna eftir þinni hentisemi. Leyfðu okkur að gera mistök en virtu okkur eins og fullorðna. Okkar skoðun vegur alveg jafn mikið burt séð frá aldri. Ekki skipta þér of mikið af. Auðvitað er jákvætt að passað sé upp á okkur en við erum samt ekki í MR til að láta ala okkur upp. Við ráðum hvernig við skemmtum okkur. Margir nemenda sammála um torveld samskipti Eins og áður sagði eru viðtöku nemenda við skrifum Magga eindregin og er um það bil 1/3 þeirra sem eru í hópnum, vel á 3. hundrað, gefið til kynna að þeim líki skrifin og taki undir þau. Maggi segist hafa rætt þessi atriði við Elísabetu rektor en án þess að það hafi skilað nokkru. Honum sýnist hún vera í afneitun á stöðuna sem hann telur grafalvarlega, hún hefur tekið ábendingum hans fremur illa. „Já, viðbrögðin sem ég fékk voru þannig að hún vilji trúa að langflestir nemendur séu sáttir við hana. Og erfitt að sýna fram á annað, það var Covid og erfitt að sjá samstöðu nemenda, allir heima. En hún vill trúa því.“ Maggi segist hafa borið skrifin undir flesta þá sem hafa farið fyrir nemendafélögum skólans undanfarin þrjú ár eða svo eða allt frá því að Elísabet tók við. Og þar hafi verið samhljómur hvað reynslu af samskiptum við rektor varðar. Efni greinarinnar kemur rektor í opna skjöldu Elísabet segir blaðamann færa sér fréttir þegar hann rakti efni greinar Magga í hennar eyru. Að efni til komi þetta sér í opna skjöldu meðal annars vegna þess að samskipti þeirra Magga hafi ávallt verið góð. Þá þykir henni skjóta skökku við að hún skuli ávörpuð beint í bréfi sem ekki sé sent til sín. Og hún veltir fyrir sér tilefni skrifanna. Einhver staðar hafi eitthvað skolast til. Efni greinar Magga kemur Elísabetu mjög á óvart. Henni finnst einkennilegt að vera ávörpuð í bréfi sem henni hefur ekki borist.mr „Sendu bréfið á réttan stað og þá verður þér svarað,“ segir Elísabet og telur að hugsanlega hafi eitthvað misfarist í kennslu fyrst Maggi sendi bréfið ekki á réttan stað. Hún segist ekki geta úttalað sig um efni pistilsins, því hann hafi hún ekki séð og sig skorti því forsendur. „Þetta kemur mér á óvart. Ég verð að segja það,“ segir Elísabet sem kannast ekki við að hafa talað niður til nemenda. Innt eftir því hvort Maggi hafi ekki fært einhverja efnisþætti pistilsins í tal við hana kannast hún ekki við það. Hún segir að skólaárið hafi einkennst af Covid og því afar sérstakt. Nemendur hafi ekki getað gert neitt sem venja er til. Og því hafi ekki verið mikið á dagskrá. „Því miður. Og það er afskaplega sorglegt. En sú óánægja sem hann hefur rætt við mig snýst um prókúru á reikingum Framtíðarinnar. En þar erum við bara að framfylgja lögum,“ segir Elísabet sem hafnar því alfarið að hún hafi lagt stein í götu félagslífs nemenda, þvert á móti vilji hún veg þess sem mestan. En slík samskipti af hálfu skólans hafi forvarnar- og félagsmálafulltrúar með höndum.
Framhaldsskólar Stjórnsýsla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira