„Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 16:40 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. Stóra spurningin sem Íslendingar standi frammi fyrir núna sé hvernig veikindi þeirra sem smitaðir eru af Covid-19 muni þróast á næstu vikum. „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum í nokkra daga áður en við tökum ákvörðun,“ segir Kári í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Klippa: Ólíklegt að sams konar aðgerðir séu rökréttar nú og áður Kári hefur í gegnum faraldurinn jafnan verið talsmaður umfangsmikilla sóttvarnaráðstafana þegar nauðsyn hefur borið til. Eftir bólusetningar er þessi nauðsyn þó annars eðlis að hans mati. Hann vill slá hring utan um viðkvæma hópa á þessari stundu, en bíða með almennar aðgerðir á meðan ekki liggur fyrir að veikindin geti orðið töluverð hjá bólusettum. „Ef þeir sem eru bólusettir lasnast mjög lítið, hljótum við að miða okkar aðgerðir við það. Ef það er munur á þeim eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, höldum við áfram að vera varkár í umgengni við þessa hópa, en það er mjög ólíklegt að það sé rökrétt að grípa til sams konar aðgerða eins og við gripum til þegar allir voru veikir fyrir þessari veiru og enginn bólusettur,“ segir Kári. „Þeir aðilar sem tala núna eins og við séum komin með endanlegt svar er fólkið sem hélt því fram að við ættum ekki að vera að grípa til þessara aðgerða í fyrra. Þetta eru sömu raddirnar, raddir sem hafa heyrst svolítið innan úr stjórnarandstöðunni undanfarna daga, sem halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki stefnu í þessum faraldursmálum. En staðreyndin er sú að eina stefnan sem getur talist skynsamleg er ósköp einfaldlega að lesa gögnin á hverjum degi og bregðast við þeim gögnum sem við sjáum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Stóra spurningin sem Íslendingar standi frammi fyrir núna sé hvernig veikindi þeirra sem smitaðir eru af Covid-19 muni þróast á næstu vikum. „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum í nokkra daga áður en við tökum ákvörðun,“ segir Kári í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Klippa: Ólíklegt að sams konar aðgerðir séu rökréttar nú og áður Kári hefur í gegnum faraldurinn jafnan verið talsmaður umfangsmikilla sóttvarnaráðstafana þegar nauðsyn hefur borið til. Eftir bólusetningar er þessi nauðsyn þó annars eðlis að hans mati. Hann vill slá hring utan um viðkvæma hópa á þessari stundu, en bíða með almennar aðgerðir á meðan ekki liggur fyrir að veikindin geti orðið töluverð hjá bólusettum. „Ef þeir sem eru bólusettir lasnast mjög lítið, hljótum við að miða okkar aðgerðir við það. Ef það er munur á þeim eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, höldum við áfram að vera varkár í umgengni við þessa hópa, en það er mjög ólíklegt að það sé rökrétt að grípa til sams konar aðgerða eins og við gripum til þegar allir voru veikir fyrir þessari veiru og enginn bólusettur,“ segir Kári. „Þeir aðilar sem tala núna eins og við séum komin með endanlegt svar er fólkið sem hélt því fram að við ættum ekki að vera að grípa til þessara aðgerða í fyrra. Þetta eru sömu raddirnar, raddir sem hafa heyrst svolítið innan úr stjórnarandstöðunni undanfarna daga, sem halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki stefnu í þessum faraldursmálum. En staðreyndin er sú að eina stefnan sem getur talist skynsamleg er ósköp einfaldlega að lesa gögnin á hverjum degi og bregðast við þeim gögnum sem við sjáum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira