„Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 16:40 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. Stóra spurningin sem Íslendingar standi frammi fyrir núna sé hvernig veikindi þeirra sem smitaðir eru af Covid-19 muni þróast á næstu vikum. „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum í nokkra daga áður en við tökum ákvörðun,“ segir Kári í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Klippa: Ólíklegt að sams konar aðgerðir séu rökréttar nú og áður Kári hefur í gegnum faraldurinn jafnan verið talsmaður umfangsmikilla sóttvarnaráðstafana þegar nauðsyn hefur borið til. Eftir bólusetningar er þessi nauðsyn þó annars eðlis að hans mati. Hann vill slá hring utan um viðkvæma hópa á þessari stundu, en bíða með almennar aðgerðir á meðan ekki liggur fyrir að veikindin geti orðið töluverð hjá bólusettum. „Ef þeir sem eru bólusettir lasnast mjög lítið, hljótum við að miða okkar aðgerðir við það. Ef það er munur á þeim eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, höldum við áfram að vera varkár í umgengni við þessa hópa, en það er mjög ólíklegt að það sé rökrétt að grípa til sams konar aðgerða eins og við gripum til þegar allir voru veikir fyrir þessari veiru og enginn bólusettur,“ segir Kári. „Þeir aðilar sem tala núna eins og við séum komin með endanlegt svar er fólkið sem hélt því fram að við ættum ekki að vera að grípa til þessara aðgerða í fyrra. Þetta eru sömu raddirnar, raddir sem hafa heyrst svolítið innan úr stjórnarandstöðunni undanfarna daga, sem halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki stefnu í þessum faraldursmálum. En staðreyndin er sú að eina stefnan sem getur talist skynsamleg er ósköp einfaldlega að lesa gögnin á hverjum degi og bregðast við þeim gögnum sem við sjáum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Stóra spurningin sem Íslendingar standi frammi fyrir núna sé hvernig veikindi þeirra sem smitaðir eru af Covid-19 muni þróast á næstu vikum. „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum í nokkra daga áður en við tökum ákvörðun,“ segir Kári í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Klippa: Ólíklegt að sams konar aðgerðir séu rökréttar nú og áður Kári hefur í gegnum faraldurinn jafnan verið talsmaður umfangsmikilla sóttvarnaráðstafana þegar nauðsyn hefur borið til. Eftir bólusetningar er þessi nauðsyn þó annars eðlis að hans mati. Hann vill slá hring utan um viðkvæma hópa á þessari stundu, en bíða með almennar aðgerðir á meðan ekki liggur fyrir að veikindin geti orðið töluverð hjá bólusettum. „Ef þeir sem eru bólusettir lasnast mjög lítið, hljótum við að miða okkar aðgerðir við það. Ef það er munur á þeim eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, höldum við áfram að vera varkár í umgengni við þessa hópa, en það er mjög ólíklegt að það sé rökrétt að grípa til sams konar aðgerða eins og við gripum til þegar allir voru veikir fyrir þessari veiru og enginn bólusettur,“ segir Kári. „Þeir aðilar sem tala núna eins og við séum komin með endanlegt svar er fólkið sem hélt því fram að við ættum ekki að vera að grípa til þessara aðgerða í fyrra. Þetta eru sömu raddirnar, raddir sem hafa heyrst svolítið innan úr stjórnarandstöðunni undanfarna daga, sem halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki stefnu í þessum faraldursmálum. En staðreyndin er sú að eina stefnan sem getur talist skynsamleg er ósköp einfaldlega að lesa gögnin á hverjum degi og bregðast við þeim gögnum sem við sjáum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira