Phelps styður Biles: Í lagi að vera ekki í lagi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 11:30 Simone Biles og stöllur hennar í bandaríska liðinu urðu að sætta sig við silfur í liðakeppninni í gær. getty/Mustafa Yalcin Sigursælasti keppandi í sögu Ólympíuleikanna, Michael Phelps, styður ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles um að draga sig úr keppni í úrslitum fjölþrautarinnar á leikunum í Tókýó. Biles dró sig úr leik eftir eina grein í liðakeppninni í gær vegna andlegs álags. Hún hefur nú ákveðið að draga sig úr keppni í fjölþrautinni sem fer fram á morgun. Ekki er útilokað að hún keppi í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Phelps, sem vann 23 Ólympíugull í sundi á sínum tíma, segist skilja ákvörðun Biles. „Ólympíuleikarnir eru yfirþyrmandi. Það eru miklar tilfinningar í spilunum og þetta kramdi hjartað í mér. En ef þú horfir á þetta, margir hafa rætt um andlega heilsu undanfarna átján mánuði,“ sagði Phelps. Fyrir nokkrum árum greindi Phelps frá glímu sinni við þunglyndi og að hann hafi íhugað sjálfsmorð eftir Ólympíuleikana 2012. „Við erum mennsk, ekki satt? Enginn er fullkominn og það er í lagi að vera ekki í lagi. Það er í lagi að fara upp og niður og vera í andlegum rússíbana. Það mikilvægasta er samt að við þurfum öll að biðja um hjálp þegar við göngum í gegnum svona erfiðleika. Það var mjög krefjandi fyrir mig. Mér reyndist erfitt að biðja um hjálp. Eins og Simone sagði fannst mér ég vera með heiminn á herðunum. Þetta er erfið staða,“ sagði Phelps. Michael Phelps vann 28 verðlaun á Ólympíuleikum, þar af 23 gull.getty/Adam Pretty „Við þurfum einhvern sem við getum treyst. Einhvern sem getur leyft okkur að vera við sjálf og hlustað. Leyft okkur að vera varnarlaus. Einhver sem ætlar ekki að reyna að laga okkur. Við berum þungar byrðar sem er krefjandi, sérstaklega þegar kastljósið beinist að okkur og væntingarnar eru miklar.“ Phelps vonast til að skrefið sem Biles hjálpi öðru íþróttafólki og opni umræðuna um andlega heilsu enn frekar. „Vonandi er þetta tækifæri fyrir okkur að stökkva um borð og opna þetta enn meira. Þetta er svo miklu stærra en okkur grunar. Þegar ég hóf þessa vegferð fyrir fimm árum vissi ég að þetta væri stórt og krefjandi. Fimm árum síðar er þetta enn stærra en mig óraði fyrir. Svo þetta tekur langan tíma, útheimtir mikla vinnu og fólk er tilbúið að hjálpa. Ef við hugum ekki að bæði andlegri og líkamlegri heilsu hvernig eigum við að vera hundrað prósent?“ sagði Phelps. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Biles dró sig úr leik eftir eina grein í liðakeppninni í gær vegna andlegs álags. Hún hefur nú ákveðið að draga sig úr keppni í fjölþrautinni sem fer fram á morgun. Ekki er útilokað að hún keppi í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Phelps, sem vann 23 Ólympíugull í sundi á sínum tíma, segist skilja ákvörðun Biles. „Ólympíuleikarnir eru yfirþyrmandi. Það eru miklar tilfinningar í spilunum og þetta kramdi hjartað í mér. En ef þú horfir á þetta, margir hafa rætt um andlega heilsu undanfarna átján mánuði,“ sagði Phelps. Fyrir nokkrum árum greindi Phelps frá glímu sinni við þunglyndi og að hann hafi íhugað sjálfsmorð eftir Ólympíuleikana 2012. „Við erum mennsk, ekki satt? Enginn er fullkominn og það er í lagi að vera ekki í lagi. Það er í lagi að fara upp og niður og vera í andlegum rússíbana. Það mikilvægasta er samt að við þurfum öll að biðja um hjálp þegar við göngum í gegnum svona erfiðleika. Það var mjög krefjandi fyrir mig. Mér reyndist erfitt að biðja um hjálp. Eins og Simone sagði fannst mér ég vera með heiminn á herðunum. Þetta er erfið staða,“ sagði Phelps. Michael Phelps vann 28 verðlaun á Ólympíuleikum, þar af 23 gull.getty/Adam Pretty „Við þurfum einhvern sem við getum treyst. Einhvern sem getur leyft okkur að vera við sjálf og hlustað. Leyft okkur að vera varnarlaus. Einhver sem ætlar ekki að reyna að laga okkur. Við berum þungar byrðar sem er krefjandi, sérstaklega þegar kastljósið beinist að okkur og væntingarnar eru miklar.“ Phelps vonast til að skrefið sem Biles hjálpi öðru íþróttafólki og opni umræðuna um andlega heilsu enn frekar. „Vonandi er þetta tækifæri fyrir okkur að stökkva um borð og opna þetta enn meira. Þetta er svo miklu stærra en okkur grunar. Þegar ég hóf þessa vegferð fyrir fimm árum vissi ég að þetta væri stórt og krefjandi. Fimm árum síðar er þetta enn stærra en mig óraði fyrir. Svo þetta tekur langan tíma, útheimtir mikla vinnu og fólk er tilbúið að hjálpa. Ef við hugum ekki að bæði andlegri og líkamlegri heilsu hvernig eigum við að vera hundrað prósent?“ sagði Phelps.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira