Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2021 11:12 Enginn kemst um borð hjá Play á neikvæðs prófs. Arnar Halldórsson Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. Í tilkynningu frá Play segir að ákvörðunin sé tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi 27. júlí og kveður á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands. „Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að Play hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með Covid-19. Þetta er tímabundin ráðstöfun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Gildir líka um Íslendinga þrátt fyrir undanþágu í reglugerð Í reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna Covid-19 í millilandaflugi segir að flugrekendum sé skylt að kanna hvort farþegar séu með vottorð upp á neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir kórónuveirunni. Tekið er fram að skyldan eigi ekki við farþega sem eru íslenskir ríkisborgarar. Play hefur samt sem áður ákveðið að krefja alla farþega um vottorð um neikvæða niðustöðu skimunar. „Þetta er bara fortakslaust hjá okkur núna, þú ferð ekki um borð hjá okkur nema að framvísa vottorði um neikvætt próf,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við Vísi. Í tilkynningunni segir að með þessari tilhögun sé Play ekki að bera brigður á rétt Íslendinga til að snúa til síns heima heldur þurfa þeir, sem ekki uppfylla reglur stjórnvalda, að sæta tímabundinni röskun í ljósi aðstæðna. Þá er ákvörðunin tekin í samræmi við skilmála Play þar sem meðal annars er kveðið á um heimild félagsins til að neita að fljúga með farþega sé það nauðsynlegt til að framfylgja lögum, reglugerðum eða tilmælum stjórnvalda eða til að tryggja öryggi annarra. Jafnframt er það mat Play að ef flugrekandi framfylgir ekki reglum stjórnvalda, með því að hleypa fólki sem ekki framvísar Covid-19 prófi á flugvelli um borð í flug til landsins, missi reglurnar marks. Samkvæmt reglugerðinni þurfa þeir sem eru óbólusettir að framvísa niðurstöðu úr PCR prófi en bólusettum og fólki með fyrri sýkingu dugar að framvísa niðurstöðu svokallaðs antigen hraðprófs. Þeir sem ekki hlýða fá nýtt flug á kostnað Play Play mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi. Samkvæmt upplýsingum frá Play er einungis flogið frá Barcelona á fimm daga fresti. Því gætu farþegar félagsins lent í því að sitja fastir í Barcelona í fimm daga, framvísi þeir ekki neikvæðu prófi við innritun. Flug frá öðrum áfangastöðum félagsins eru tíðari og kyrrseta því styttri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Ferðalög Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Í tilkynningu frá Play segir að ákvörðunin sé tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi 27. júlí og kveður á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands. „Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að Play hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með Covid-19. Þetta er tímabundin ráðstöfun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Gildir líka um Íslendinga þrátt fyrir undanþágu í reglugerð Í reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna Covid-19 í millilandaflugi segir að flugrekendum sé skylt að kanna hvort farþegar séu með vottorð upp á neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir kórónuveirunni. Tekið er fram að skyldan eigi ekki við farþega sem eru íslenskir ríkisborgarar. Play hefur samt sem áður ákveðið að krefja alla farþega um vottorð um neikvæða niðustöðu skimunar. „Þetta er bara fortakslaust hjá okkur núna, þú ferð ekki um borð hjá okkur nema að framvísa vottorði um neikvætt próf,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við Vísi. Í tilkynningunni segir að með þessari tilhögun sé Play ekki að bera brigður á rétt Íslendinga til að snúa til síns heima heldur þurfa þeir, sem ekki uppfylla reglur stjórnvalda, að sæta tímabundinni röskun í ljósi aðstæðna. Þá er ákvörðunin tekin í samræmi við skilmála Play þar sem meðal annars er kveðið á um heimild félagsins til að neita að fljúga með farþega sé það nauðsynlegt til að framfylgja lögum, reglugerðum eða tilmælum stjórnvalda eða til að tryggja öryggi annarra. Jafnframt er það mat Play að ef flugrekandi framfylgir ekki reglum stjórnvalda, með því að hleypa fólki sem ekki framvísar Covid-19 prófi á flugvelli um borð í flug til landsins, missi reglurnar marks. Samkvæmt reglugerðinni þurfa þeir sem eru óbólusettir að framvísa niðurstöðu úr PCR prófi en bólusettum og fólki með fyrri sýkingu dugar að framvísa niðurstöðu svokallaðs antigen hraðprófs. Þeir sem ekki hlýða fá nýtt flug á kostnað Play Play mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi. Samkvæmt upplýsingum frá Play er einungis flogið frá Barcelona á fimm daga fresti. Því gætu farþegar félagsins lent í því að sitja fastir í Barcelona í fimm daga, framvísi þeir ekki neikvæðu prófi við innritun. Flug frá öðrum áfangastöðum félagsins eru tíðari og kyrrseta því styttri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Ferðalög Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira