Leikarinn er þekktastur fyrir leik sinn á aðalpersónu þáttanna, lögfræðingnum Saul, en þættirnir eru sjálfstætt framhald af þáttunum Breaking Bad, sem nutu gífurlegra vinsælda fyrir um áratug síðan.
Ekki er vitað hvað amar að leikaranum en að sögn erlendra fjölmiðla hneig hann niður í tökum og hlaut aðhlynningu frá fólki á staðnum. Hann var síðan fluttur með sjúkrabíl á spítala.
Odenkirk hefur fengið tilnefningar til fernra Emmy-verðlauna og einna Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum.
Áður hefur hann unnið tvenn Emmy-verðlaun fyrir handritaskrif og framleiðslu.
Tökur standa nú yfir á sjöttu seríu Better Call Saul, sem á að verða síðasta sería þáttanna.
Hér má sjá stiklu fyrir seríu fimm af þáttunum: