Björgvin Karl náði sjötta sætinu í mjög krefjandi fyrstu grein á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 15:35 Allir keppendur fóru af stað á sama tíma, karlarnir voru með bláar sundhettur en konurnar bleikar. Instagram/@crossfitgames Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir náðu bestum árangri íslenska CrossFit fólksins í opnunargrein heimsleikanna í CrossFit sem fóru af stað í dag en framundan eru þrjár greinar í viðbót áður en fyrsti dagurinn er úti. Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástalíu, byrjar keppnina þar sem hún hefur endað undanfarin ár. Hún vann fyrstu grein og er því þegar komin í forystu. Finninn Jonne Koski vann aftur á móti mjög öruggan sigur hjá körlunum. Eins og áður er upphafsgrein heimsleikanna allt öðruvísi en aðrar greinar á leikunum og það breyttist ekki í ár. Keppendur þurftu að synda í 1600 metra (með sundblöðkum) og fara síðan á kajak í meira en þrjá kílómetra og allt á opnu vatni við Madison. Allir áttatíu keppendur í karla- og kvennaflokki byrjuðu á sama tíma og það var því mikil örtröð í byrjun keppninnar. Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig vel mjög og náði sjötta sætinu hjá körlunum sem er mjög gott hjá okkar manni í grein sem er afar erfitt að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig líka vel og náði þrettánda sætinu hjá konunum. Hún græddi örugglega á því að hafa geta æft útisundið þar sem hún er búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist Þórisdóttir náði átjánda sætinu og varð næstbest af íslensku stelpunum en Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sætinu. Finninn Jonne Koski stakk af frá byrjun í sundinu enda frábær sundmaður. Hann gaf heldur ekkert eftir þegar hann var kominn í kajakinn og vann með miklum yfirburðum. Koski kláraði allt saman á einni klukkustund, sex mínútum og 44 sekúndum sem er frábær tími. Annar var Serbinn Lazar Dukic sem var líka mjög sannfærandi á kajakanum. Kanadamaðurinn Alex Vigneault varð síðan þriðji. Amanda Barnhart var fljótust að synda en gekk ekki vel á kajakanum og var fljót að missa forystuna til Kristi Eramo O'Connell og Emmu Tall. Tia-Clair Toomey var ekki langt á eftir í sundinu og stóð sig síðan frábærlega þegar hún var kominn í kajakinn. Toomey varð fyrst kvenna og kláraði á einni klukktímum tíu mínútum og 50 sekúndum og vann sína 25. grein á heim. Hún varð rétt á undan Eramo O'Connell eftir mikinn endasprett. Staðan hjá körlunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Jonne Koski 100 stig 2. Lazar Dukic 97 stig 3. Rogelio Gamboa 94 stig 4. Brandon Luckett 91 stig 5. Justin Medeiros 88 stig 6. Björgvin Karl Guðmundsson 85 stig - Staðan hjá konunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 100 stig 2. Kristi Eramo O'Connell 97 stig 3. Emma Tall 94 stig 4. Emily Rolfe 91 stig 5. Haley Adams 88 stig 6. Emma Cary 85 stig 13. Katrín Tanja Davíðsdóttir 64 stig 18. Anníe Mist Þórisdóttir 49 stig 25. Þuríður Erla Helgadóttir 32 stig CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á kylfusveini Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sjá meira
Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástalíu, byrjar keppnina þar sem hún hefur endað undanfarin ár. Hún vann fyrstu grein og er því þegar komin í forystu. Finninn Jonne Koski vann aftur á móti mjög öruggan sigur hjá körlunum. Eins og áður er upphafsgrein heimsleikanna allt öðruvísi en aðrar greinar á leikunum og það breyttist ekki í ár. Keppendur þurftu að synda í 1600 metra (með sundblöðkum) og fara síðan á kajak í meira en þrjá kílómetra og allt á opnu vatni við Madison. Allir áttatíu keppendur í karla- og kvennaflokki byrjuðu á sama tíma og það var því mikil örtröð í byrjun keppninnar. Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig vel mjög og náði sjötta sætinu hjá körlunum sem er mjög gott hjá okkar manni í grein sem er afar erfitt að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig líka vel og náði þrettánda sætinu hjá konunum. Hún græddi örugglega á því að hafa geta æft útisundið þar sem hún er búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist Þórisdóttir náði átjánda sætinu og varð næstbest af íslensku stelpunum en Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sætinu. Finninn Jonne Koski stakk af frá byrjun í sundinu enda frábær sundmaður. Hann gaf heldur ekkert eftir þegar hann var kominn í kajakinn og vann með miklum yfirburðum. Koski kláraði allt saman á einni klukkustund, sex mínútum og 44 sekúndum sem er frábær tími. Annar var Serbinn Lazar Dukic sem var líka mjög sannfærandi á kajakanum. Kanadamaðurinn Alex Vigneault varð síðan þriðji. Amanda Barnhart var fljótust að synda en gekk ekki vel á kajakanum og var fljót að missa forystuna til Kristi Eramo O'Connell og Emmu Tall. Tia-Clair Toomey var ekki langt á eftir í sundinu og stóð sig síðan frábærlega þegar hún var kominn í kajakinn. Toomey varð fyrst kvenna og kláraði á einni klukktímum tíu mínútum og 50 sekúndum og vann sína 25. grein á heim. Hún varð rétt á undan Eramo O'Connell eftir mikinn endasprett. Staðan hjá körlunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Jonne Koski 100 stig 2. Lazar Dukic 97 stig 3. Rogelio Gamboa 94 stig 4. Brandon Luckett 91 stig 5. Justin Medeiros 88 stig 6. Björgvin Karl Guðmundsson 85 stig - Staðan hjá konunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 100 stig 2. Kristi Eramo O'Connell 97 stig 3. Emma Tall 94 stig 4. Emily Rolfe 91 stig 5. Haley Adams 88 stig 6. Emma Cary 85 stig 13. Katrín Tanja Davíðsdóttir 64 stig 18. Anníe Mist Þórisdóttir 49 stig 25. Þuríður Erla Helgadóttir 32 stig
Staðan hjá körlunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Jonne Koski 100 stig 2. Lazar Dukic 97 stig 3. Rogelio Gamboa 94 stig 4. Brandon Luckett 91 stig 5. Justin Medeiros 88 stig 6. Björgvin Karl Guðmundsson 85 stig - Staðan hjá konunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 100 stig 2. Kristi Eramo O'Connell 97 stig 3. Emma Tall 94 stig 4. Emily Rolfe 91 stig 5. Haley Adams 88 stig 6. Emma Cary 85 stig 13. Katrín Tanja Davíðsdóttir 64 stig 18. Anníe Mist Þórisdóttir 49 stig 25. Þuríður Erla Helgadóttir 32 stig
CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á kylfusveini Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sjá meira