Víkingur tekur sæti Kríu í Olís-deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 15:43 Víkingur hefur flakkað milli efstu og næstefstu deildar síðasta aldarfjórðunginn. víkingur Víkingur hefur ákveðið að taka sæti Kríu í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni síðasta vor en sá sér svo ekki fært að taka sætið vegna aðstöðuleysis. Víkingar fengu því boð um að taka sæti í Olís-deildinni sem þeir þáðu. Þótt Víkingar geri sér grein fyrir að róðurinn verði þungur næsta vetur stefna þeir hátt. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á,“ segir Björn Einarsson, formaður aðalstjórnar Víkings, í fréttatilkynningu frá félaginu. „Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag.“ Berserkir, venslalið Víkings, mun taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Víkingar enduðu í 2. sæti hennar á síðasta tímabili. Víkingur lék síðast í Olís-deildinni tímabilið 2017-18 en þá tók liðið sæti KR sem gaf það frá sér. Víkingur endaði í tólfta og neðsta sæti Olís-deildarinnar og féll. Fréttatilkynning Víkings Víkingur í Olísdeildina næsta vetur! Víkingar hafa formlega þegið boð HSÍ um sæti í Olísdeildinni næsta vetur. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á. Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag. Samhliða þessu þá mun venslalið Víkings, Berserkir væntanlega taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Það er mjög mikilvægt svo unnt sé að veita ungum leikmönnum Víkings öflugan vettvang til að öðlast keppnisreynslu í sterkri deild og viðhalda eðlilegri endurnýjun í meistaraflokk Víkings. Fyrirvarinn er lítill en við treystum á að ná að þétta raðirnar bæði innan liðsins sem og í umgjörðinni enda slær Víkingshjartað sterkt ansi víða. Þjálfarar hafa teiknað upp sterkt plan svo nú er bara að vinna í fjármögnun ásamt því að kalla inn og bjóða alla sem vilja velkomna með í ævintýrið,“ segir Björn Einarsson formaður aðalstjórnar Víkings. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Kría Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni síðasta vor en sá sér svo ekki fært að taka sætið vegna aðstöðuleysis. Víkingar fengu því boð um að taka sæti í Olís-deildinni sem þeir þáðu. Þótt Víkingar geri sér grein fyrir að róðurinn verði þungur næsta vetur stefna þeir hátt. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á,“ segir Björn Einarsson, formaður aðalstjórnar Víkings, í fréttatilkynningu frá félaginu. „Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag.“ Berserkir, venslalið Víkings, mun taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Víkingar enduðu í 2. sæti hennar á síðasta tímabili. Víkingur lék síðast í Olís-deildinni tímabilið 2017-18 en þá tók liðið sæti KR sem gaf það frá sér. Víkingur endaði í tólfta og neðsta sæti Olís-deildarinnar og féll. Fréttatilkynning Víkings Víkingur í Olísdeildina næsta vetur! Víkingar hafa formlega þegið boð HSÍ um sæti í Olísdeildinni næsta vetur. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á. Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag. Samhliða þessu þá mun venslalið Víkings, Berserkir væntanlega taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Það er mjög mikilvægt svo unnt sé að veita ungum leikmönnum Víkings öflugan vettvang til að öðlast keppnisreynslu í sterkri deild og viðhalda eðlilegri endurnýjun í meistaraflokk Víkings. Fyrirvarinn er lítill en við treystum á að ná að þétta raðirnar bæði innan liðsins sem og í umgjörðinni enda slær Víkingshjartað sterkt ansi víða. Þjálfarar hafa teiknað upp sterkt plan svo nú er bara að vinna í fjármögnun ásamt því að kalla inn og bjóða alla sem vilja velkomna með í ævintýrið,“ segir Björn Einarsson formaður aðalstjórnar Víkings. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Víkingur í Olísdeildina næsta vetur! Víkingar hafa formlega þegið boð HSÍ um sæti í Olísdeildinni næsta vetur. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á. Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag. Samhliða þessu þá mun venslalið Víkings, Berserkir væntanlega taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Það er mjög mikilvægt svo unnt sé að veita ungum leikmönnum Víkings öflugan vettvang til að öðlast keppnisreynslu í sterkri deild og viðhalda eðlilegri endurnýjun í meistaraflokk Víkings. Fyrirvarinn er lítill en við treystum á að ná að þétta raðirnar bæði innan liðsins sem og í umgjörðinni enda slær Víkingshjartað sterkt ansi víða. Þjálfarar hafa teiknað upp sterkt plan svo nú er bara að vinna í fjármögnun ásamt því að kalla inn og bjóða alla sem vilja velkomna með í ævintýrið,“ segir Björn Einarsson formaður aðalstjórnar Víkings.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Kría Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira