Lífið

X Factor búið að vera eftir 17 ára göngu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Simon Cowell á höfundarréttinn að þáttunum og er sagður vilja binda endi á þá.
Simon Cowell á höfundarréttinn að þáttunum og er sagður vilja binda endi á þá. Getty/Danny Martindale

Raunveruleikaþættirnir X Factor eru búnir að vera eftir 17 ára göngu. Sjónvarpsmaðurinn Simon Cowell, sem hefur verið dómari í þáttunum frá upphafi er sagður hafa ákveðið að seríurnar verði ekki fleiri.

Breski slúðurmiðillinn Daily Mail segir frá þessu. Cowell á höfundaréttin að þáttunum en samkvæmt Daily Mail vill Cowell binda endi á þættina núna áður en þeir verði að athlægi.

„Alþjóðlega er X Factor enn undur og rakar inn miklum peningum en á Bretlandi eru þeir orðnir dáldið þreyttir,“ er haft eftir starfsmenni þáttanna í frétt The Sun.

Enn hefur þetta ekki fengist staðfest hjá framleiðendum þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.