Innlent

Minni­hluti starfs­manna Mennta­mála­stofnunar ber traust til for­­stjórans

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Arnór Guðmundsson er forstjóri Menntamálastofnunar.
Arnór Guðmundsson er forstjóri Menntamálastofnunar. Vísir/Vilhelm

Mikil óánægja er meðal starfsmanna Menntamálastofnunar ef marka má könnun sem gerð var innan stofnunarinnar í vor.

Fréttablaðið fjallar um málið en í könnuninni segjast þrettán prósent starfsmanna hafa orðið fyrir einelti í starfi og 25 prósent starfsmanna segjast hafa orðið vitni að því að aðrir starfsmenn hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum.

Það var mennta- og menningarmálaráðuneytið sem lét framkvæma könnunina en þar kemur einnig fram að 61 prósent starfsmanna stofnunarinnar ber ekki traust til forstjóra MMS, Arnórs Guðmundssonar, og sama hlutfall ber heldur ekki traust til yfirstjórnar stofnunarinnar.

Svarhlutfall starfsmanna var afar gott, eða 98 prósent.

Ennfremur hefur blaðið heimildir fyrir því að þrír starfsmenn hafi sagt upp vegna ástandsins. Ástæður þess séu stjórnunarvandi, stefnuleysi, hentileikastefna, skortur á yfirsýn yfir verkefni og fjármál og eineltistilburðir forstjórans.

Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, staðfestir við blaðið að málið sé í ferli í samstarfi við ráðuneytið en vill ekki tjá sig nánar um það að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×