Hafnar því alfarið að hafa verið með óspektir við bólusetningaröðina Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2021 16:53 Lögreglan fjarlægir Sólveigu Lilju af vettvangi fyrr í dag. Sólveig Lilja segir að hinar svokölluðu bólusetningar séu tilraun sem verið er að gera á mannkyni. skjáskot af myndbandsupptöku RÚV Lögregla var í morgun kölluð til vegna mótmæla konu við Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut því að verið væri að bólusetja þungaðar konur. Sú kona heitir Sólveig Lilja Óskarsdóttir og hún segir enga kæru liggja fyrir á hendur sér. Vísir greindi frá handtökunni fyrr í dag en RÚV birti myndbandsupptöku af mótmælum Sólveigar Lilju og svo handtöku. Hún hefur verið látin laus og var í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem hún fullyrðir meðal annars að um sé að ræða tilraunir og þessar „svokölluðu“ bólusetningar séu að valda æxlunarfærum kvenna skaða. Hún segist hafa viljað koma þeim skilaboðum á framfæri við þær þunguðu konur sem voru að fara í bólusetningu. Sólveig Lilja hafnar því að hafa verið með óspektir. Hún sé friðarsinni og það sé ekki satt sem fram hafi komið að fyrir liggi kæra á hendur sér. Svo er ekki. Hún segir það ósatt sem fram hefur komið í fréttum: „Að ég hafi látið öllum illum látum og ófrískar konur hafi farið að gráta og óttast mig,“ segir Sólveig Lilja. Sú var ekki hennar upplifun og það sem meira er, hún hafi tekið atburðinn upp á myndband og geti fært fyrir því sönnur. Sólveig Lilja var spurð nánar út í þetta atriði, svo virtist á óklipptu myndskeiðinu að þarna hafi verið um talsverð læti að ræða. „Það var veist að mér og ég þurfti að verja mig. Já, lögreglan kom og tók mig, en ekki fyrir að hafa hátt á staðnum. Ég fékk enga kæru á mig og var sett inn á lögreglubíl og þegar ég neitaði að vera með grímu var sett á mig handjárn og sett á mig grímu. Grímur gera ekkert gagn. Veirur og bakteríur eru það litlar að þær fara þar í gegn,“ segir Sólveig Lilja sem vill meina að þöggun ríki um málið og erfitt sé að nálgast hinar réttu upplýsingar um hvernig í pottinn er búið. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Lilju hér neðar. Klippa: Reykjavík síðdegis - Sólveig Lilja Óskarsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Vísir greindi frá handtökunni fyrr í dag en RÚV birti myndbandsupptöku af mótmælum Sólveigar Lilju og svo handtöku. Hún hefur verið látin laus og var í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem hún fullyrðir meðal annars að um sé að ræða tilraunir og þessar „svokölluðu“ bólusetningar séu að valda æxlunarfærum kvenna skaða. Hún segist hafa viljað koma þeim skilaboðum á framfæri við þær þunguðu konur sem voru að fara í bólusetningu. Sólveig Lilja hafnar því að hafa verið með óspektir. Hún sé friðarsinni og það sé ekki satt sem fram hafi komið að fyrir liggi kæra á hendur sér. Svo er ekki. Hún segir það ósatt sem fram hefur komið í fréttum: „Að ég hafi látið öllum illum látum og ófrískar konur hafi farið að gráta og óttast mig,“ segir Sólveig Lilja. Sú var ekki hennar upplifun og það sem meira er, hún hafi tekið atburðinn upp á myndband og geti fært fyrir því sönnur. Sólveig Lilja var spurð nánar út í þetta atriði, svo virtist á óklipptu myndskeiðinu að þarna hafi verið um talsverð læti að ræða. „Það var veist að mér og ég þurfti að verja mig. Já, lögreglan kom og tók mig, en ekki fyrir að hafa hátt á staðnum. Ég fékk enga kæru á mig og var sett inn á lögreglubíl og þegar ég neitaði að vera með grímu var sett á mig handjárn og sett á mig grímu. Grímur gera ekkert gagn. Veirur og bakteríur eru það litlar að þær fara þar í gegn,“ segir Sólveig Lilja sem vill meina að þöggun ríki um málið og erfitt sé að nálgast hinar réttu upplýsingar um hvernig í pottinn er búið. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Lilju hér neðar. Klippa: Reykjavík síðdegis - Sólveig Lilja Óskarsdóttir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira