Hafnar því alfarið að hafa verið með óspektir við bólusetningaröðina Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2021 16:53 Lögreglan fjarlægir Sólveigu Lilju af vettvangi fyrr í dag. Sólveig Lilja segir að hinar svokölluðu bólusetningar séu tilraun sem verið er að gera á mannkyni. skjáskot af myndbandsupptöku RÚV Lögregla var í morgun kölluð til vegna mótmæla konu við Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut því að verið væri að bólusetja þungaðar konur. Sú kona heitir Sólveig Lilja Óskarsdóttir og hún segir enga kæru liggja fyrir á hendur sér. Vísir greindi frá handtökunni fyrr í dag en RÚV birti myndbandsupptöku af mótmælum Sólveigar Lilju og svo handtöku. Hún hefur verið látin laus og var í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem hún fullyrðir meðal annars að um sé að ræða tilraunir og þessar „svokölluðu“ bólusetningar séu að valda æxlunarfærum kvenna skaða. Hún segist hafa viljað koma þeim skilaboðum á framfæri við þær þunguðu konur sem voru að fara í bólusetningu. Sólveig Lilja hafnar því að hafa verið með óspektir. Hún sé friðarsinni og það sé ekki satt sem fram hafi komið að fyrir liggi kæra á hendur sér. Svo er ekki. Hún segir það ósatt sem fram hefur komið í fréttum: „Að ég hafi látið öllum illum látum og ófrískar konur hafi farið að gráta og óttast mig,“ segir Sólveig Lilja. Sú var ekki hennar upplifun og það sem meira er, hún hafi tekið atburðinn upp á myndband og geti fært fyrir því sönnur. Sólveig Lilja var spurð nánar út í þetta atriði, svo virtist á óklipptu myndskeiðinu að þarna hafi verið um talsverð læti að ræða. „Það var veist að mér og ég þurfti að verja mig. Já, lögreglan kom og tók mig, en ekki fyrir að hafa hátt á staðnum. Ég fékk enga kæru á mig og var sett inn á lögreglubíl og þegar ég neitaði að vera með grímu var sett á mig handjárn og sett á mig grímu. Grímur gera ekkert gagn. Veirur og bakteríur eru það litlar að þær fara þar í gegn,“ segir Sólveig Lilja sem vill meina að þöggun ríki um málið og erfitt sé að nálgast hinar réttu upplýsingar um hvernig í pottinn er búið. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Lilju hér neðar. Klippa: Reykjavík síðdegis - Sólveig Lilja Óskarsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Vísir greindi frá handtökunni fyrr í dag en RÚV birti myndbandsupptöku af mótmælum Sólveigar Lilju og svo handtöku. Hún hefur verið látin laus og var í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem hún fullyrðir meðal annars að um sé að ræða tilraunir og þessar „svokölluðu“ bólusetningar séu að valda æxlunarfærum kvenna skaða. Hún segist hafa viljað koma þeim skilaboðum á framfæri við þær þunguðu konur sem voru að fara í bólusetningu. Sólveig Lilja hafnar því að hafa verið með óspektir. Hún sé friðarsinni og það sé ekki satt sem fram hafi komið að fyrir liggi kæra á hendur sér. Svo er ekki. Hún segir það ósatt sem fram hefur komið í fréttum: „Að ég hafi látið öllum illum látum og ófrískar konur hafi farið að gráta og óttast mig,“ segir Sólveig Lilja. Sú var ekki hennar upplifun og það sem meira er, hún hafi tekið atburðinn upp á myndband og geti fært fyrir því sönnur. Sólveig Lilja var spurð nánar út í þetta atriði, svo virtist á óklipptu myndskeiðinu að þarna hafi verið um talsverð læti að ræða. „Það var veist að mér og ég þurfti að verja mig. Já, lögreglan kom og tók mig, en ekki fyrir að hafa hátt á staðnum. Ég fékk enga kæru á mig og var sett inn á lögreglubíl og þegar ég neitaði að vera með grímu var sett á mig handjárn og sett á mig grímu. Grímur gera ekkert gagn. Veirur og bakteríur eru það litlar að þær fara þar í gegn,“ segir Sólveig Lilja sem vill meina að þöggun ríki um málið og erfitt sé að nálgast hinar réttu upplýsingar um hvernig í pottinn er búið. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Lilju hér neðar. Klippa: Reykjavík síðdegis - Sólveig Lilja Óskarsdóttir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira