Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is en athygli er vakin á því að daglegar tölur kunna að breytast vegna afturvirkrar uppfærslu einstakra daga.
Nú eru 1.072 í einangrun, 2.590 í sóttkví og 1.080 í skimunarsóttkví. Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita er 280,6 á hverja hundrað þúsund íbúa. Alls voru tekin 4.730 sýni í gær.
Eitt virkt smit greindist á landamærunum og var viðkomandi bólusettur.