Lífið

Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Lady Gaga var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna árið 2019 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni A Star is Born.
Lady Gaga var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna árið 2019 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni A Star is Born. Getty/Frazer Harrison

Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci.

Kvikmyndin fjallar um Gucci tískuhúsið og átakanlega sögu hjónanna Maurizio Gucci og Patrizia Reggiani, en Reggiani réði leigumorðingja til þess að ráða eiginmanni sínum bana árið 1995.

Það er Gaga sem fer með hlutverk sjálfrar Reggiani og fer leikarinn Adam Driver með hlutverk Gucci. Aðrir leikarar í myndinni eru Al Pacino, Jeremy Irons, Jared Leto, Salma Hayak, Reeve Carney og Jack Huston. Breski leikstjórinn Ridley Scott leikstýrir myndinni.

Gaga birti mynd af sér í gervi Reggiani ásamt mótleikara sínum Driver í gervi Gucci, á Instagram-reikning sínum í mars á þessu ári. Síðan þá hafa aðdáendur beðið óþreyjufullir eftir stiklu úr kvikmyndinni, en hún var loksins birt í gær.

Gaga átti stórleik í kvikmyndinni A Star is Born árið 2018 og var hún tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir frammistöðu sína. Það verður því spennandi að sjá hana fara með hlutverk hinnar svörtu ekkju Ítalíu.

Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni sem verður frumsýnd í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×