Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Snorri Másson skrifar 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin eru sprungin, og það gæti þurft að beina ferðamönnum í sóttkví á hefðbundin hótel. Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. Frá því að 200 manna samkomutakmarkanir tóku gildi síðasta sunnudag hafa 558 greinst með veiruna og alls eru 1.072 í einangrun. Staðan er að sögn Víðis óbreytt á sjúkrahúsinu, með 10 inniliggjandi sjúklinga og tvo á gjörgæslu. Víðir segir að faraldsfræðilega sé matið einnig óbreytt frá því sem verið hefur síðustu daga. Ef fram fer sem horfir geti bylgjan staðið í átta vikur, eins og fyrri bylgjur. Ekkert skýrt er þó að sögn Víðis komið fram sem kallar á að herða aðgerðir. Ástandið á farsóttarhúsum er alveg komið að þolmörkum. „Farsóttarhúsin eru nánast full og við þurftum að beita mjög stífu vali á því í gær hverjir fengu pláss. Það voru ekki allir sem vildu komast í einangrun sem fengu pláss í gær, þannig að við erum alveg á tampi með það núna,“ segir Víðir. Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum.Vísir/Vilhelm Mikið hótelpláss fer nú undir ferðamenn í sóttkví og lausnin gæti falist í að beina þeim á hefðbundin hótel. „Ein leiðin til þess að gera þetta væri bara að hefja gjaldtöku á þessu. Þá væri það ekki valkostur fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví að dvelja í fimm daga á kostnað ríkisins, heldur yrðu menn að borga fyrir það og gætu þá valið það hótel sem myndi henta þeim.” Landspítalinn þurfi að gæta að persónuvernd Stefna Landspítalans um að veita ekki upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 hefur reynst umdeild, en það kveðst spítalinn gera af persónuverndarsjónarmiðum. Víðir segir spítalann þurfa að fylgja þeim reglum, en að ekki sé þar með um mikla breytingu að ræða, enda hafi í gegnum faraldurinn lítið verið gefið upp um einstaka Covid-sjúklinga. „Þetta er bara það starfsumhverfi sem menn búa við og þeir þurfa að reyna að fylgja þessum Persónuverndarreglum. Ef einhver hagaðili í málinu er að gera athugasemdir við það þarf Landspítalinn auðvitað að bregðast við því,“ segir Víðir. Og verslunarmannahelgin er fram undan. Skilaboð Víðis eru þessi: „Haldið ykkur í litlum hópum og haldið ykkur með sama fólkinu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Frá því að 200 manna samkomutakmarkanir tóku gildi síðasta sunnudag hafa 558 greinst með veiruna og alls eru 1.072 í einangrun. Staðan er að sögn Víðis óbreytt á sjúkrahúsinu, með 10 inniliggjandi sjúklinga og tvo á gjörgæslu. Víðir segir að faraldsfræðilega sé matið einnig óbreytt frá því sem verið hefur síðustu daga. Ef fram fer sem horfir geti bylgjan staðið í átta vikur, eins og fyrri bylgjur. Ekkert skýrt er þó að sögn Víðis komið fram sem kallar á að herða aðgerðir. Ástandið á farsóttarhúsum er alveg komið að þolmörkum. „Farsóttarhúsin eru nánast full og við þurftum að beita mjög stífu vali á því í gær hverjir fengu pláss. Það voru ekki allir sem vildu komast í einangrun sem fengu pláss í gær, þannig að við erum alveg á tampi með það núna,“ segir Víðir. Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum.Vísir/Vilhelm Mikið hótelpláss fer nú undir ferðamenn í sóttkví og lausnin gæti falist í að beina þeim á hefðbundin hótel. „Ein leiðin til þess að gera þetta væri bara að hefja gjaldtöku á þessu. Þá væri það ekki valkostur fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví að dvelja í fimm daga á kostnað ríkisins, heldur yrðu menn að borga fyrir það og gætu þá valið það hótel sem myndi henta þeim.” Landspítalinn þurfi að gæta að persónuvernd Stefna Landspítalans um að veita ekki upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 hefur reynst umdeild, en það kveðst spítalinn gera af persónuverndarsjónarmiðum. Víðir segir spítalann þurfa að fylgja þeim reglum, en að ekki sé þar með um mikla breytingu að ræða, enda hafi í gegnum faraldurinn lítið verið gefið upp um einstaka Covid-sjúklinga. „Þetta er bara það starfsumhverfi sem menn búa við og þeir þurfa að reyna að fylgja þessum Persónuverndarreglum. Ef einhver hagaðili í málinu er að gera athugasemdir við það þarf Landspítalinn auðvitað að bregðast við því,“ segir Víðir. Og verslunarmannahelgin er fram undan. Skilaboð Víðis eru þessi: „Haldið ykkur í litlum hópum og haldið ykkur með sama fólkinu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira