Þegar að yfirmaðurinn fer á grátt svæði Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 07:00 Það er erfið staða að takast á við þegar að yfirmaðurinn okkar biður okkur um að gera eitthvað sem við teljum siðferðislega rangt að gera þótt það sé ekki ólöglegt. Vísir/Getty Það getur verið erfitt að standa frammi fyrir því að yfirmaðurinn fari á grátt svæði og biðji starfsmann um að gera eitthvað sem er í rauninni rangt. Ekki endilega ólöglegt en svo sannarlega á gráu svæði. Sem dæmi má nefna ef yfirmaðurinn þinn biður þig um að bæta ósanngjörnum taxta á reikning til viðskiptavinar þannig að hann verði ofrukkaður og þér líður ekki vel með það. Eða ef yfirmaðurinn þinn biður þig um að fiffa til einhverjar tölur eða upplýsingar þannig að gögn líti betur út. Og þér líður ekki vel með það. Eða ef yfirmaðurinn þinn biður þig um upplýsingar um samstarfsfélaga sem þú getur veitt, en þér líður ekki vel með það. Hvernig er hægt að bregðast við? Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað þegar svona aðstæður koma upp. Ertu örugglega að skilja aðstæðurnar rétt? Fyrir það fyrsta þurfum við að vera viss um að við séum að meta og skilja stöðuna rétt. Því við viljum ekki bregðast rangt við eða fara í uppnám fyrir misskilning. Ef þú ert ekki viss, getur þú beðið yfirmanninn þinn um að endurtaka eða staðfesta það sem verið var að biðja þig um og þá þannig að fyrirmælin séu enn skýrari. Treystu innsæinu þínu Ef það liggur alveg ljóst fyrir að það sem verið er að biðja þig um er eitthvað sem þér finnst ekki rétt að gera, verður þú að taka mark á því hvað innsæið þitt er að segja þér. Því ef tilfinningin er mjög óþægileg og þú ert með sterka sannfæringu um að þetta sé eitthvað sem þú átt alls ekki að gera, verður þú að treysta þeirri tilfinningu. Mikilvægt að standa á gildum sínum Fyrir okkur öll, er mikilvægt að standa á þeim gildum sem við höfum. Þótt þetta sé vinnan þín og þú viljir fyrir alla muni ekki missa þessa vinnu, er aldrei rétt ákvörðun að gera eitthvað sem maður hreinlega veit að er rangt. Við þurfum öll að lifa með þeim ákvörðunum sem við tökum og þótt starfsframinn sé okkur mikilvægur, eru gildin okkar það líka. Þess vegna þurfum við að koma hreint fram og láta yfirmanninn vita að við getum ekki gert það sem beðið var um. Ekki fresta vegna óþæginda Eitt af því sem einkennir hið mannlega eðli er að við eigum það til að fresta því sem óþægilegt er. Þótt við séum mikið að hugsa um það og jafnvel andvaka. Að taka af skarið getur verið mjög erfitt en í máli sem þessu er mikilvægt að falla ekki í þá gryfju að fara að ýta hlutunum á undan sér og fresta. Því það að bíða of lengi getur gert þér erfiðara um vik að komast út úr aðstæðunum. Spurðu og spurðu og spurðu.... Það besta sem þú gerir í svona aðstæðum er að spyrja spurninga. Og þá eins margra spurninga og þarf. Ekki gefast upp, heldur halda áfram að spyrja. Þetta getum við gert á kurteisan hátt. Tökum dæmi: „Fyrirgefðu en mig langar til að skilja aðeins betur hvers vegna þú vilt að ég geri þetta X því ég er ekki alveg að sjá hvers vegna það er rétt?” Og þótt þú fáir svar en vitir enn að þetta er rangt, heldur þú áfram og segir: „Já en getur þú útskýrt fyrir mér hvers vegna við gerum þetta svona en ekki eins og á að gera þetta?” Og svo framvegis. Að rökræða við yfirmanninn Eitt sem er gott að hafa í huga er að yfirmenn gera líka mistök. Þess vegna getum við líka átt von á því að með því að opna samtalið við yfirmanninn, vera dugleg að spyrja margra spurninga og rökræða, opnast augun hjá viðkomandi um að hann er ekki að leiðbeina þér í rétta átt. Eins getur verið gott að benda á aðrar lausnir sem ekki teljast á gráu svæði. Í þessu samtali væri þá hægt að benda á að kosturinn við þá lausn sé að hún sé siðferðislega betri, sem komi betur út fyrir alla aðila: Yfirmanninn, starfsfólkið og vinnustaðinn. Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 Þegar stjórnendur biðja starfsfólk afsökunar Kannanir sýna að oft þykja stjórnendur ekki trúverðugir þegar þeir biðja starfsfólk sitt afsökunar. 25. maí 2020 09:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Sem dæmi má nefna ef yfirmaðurinn þinn biður þig um að bæta ósanngjörnum taxta á reikning til viðskiptavinar þannig að hann verði ofrukkaður og þér líður ekki vel með það. Eða ef yfirmaðurinn þinn biður þig um að fiffa til einhverjar tölur eða upplýsingar þannig að gögn líti betur út. Og þér líður ekki vel með það. Eða ef yfirmaðurinn þinn biður þig um upplýsingar um samstarfsfélaga sem þú getur veitt, en þér líður ekki vel með það. Hvernig er hægt að bregðast við? Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað þegar svona aðstæður koma upp. Ertu örugglega að skilja aðstæðurnar rétt? Fyrir það fyrsta þurfum við að vera viss um að við séum að meta og skilja stöðuna rétt. Því við viljum ekki bregðast rangt við eða fara í uppnám fyrir misskilning. Ef þú ert ekki viss, getur þú beðið yfirmanninn þinn um að endurtaka eða staðfesta það sem verið var að biðja þig um og þá þannig að fyrirmælin séu enn skýrari. Treystu innsæinu þínu Ef það liggur alveg ljóst fyrir að það sem verið er að biðja þig um er eitthvað sem þér finnst ekki rétt að gera, verður þú að taka mark á því hvað innsæið þitt er að segja þér. Því ef tilfinningin er mjög óþægileg og þú ert með sterka sannfæringu um að þetta sé eitthvað sem þú átt alls ekki að gera, verður þú að treysta þeirri tilfinningu. Mikilvægt að standa á gildum sínum Fyrir okkur öll, er mikilvægt að standa á þeim gildum sem við höfum. Þótt þetta sé vinnan þín og þú viljir fyrir alla muni ekki missa þessa vinnu, er aldrei rétt ákvörðun að gera eitthvað sem maður hreinlega veit að er rangt. Við þurfum öll að lifa með þeim ákvörðunum sem við tökum og þótt starfsframinn sé okkur mikilvægur, eru gildin okkar það líka. Þess vegna þurfum við að koma hreint fram og láta yfirmanninn vita að við getum ekki gert það sem beðið var um. Ekki fresta vegna óþæginda Eitt af því sem einkennir hið mannlega eðli er að við eigum það til að fresta því sem óþægilegt er. Þótt við séum mikið að hugsa um það og jafnvel andvaka. Að taka af skarið getur verið mjög erfitt en í máli sem þessu er mikilvægt að falla ekki í þá gryfju að fara að ýta hlutunum á undan sér og fresta. Því það að bíða of lengi getur gert þér erfiðara um vik að komast út úr aðstæðunum. Spurðu og spurðu og spurðu.... Það besta sem þú gerir í svona aðstæðum er að spyrja spurninga. Og þá eins margra spurninga og þarf. Ekki gefast upp, heldur halda áfram að spyrja. Þetta getum við gert á kurteisan hátt. Tökum dæmi: „Fyrirgefðu en mig langar til að skilja aðeins betur hvers vegna þú vilt að ég geri þetta X því ég er ekki alveg að sjá hvers vegna það er rétt?” Og þótt þú fáir svar en vitir enn að þetta er rangt, heldur þú áfram og segir: „Já en getur þú útskýrt fyrir mér hvers vegna við gerum þetta svona en ekki eins og á að gera þetta?” Og svo framvegis. Að rökræða við yfirmanninn Eitt sem er gott að hafa í huga er að yfirmenn gera líka mistök. Þess vegna getum við líka átt von á því að með því að opna samtalið við yfirmanninn, vera dugleg að spyrja margra spurninga og rökræða, opnast augun hjá viðkomandi um að hann er ekki að leiðbeina þér í rétta átt. Eins getur verið gott að benda á aðrar lausnir sem ekki teljast á gráu svæði. Í þessu samtali væri þá hægt að benda á að kosturinn við þá lausn sé að hún sé siðferðislega betri, sem komi betur út fyrir alla aðila: Yfirmanninn, starfsfólkið og vinnustaðinn.
Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 Þegar stjórnendur biðja starfsfólk afsökunar Kannanir sýna að oft þykja stjórnendur ekki trúverðugir þegar þeir biðja starfsfólk sitt afsökunar. 25. maí 2020 09:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00
Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00
Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00
Þegar stjórnendur biðja starfsfólk afsökunar Kannanir sýna að oft þykja stjórnendur ekki trúverðugir þegar þeir biðja starfsfólk sitt afsökunar. 25. maí 2020 09:00
Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00