Bitter skellti í lás og strákarnir hans Alfreðs unnu mikilvægan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 14:08 Johannes Bitter varði eins og óður maður á lokakaflanum í leik Þýskalands og Noregs. getty/Dean Mouhtaropoulos Þýskaland fór langt með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókyó með sigri á Noregi, 28-23, í dag. Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust nokkrum sinnum fimm mörkum yfir. Norðmenn náðu aðeins að rétta sinn hlut undir lok fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum var 14-11, Þjóðverjum í vil. Noregur minnkaði muninn í eitt mark, 16-15, en Þýskaland svaraði með 5-1 kafla og náði fimm marka forskoti, 21-16. Norðmenn minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 22-21, en þá var komið að Johannes Bitter. Gamla brýnið átti frábæra innkomu og varði fyrstu sex skotin sem hann fékk á sig. Andreas Wolff hafði varið vel í fyrri hálfleik og undir lokin tók Bitter við keflinu. Þökk sé frammistöðu hans héldu Þjóðverjum Norðmönnum í hæfilegri fjarlægð og unnu á endanum fimm marka sigur, 28-23. Uwe Gensheimer skoraði sex mörk fyrir Þýskaland og Timo Kastening fimm. Gensheimer er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu þýska landsliðsins en hann hefur tekið fram úr Christian Schwarzer. Gensheimer hefur skorað 972 landsliðsmörk. With the first goal of the game Uwe Gensheimer became the best goal scorer in German national team history!967 - U. Gensheimer966 - Chr. Schwarzer818 - F. Kehrmann817 - S. Kretzschmar809 - J. Fraatz(Frank-Michael Wahl scored 74 goals for GER and 1338 for GDR)#Handball— Fabian Koch (@Fabian_Handball) July 30, 2021 Sander Sagosen var markahæstur í norska liðinu með sjö mörk. Magnus Jondal skoraði fjögur mörk. Með sigrinum komst Þýskaland upp fyrir Noreg í 3. sæti A-riðils. Þjóðverjar mæta Brasilíumönnum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli eftir sigur á Portúgölum, 28-34. Mikkel Hansen skoraði níu mörk fyrir Danmörku og Mathias Gidsel sjö. Diego Branquinho skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal. Egyptaland skaust upp fyrir Svíþjóð í 2. sæti B-riðils með sigri í leik liðanna í morgun, 22-27. Mohamed Sanad skoraði sex mörk fyrir egypska liðið og Yahia Omar fimm. Lukas Pellas skoraði sjö mörk fyrir Svía. Úrslit dagsins A-riðill Frakkland 36-31 Spánn Þýskaland 28-23 Noregur Argentína 23-25 Brasilía B-riðill Portúgal 28-34 Danmörk Svíþjóð 22-27 Egyptaland Barein 32-30 Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust nokkrum sinnum fimm mörkum yfir. Norðmenn náðu aðeins að rétta sinn hlut undir lok fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum var 14-11, Þjóðverjum í vil. Noregur minnkaði muninn í eitt mark, 16-15, en Þýskaland svaraði með 5-1 kafla og náði fimm marka forskoti, 21-16. Norðmenn minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 22-21, en þá var komið að Johannes Bitter. Gamla brýnið átti frábæra innkomu og varði fyrstu sex skotin sem hann fékk á sig. Andreas Wolff hafði varið vel í fyrri hálfleik og undir lokin tók Bitter við keflinu. Þökk sé frammistöðu hans héldu Þjóðverjum Norðmönnum í hæfilegri fjarlægð og unnu á endanum fimm marka sigur, 28-23. Uwe Gensheimer skoraði sex mörk fyrir Þýskaland og Timo Kastening fimm. Gensheimer er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu þýska landsliðsins en hann hefur tekið fram úr Christian Schwarzer. Gensheimer hefur skorað 972 landsliðsmörk. With the first goal of the game Uwe Gensheimer became the best goal scorer in German national team history!967 - U. Gensheimer966 - Chr. Schwarzer818 - F. Kehrmann817 - S. Kretzschmar809 - J. Fraatz(Frank-Michael Wahl scored 74 goals for GER and 1338 for GDR)#Handball— Fabian Koch (@Fabian_Handball) July 30, 2021 Sander Sagosen var markahæstur í norska liðinu með sjö mörk. Magnus Jondal skoraði fjögur mörk. Með sigrinum komst Þýskaland upp fyrir Noreg í 3. sæti A-riðils. Þjóðverjar mæta Brasilíumönnum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli eftir sigur á Portúgölum, 28-34. Mikkel Hansen skoraði níu mörk fyrir Danmörku og Mathias Gidsel sjö. Diego Branquinho skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal. Egyptaland skaust upp fyrir Svíþjóð í 2. sæti B-riðils með sigri í leik liðanna í morgun, 22-27. Mohamed Sanad skoraði sex mörk fyrir egypska liðið og Yahia Omar fimm. Lukas Pellas skoraði sjö mörk fyrir Svía. Úrslit dagsins A-riðill Frakkland 36-31 Spánn Þýskaland 28-23 Noregur Argentína 23-25 Brasilía B-riðill Portúgal 28-34 Danmörk Svíþjóð 22-27 Egyptaland Barein 32-30 Japan
A-riðill Frakkland 36-31 Spánn Þýskaland 28-23 Noregur Argentína 23-25 Brasilía B-riðill Portúgal 28-34 Danmörk Svíþjóð 22-27 Egyptaland Barein 32-30 Japan
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða