Uppstrílaðir skrattakollar gefa sig á vald glundroðanum Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 30. júlí 2021 16:36 Skrattar láta öllum illum látum í nýju myndbandi. aðsent Ólátaþrjótarnir í Skröttum komu út úr síðustu bylgju Covid af alefli með stappfullum tónleikum á nýopnuðu Húrra fyrir tveimur vikum síðan. Fylgdu því svo eftir með reifi á Flateyri liðna helgi, síðasta kvöldið áður en að takmarkanir skullu aftur á. Bæði tvennt var haldið í samfloti við teknótarfinn Bjarka en platan Hellraiser IV sem vænta má frá Skröttunum þann 20. ágúst er gefin út af plötuútgáfunni sem hann stofnaði, bbbbbb recors. Í dag kemur út smáskífa af plötunni ásamt meðfylgjandi myndbandi. Lagið ber titilinn Ógisslegt og er samkvæmt Karli Ställborn, öðrum stofnenda Skratta, eitt pönkaðasta lagið á plötunni. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og Sölva Magnússyni, en sá síðarnefndi heldur þéttingsfast um míkrófóninn innan raða Skrattanna. Klippa: Skrattar - Ógisslegt „Hugmyndin á bak við myndbandið og andrúmsloftið í því á rætur að rekja til stemningarinnar á 50s James Brown tónleikum; við sjáum band, söngvara, klassísk hljóðfæri á sviði, á trommunni stendur „The Skrattar“ og myndbandið gefur okkur þá tilfinningu að við séum að fylgjast með heilum tónleikum,“ segir Karl um myndbandið. „Í byrjun birtast vatnsgreiddir Skrattar í fullum skrúða, uppstrílaðir og jakkafataklæddir í stífpússuðum skóm,“ heldur hann áfram. „Fyrr en varir eru strákarnir farnir að rífa sig úr spjörunum og láta öllum illum látum, orðnir kófsveittir og hömlulausir, glundroði ræður ríkjum á sviðinu þar sem confetti springur, hundurinn Chopper spígsporar um og loks stendur allt í ljósum logum.“ Myndbandið er tekið upp af áðurnefndum Frosta og Valdimari Jóhannessyni og um klippingu sá Frosti. Frosti Jón hefur marga fjöruna sopið í myndbandagerð, en hann vann m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta myndbandið í fyrra fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom með Jónsa. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Bæði tvennt var haldið í samfloti við teknótarfinn Bjarka en platan Hellraiser IV sem vænta má frá Skröttunum þann 20. ágúst er gefin út af plötuútgáfunni sem hann stofnaði, bbbbbb recors. Í dag kemur út smáskífa af plötunni ásamt meðfylgjandi myndbandi. Lagið ber titilinn Ógisslegt og er samkvæmt Karli Ställborn, öðrum stofnenda Skratta, eitt pönkaðasta lagið á plötunni. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og Sölva Magnússyni, en sá síðarnefndi heldur þéttingsfast um míkrófóninn innan raða Skrattanna. Klippa: Skrattar - Ógisslegt „Hugmyndin á bak við myndbandið og andrúmsloftið í því á rætur að rekja til stemningarinnar á 50s James Brown tónleikum; við sjáum band, söngvara, klassísk hljóðfæri á sviði, á trommunni stendur „The Skrattar“ og myndbandið gefur okkur þá tilfinningu að við séum að fylgjast með heilum tónleikum,“ segir Karl um myndbandið. „Í byrjun birtast vatnsgreiddir Skrattar í fullum skrúða, uppstrílaðir og jakkafataklæddir í stífpússuðum skóm,“ heldur hann áfram. „Fyrr en varir eru strákarnir farnir að rífa sig úr spjörunum og láta öllum illum látum, orðnir kófsveittir og hömlulausir, glundroði ræður ríkjum á sviðinu þar sem confetti springur, hundurinn Chopper spígsporar um og loks stendur allt í ljósum logum.“ Myndbandið er tekið upp af áðurnefndum Frosta og Valdimari Jóhannessyni og um klippingu sá Frosti. Frosti Jón hefur marga fjöruna sopið í myndbandagerð, en hann vann m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta myndbandið í fyrra fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom með Jónsa.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira