Samfélagið hefur ekki efni á að 2020 endurtaki sig Snorri Másson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 30. júlí 2021 20:33 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Sigurjón Íslenskt atvinnulíf kallar eftir trúverðugri langtímastefnu frá stjórnvöldum þegar tíðni alvarlegra veikinda á meðal bólusettra skýrist um miðjan næsta mánuð. Hvorki atvinnulífið né almenningur hafi efni á að hverfa aftur til ástands á borð við það sem ríkti hér á síðasta ári. Kári Stefánsson talaði fyrir því í vikunni að ef alvarleg veikindi yrðu fátíð þrátt fyrir að smitbylgjan risi hátt, væri órökrétt að grípa til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst taka heils hugar undir sjónarmið Kára. Halldór telur að aðgerðir sem stjórnvöld gripu til fyrir skemmstu hafi verið skynsamlegar, en að eðlilegt sé að fólk sé að spyrja sig hvert markmið aðgerðanna sé. „13. ágúst þurfa stjórnvöld að koma fram með trúverðuga langtímastefnu í þessum málum og það er ekki bara íslenskt atvinnulíf sem kallar eftir því, heldur allur þorri manna hér á landi,“ segir Halldór Benjamín. Misvel hafi gengið í atvinnulífinu, mikið bakslag hafi orðið í ákveðnum greinum en öðrum síður. „Hins vegar liggur alveg fyrir að ef við förum aftur í það ástand sem við sáum hérna fyrir 12-18 mánuðum hefur samfélagið sem slíkt ekki efni á því, hvorki atvinnulíf né ríki eða sveitarfélög,“ segir Halldór. Óháð þeirri bið sem nú stendur yfir, telur Kári Stefánsson að við megum engan tíma missa í bólusetningum. Þegar hefur verið ákveðið að bæta við sprautu hjá þeim sem fengu Janssen en Kári vill einnig að ráðist verði í að bólusetja alveg þau 20% sem enn eru almennt óbólusett, að hugleitt verði alvarlega að bólusetja börnin og að bætt verði við þriðja skammti hjá eldra fólki sem fékk tvo skammta af Pfizer eða sambærilegu. Halldór vill ekki leggja mat á þessi atriði að öðru leyti en að hvetja þá sem eiga það eftir til að þiggja bólusetningu. „Það er allra hagur og ég hlýt að leggja ofurkapp á það,“ segir Halldór. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Kári Stefánsson talaði fyrir því í vikunni að ef alvarleg veikindi yrðu fátíð þrátt fyrir að smitbylgjan risi hátt, væri órökrétt að grípa til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst taka heils hugar undir sjónarmið Kára. Halldór telur að aðgerðir sem stjórnvöld gripu til fyrir skemmstu hafi verið skynsamlegar, en að eðlilegt sé að fólk sé að spyrja sig hvert markmið aðgerðanna sé. „13. ágúst þurfa stjórnvöld að koma fram með trúverðuga langtímastefnu í þessum málum og það er ekki bara íslenskt atvinnulíf sem kallar eftir því, heldur allur þorri manna hér á landi,“ segir Halldór Benjamín. Misvel hafi gengið í atvinnulífinu, mikið bakslag hafi orðið í ákveðnum greinum en öðrum síður. „Hins vegar liggur alveg fyrir að ef við förum aftur í það ástand sem við sáum hérna fyrir 12-18 mánuðum hefur samfélagið sem slíkt ekki efni á því, hvorki atvinnulíf né ríki eða sveitarfélög,“ segir Halldór. Óháð þeirri bið sem nú stendur yfir, telur Kári Stefánsson að við megum engan tíma missa í bólusetningum. Þegar hefur verið ákveðið að bæta við sprautu hjá þeim sem fengu Janssen en Kári vill einnig að ráðist verði í að bólusetja alveg þau 20% sem enn eru almennt óbólusett, að hugleitt verði alvarlega að bólusetja börnin og að bætt verði við þriðja skammti hjá eldra fólki sem fékk tvo skammta af Pfizer eða sambærilegu. Halldór vill ekki leggja mat á þessi atriði að öðru leyti en að hvetja þá sem eiga það eftir til að þiggja bólusetningu. „Það er allra hagur og ég hlýt að leggja ofurkapp á það,“ segir Halldór.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira