Ofnæmistíminn í hámarki en varanleg lækning möguleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 19:47 Frjókornin herja á marga landsmenn þessa dagana en ekki er öll von úti. Vísir/Vilhelm Landsmenn hafa kannski margir tekið eftir asparfræjum á sveimi um landið en þau líkjast helst snjókornum, stór og hvít. Fræin eru þó enginn ofnæmisvaldur, eins og margir hafa kannski haldið, heldur eru það frjóin sem ráðast á ónæmiskerfi fólks. Þetta segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, en hann ræddi ofnæmi í Reykjavík síðdegis í dag. „Asparfrjóin geta valdið ofnæmiseinkennum. Þau eru minni og léttari og svífa um. Það er svoleiðis snemma á vorin að þá er öspin með frjó og það eru alltaf einhverjir sem hafa ofnæmi fyrir öspinni,“ segir Mikael. En hvers vegna finna margir landsmenn fyrir frjókornaofnæmi þessa dagana? „Núna er grasið, sem er algengasti ofnæmisvaldurinn, í hámarki. Þannig að þeir sem eru með mikið ofnæmi þeim líður ekki vel núna,“ segir Mikael. „Þetta er sá tími þar sem grasið springur mest út og dreifir frjóum mest, það er í kring um Verslunarmannahelgina, síðla júlí. Grasið er algengasti ofnæmisvaldurinn en það er hægt að vera með ofnæmi fyrir margskonar frjóum, eins og asparfrjóum og birki. Birkið er í maí og fram í miðjan júní en þetta kom heldur seinna í vor því það var heldur svalt,“ segir Mikael. Um tuttugu prósent fullorðinna eru með ofnæmi fyrir frjókornum en það er talsvert minna hjá börnum, ellefu til tólf prósent barna eru með slíkt ofnæmi. Mikael segir að lyfjaframboð við frjókornaofnæmi hafi lítið breyst á síðustu tveimur áratugum en nú sé hægt að afnæma fyrir grasi með mun einfaldari hætti en áður. „Áður voru það sprautur, þá fékk maður eina sprautu á viku í kannski þrjá til fjóra mánuði og svo eina sprautu á mánaðarfresti í þrjú til fimm ár. En núna er þetta tafla, þú tekur eina töflu daglega í þrjú ár en þú þarft ekki að fara upp á spítala til að fá sprauturnar þínar,“ segir Mikael svo að ekki er öll von úti. Langflestir þeirra sem fara í slíka meðferð fá verulegan bata og þurfa jafnvel ekki að taka ofnæmislyf þegar frjóin svífa um landið. Margir kannast kannski við að vera svo slæmir að þeir hætti sér ekki úr húsi á góðviðrisdögum en Mikael segir að von sé enn fyrir þá allra verstu. „Það er til fólk sem er það slæmt að það heldur sig inni og fer alls ekki í ferðalög í tjald og annað. En þetta er fólk sem getur fengið mikinn bata af afnæmingu.“ Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Þetta segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, en hann ræddi ofnæmi í Reykjavík síðdegis í dag. „Asparfrjóin geta valdið ofnæmiseinkennum. Þau eru minni og léttari og svífa um. Það er svoleiðis snemma á vorin að þá er öspin með frjó og það eru alltaf einhverjir sem hafa ofnæmi fyrir öspinni,“ segir Mikael. En hvers vegna finna margir landsmenn fyrir frjókornaofnæmi þessa dagana? „Núna er grasið, sem er algengasti ofnæmisvaldurinn, í hámarki. Þannig að þeir sem eru með mikið ofnæmi þeim líður ekki vel núna,“ segir Mikael. „Þetta er sá tími þar sem grasið springur mest út og dreifir frjóum mest, það er í kring um Verslunarmannahelgina, síðla júlí. Grasið er algengasti ofnæmisvaldurinn en það er hægt að vera með ofnæmi fyrir margskonar frjóum, eins og asparfrjóum og birki. Birkið er í maí og fram í miðjan júní en þetta kom heldur seinna í vor því það var heldur svalt,“ segir Mikael. Um tuttugu prósent fullorðinna eru með ofnæmi fyrir frjókornum en það er talsvert minna hjá börnum, ellefu til tólf prósent barna eru með slíkt ofnæmi. Mikael segir að lyfjaframboð við frjókornaofnæmi hafi lítið breyst á síðustu tveimur áratugum en nú sé hægt að afnæma fyrir grasi með mun einfaldari hætti en áður. „Áður voru það sprautur, þá fékk maður eina sprautu á viku í kannski þrjá til fjóra mánuði og svo eina sprautu á mánaðarfresti í þrjú til fimm ár. En núna er þetta tafla, þú tekur eina töflu daglega í þrjú ár en þú þarft ekki að fara upp á spítala til að fá sprauturnar þínar,“ segir Mikael svo að ekki er öll von úti. Langflestir þeirra sem fara í slíka meðferð fá verulegan bata og þurfa jafnvel ekki að taka ofnæmislyf þegar frjóin svífa um landið. Margir kannast kannski við að vera svo slæmir að þeir hætti sér ekki úr húsi á góðviðrisdögum en Mikael segir að von sé enn fyrir þá allra verstu. „Það er til fólk sem er það slæmt að það heldur sig inni og fer alls ekki í ferðalög í tjald og annað. En þetta er fólk sem getur fengið mikinn bata af afnæmingu.“
Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira