Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu lögreglu til fjölmiðla en þar kemur ekki fram hvort maðurinn hafi átt að vera í sóttkví eða í einangrun með virkt smit.
Ekki segir heldur í hvaða farsóttahúsi maðurinn átti að vera en tvö eru starfrækt rétt við Hlemm á Rauðarárstíg; Fosshótel Lind og Fosshótel Rauðará.