Elías Már var í byrjunarliði Nimes sem tók á móti Dijon í 2.umferð frönsku B-deildarinnar í fótbolta.
Leiknum lauk með 2-1 sigri Nimes en Elías Már lék fyrstu 65 mínútur leiksins. Staðan í leiknum 1-0 fyrir Nimes þegar honum var skipt af velli.
Nimes gerði jafntefli í fyrstu umferðinni og er því með fjögur stig að tveimur leikjum loknum.