Innlent

83 greindust innanlands

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Í fyrradag greindist metfjöldi smitaðra hér innanlands.
Í fyrradag greindist metfjöldi smitaðra hér innanlands. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Að minnsta kosti 83 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greind­ust inn­an­lands í gær voru 42 í sótt­kví en 41 utan sóttkvíar við greiningu.

22 þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir, 3 hálfbólusettir en hinir 51 fullbólusettir. 

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Einn greindist við landamærin í gær.

Alls eru nú 1.226 í einangrun, 2.177 í sótt­kví og 1.026 í skimunarsóttkví.

79 manns losnuðu úr einangrun á síðasta sólarhring.

154 greindust á föstudag

Það greindust heldur færri í gær en greindust á föstudaginn þegar metfjöldi smitaðra greindist hér innanlands. Samkvæmt tölum sem birtust í gær greindust 145 smitaðir eftir sýnatökur á föstudaginn en síðan hafa nokkrir bæst við og liggur nú fyrir að 154 hafi greinst þann daginn.

Fjölgar um tvo á spítala

Tveir virðast hafa verið lagðir inn á spítala með Covid-19 en þeir eru nú 12 sem liggja inni á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Tengdar fréttir

Einn lagður inn á spítala með Covid-19

Einn var lagður inn á Land­spítalann með Co­vid-19 í gær og eru nú sam­tals tíu Co­vid-sjúk­lingar inni­liggjandi á spítalanum, þar af tveir á gjör­gæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×