Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 13:30 Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. Hópurinn hefur staðið fyrir nokkrum mótmælafundum hingað til en þegar fréttamaður fréttastofu átti leið hjá Austurvelli í gær voru þar hátt í fjörutíu komnir saman á fundinum. Mótmæli af þessum toga hafa verið ansi algeng víða á meginlandi Evrópu en aldrei náð að vekja sérstaka athygli hér á landi. Í raun allt þar til einn meðlimur Coviðspyrnunnar, Sólveig Lilja Óskarsdóttir sem var viðstödd mótmælin í gær, tók sig til og mætti að Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut á fimmtudaginn var til að mótmæla bólusetningum þungaðra kvenna. Hún var handtekin af lögreglu fyrir óspektir en hún öskraði til dæmis hástöfum að óléttum konum sem biðu í röð eftir að fá bólusetningu að með bólusetningum væri verið að drepa börnin. Hennar framlagi til þessa afar fámenna málstaðar var svo hampað sérstaklega við ræðuhöld á mótmælafundinum í gær. „Ef að lögreglan ætlar að handtaka hana og beita hana ofbeldi, þá mun ég verja hana með ofbeldi. Ég vil líka bjóða Sólveigu alla þá hjálp sem hún gæti þurft á að halda. Ef hún missir starfið sitt þá mun ég bjóða fram mína aðstoð við að finna nýtt starf eða styðja hana fjárhagslega,“ sagði einn í Coviðspyrnunni sem hélt ræðu á Austurvelli í gær. Maðurinn þakkaði Sólveigu þá sérstaklega fyrir sitt framlag. „Mér þykir persónulega leitt að ég hafi ekki verið staddur þarna til að aðstoða þig og ég vona að næst verði ég handtekinn með þér.“ Tala um að verið sé að fórna börnum Hann líkti ástandinu í samfélaginu við ástandið í Norður-Kóreu: „Hér á Íslandi er samfélagið að færast í átt að algjöru einræði. Fyrirmyndin er Norður-Kórea þar sem fólk má ekki segja neitt gegn Kim [Jong-un], hér á Íslandi má fólk ekki segja neitt gegn Covid.“ Jóhannes Loftsson, sem virðist vera í forsvari fyrir hópinn, hélt utan um fundinn í gær. Þegar hann sleit honum minnti hann gesti á „stórmótmæli“ sem hópurinn segist ætla að halda fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í hádeginu næsta fimmtudag: „Og við hvetjum alla til að koma. Þetta er gríðarlega mikilvægt og menn þurfa að vekja fólk svo að börnunum verði ekki fórnað,“ lauk hann ræðu sinni. Ekkert sem bendir til að efnin séu hættuleg Flest allt sem hópurinn hefur farið fram með undanfarið er í hrópandi ósamræmi við það sem komið hefur fram í máli heilbrigðisyfirvalda og sérfræðinga. Jón Magnús Jóhannesson læknir ræddi bólusetningar við Jóhannes Loftsson hjá Coviðspyrnunni í Harmageddon í desember síðastliðnum. Hlusta má á umræður þeirra hér: Í lok júlí ákvað landlæknir að mæla með bólusetningu gegn Covid-19 fyrir þungaðar konur. Mælt er með að þær fari í bólusetninguna eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngunnar er lokið. Góð reynsla er af notkun mRNA bóluefna við Covid-19 (bóluefni Pfizer og Moderna eru bæði mRNA bóluefni) á meðgöngu og brjóstagjöf. „Ekki voru gerðar rannsóknir á barnshafandi konum eða konum með barn á brjósti fyrir markaðsleyfisafgreiðslu neins COVID-19 bóluefnis en fylgst hefur verið með vaxandi fjölda kvenna sem hefur þegið bólusetningu á meðgöngu eftir að mRNA bóluefnin komu á markað. Dýrarannsóknir benda ekki til þess að hætta geti stafað af bóluefnunum fyrir barnshafandi konur, fóstrið eða barn á brjósti,“ segir á vef embættis landlæknis. „Ekki er búist við að notkun bóluefnis hjá barnshafandi konum hafi í för með sér meiri hættu en fyrir aðra hópa, frekar en fyrir önnur óvirkjuð (ekki lifandi) bóluefni en mælt er með notkun t.d. inflúensubóluefnis hvenær sem er á meðgöngu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Hópurinn hefur staðið fyrir nokkrum mótmælafundum hingað til en þegar fréttamaður fréttastofu átti leið hjá Austurvelli í gær voru þar hátt í fjörutíu komnir saman á fundinum. Mótmæli af þessum toga hafa verið ansi algeng víða á meginlandi Evrópu en aldrei náð að vekja sérstaka athygli hér á landi. Í raun allt þar til einn meðlimur Coviðspyrnunnar, Sólveig Lilja Óskarsdóttir sem var viðstödd mótmælin í gær, tók sig til og mætti að Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut á fimmtudaginn var til að mótmæla bólusetningum þungaðra kvenna. Hún var handtekin af lögreglu fyrir óspektir en hún öskraði til dæmis hástöfum að óléttum konum sem biðu í röð eftir að fá bólusetningu að með bólusetningum væri verið að drepa börnin. Hennar framlagi til þessa afar fámenna málstaðar var svo hampað sérstaklega við ræðuhöld á mótmælafundinum í gær. „Ef að lögreglan ætlar að handtaka hana og beita hana ofbeldi, þá mun ég verja hana með ofbeldi. Ég vil líka bjóða Sólveigu alla þá hjálp sem hún gæti þurft á að halda. Ef hún missir starfið sitt þá mun ég bjóða fram mína aðstoð við að finna nýtt starf eða styðja hana fjárhagslega,“ sagði einn í Coviðspyrnunni sem hélt ræðu á Austurvelli í gær. Maðurinn þakkaði Sólveigu þá sérstaklega fyrir sitt framlag. „Mér þykir persónulega leitt að ég hafi ekki verið staddur þarna til að aðstoða þig og ég vona að næst verði ég handtekinn með þér.“ Tala um að verið sé að fórna börnum Hann líkti ástandinu í samfélaginu við ástandið í Norður-Kóreu: „Hér á Íslandi er samfélagið að færast í átt að algjöru einræði. Fyrirmyndin er Norður-Kórea þar sem fólk má ekki segja neitt gegn Kim [Jong-un], hér á Íslandi má fólk ekki segja neitt gegn Covid.“ Jóhannes Loftsson, sem virðist vera í forsvari fyrir hópinn, hélt utan um fundinn í gær. Þegar hann sleit honum minnti hann gesti á „stórmótmæli“ sem hópurinn segist ætla að halda fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í hádeginu næsta fimmtudag: „Og við hvetjum alla til að koma. Þetta er gríðarlega mikilvægt og menn þurfa að vekja fólk svo að börnunum verði ekki fórnað,“ lauk hann ræðu sinni. Ekkert sem bendir til að efnin séu hættuleg Flest allt sem hópurinn hefur farið fram með undanfarið er í hrópandi ósamræmi við það sem komið hefur fram í máli heilbrigðisyfirvalda og sérfræðinga. Jón Magnús Jóhannesson læknir ræddi bólusetningar við Jóhannes Loftsson hjá Coviðspyrnunni í Harmageddon í desember síðastliðnum. Hlusta má á umræður þeirra hér: Í lok júlí ákvað landlæknir að mæla með bólusetningu gegn Covid-19 fyrir þungaðar konur. Mælt er með að þær fari í bólusetninguna eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngunnar er lokið. Góð reynsla er af notkun mRNA bóluefna við Covid-19 (bóluefni Pfizer og Moderna eru bæði mRNA bóluefni) á meðgöngu og brjóstagjöf. „Ekki voru gerðar rannsóknir á barnshafandi konum eða konum með barn á brjósti fyrir markaðsleyfisafgreiðslu neins COVID-19 bóluefnis en fylgst hefur verið með vaxandi fjölda kvenna sem hefur þegið bólusetningu á meðgöngu eftir að mRNA bóluefnin komu á markað. Dýrarannsóknir benda ekki til þess að hætta geti stafað af bóluefnunum fyrir barnshafandi konur, fóstrið eða barn á brjósti,“ segir á vef embættis landlæknis. „Ekki er búist við að notkun bóluefnis hjá barnshafandi konum hafi í för með sér meiri hættu en fyrir aðra hópa, frekar en fyrir önnur óvirkjuð (ekki lifandi) bóluefni en mælt er með notkun t.d. inflúensubóluefnis hvenær sem er á meðgöngu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira