Guðlaugur Victor hóf leik á miðju Schalke þegar liðið heimsótti Holstein Kiel í dag en bæði liðin töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferð deildarinnar um síðustu helgi.
Simon Terodde var fljótur að koma gestunum í forystu í dag en hann skoraði fyrsta mark Schalke strax á 2.mínútu. Á 21.mínútu tvöfaldaði Terodde svo forystuna.
Marius Buelter gulltryggði góðan útisigur Schalke þegar hann skoraði á 68.mínútu og reyndust 0-3 lokatölur leiksins.
Guðlaugur Victor lék allan leikinn.