Innlent

Lést í haldi lögreglu í nótt

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Atvikið átti sér stað í gær.
Atvikið átti sér stað í gær. Vísir/Vilhelm

Maður í geðrofsástandi sem var handtekinn fyrir utan áfangaheimilið Draumasetrið lést í haldi lögreglu í nótt.

Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu. Málið er komið á borð héraðssaksóknara. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan hafi, ásamt sjúkraliði, verið kölluð að húsi í austurborginni um tvöleytið í nótt vegna manns sem sagður var í annarlegu ástandi. 

Lögregla flutti manninn á Landspítalann en rétt áður en þangað kom missti hann meðvitund og fór í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust í kjölfarið en báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna á spítalann. Maðurinn var á fertugsaldri.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði embætti héraðssaksóknara viðvart um málið í samræmi við lög. Hulda Elsa Björgvinsdóttur, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu telur ekki rétt að tjá sig umfram það sem kemur í tilkynningunni.

Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×