Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2021 12:04 Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa hingað til miklu leyti byggt á tillögum sóttvarnalæknis (í bakgrunni) til heilbrigðisráðherra (í forgrunni). Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í svari Þórólfs við spurningum fréttamanna á upplýsingafundi er hann var spurður um hvernig faraldurinn þurfi að þróast til þess að hann myndi leggja til harðari aðgerðir. Núverandi takmarkanir á samkomum gilda til 13. ágúst en á sama tíma sýnir sú bylgja sem nú er í gangi lítil merki um rénun. „Ég er í stöðugu sambandi við minn ráðherra, bæði formlega og óformlega. Ég held að það sé komið að því að stjórnvöld þurfi að huga vel að því til hvaða aðgerða eigi að grípa. Það er ekki víst að ég á þessum tímapunkti leggi til einhverjar ákveðnar aðgerðir. Við erum búin að ganga í gegnum þetta margoft með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til. Við vitum hvað virkar og hvað ekki,“ sagði Þórólfur. Boðar annað form á næsta minnisblaði Þær samkomutakmarkanir sem settar hafa á hér á landi frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa að miklu leyti tekið mið af þeim tillögum sem borist hafa heilbrigðisráðherra frá sóttvarnalækni, í formi minnisblaða, nú síðast 22. júlí síðastliðinn. Nú virðist Þórólfur hins vegar ætla að senda boltann til ríkisstjórnarinnar. „Ég held að það sé núna stjórnvalda að taka ákvörðun um það, að gefnu áhættumati og útliti, hvort stjórnvöld eru tilbúin til að grípa til harðra aðgerða til að kveða niður bylgjuna hérna niður eða ekki.“ Þannig að þú kemur ekki með tillögur á minnisblaði? „Ég geri það í aðeins öðru formi en áður býst ég við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Þetta kom fram í svari Þórólfs við spurningum fréttamanna á upplýsingafundi er hann var spurður um hvernig faraldurinn þurfi að þróast til þess að hann myndi leggja til harðari aðgerðir. Núverandi takmarkanir á samkomum gilda til 13. ágúst en á sama tíma sýnir sú bylgja sem nú er í gangi lítil merki um rénun. „Ég er í stöðugu sambandi við minn ráðherra, bæði formlega og óformlega. Ég held að það sé komið að því að stjórnvöld þurfi að huga vel að því til hvaða aðgerða eigi að grípa. Það er ekki víst að ég á þessum tímapunkti leggi til einhverjar ákveðnar aðgerðir. Við erum búin að ganga í gegnum þetta margoft með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til. Við vitum hvað virkar og hvað ekki,“ sagði Þórólfur. Boðar annað form á næsta minnisblaði Þær samkomutakmarkanir sem settar hafa á hér á landi frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa að miklu leyti tekið mið af þeim tillögum sem borist hafa heilbrigðisráðherra frá sóttvarnalækni, í formi minnisblaða, nú síðast 22. júlí síðastliðinn. Nú virðist Þórólfur hins vegar ætla að senda boltann til ríkisstjórnarinnar. „Ég held að það sé núna stjórnvalda að taka ákvörðun um það, að gefnu áhættumati og útliti, hvort stjórnvöld eru tilbúin til að grípa til harðra aðgerða til að kveða niður bylgjuna hérna niður eða ekki.“ Þannig að þú kemur ekki með tillögur á minnisblaði? „Ég geri það í aðeins öðru formi en áður býst ég við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19
108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43