Innlent

Hlaut heilahristing eftir fjögurra manna vespurúnt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Umferðarslys varð í Kópavogi seint í gærkvöldi þegar ökumaður vespu missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún fór á hliðina. Á vespunni voru fjórir 14 ára drengir og aðeins einn með hjálm.

Þrír slösuðust „lítið sem ekkert“ samkvæmt lögreglu en einn missti meðvitund stutta stund og er talinn hafa fengið heilahristing. Samband var haft við foreldra drengjanna.

Rétt fyrir kl. 1 í nótt varð annað slys í Kópavogi þegar ökumaður ók utan í kyrrstæðan bíl. Tjónvaldurinn stakk af en var stöðvaður skömmu síðar og er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 

Lögregla stöðvaði þrjá ökumenn í gærkvöldi og nótt sem reyndust ekki með gild ökuréttindi. Þá var tilkynnt um eignaspjöll á bifreið í miðborginni, þar sem skorið var á dekk og tilraun gerð til að kveikja í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×