Þórsarar orðlausir þegar Alusevski ákvað að slá til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2021 11:01 Frá Skopje til Akureyrar. Stevce Alusevski er nýr þjálfari Þórs. epa/GEORGI LICOVSKI Margir ráku eflaust upp stór augu þegar Þór tilkynnti um ráðningu á nýjum þjálfara karlaliðs félagsins í handbolta í fyrradag. Sá heitir Stevce Alusevski og var síðast þjálfari norður-makedónska stórliðsins Vardar. Alusevski hefur marga fjöruna í handboltanum sopið. Hann var vinstri hornamaður og lék 245 leiki fyrir landslið Norður-Makedóníu á sínum á tíma og skoraði tæplega þúsund mörk. Hann var valinn besti leikmaður Norður-Makedóníu 2004 og vann alls þrettán meistaratitla og ellefu bikarmeistaratitla í heimalandinu. Eftir að skórnir fóru á hilluna hefur hann þjálfað Pelister, Eurofarm Rabotnik og svo Vardar. Undir stjórn Alusevskis varð Vardar tvöfaldur meistari heima fyrir á síðasta tímabili. En hvernig endar maður sem þjálfaði síðast eitt stærsta lið Evrópu á síðasta tímabili hjá liði sem leikur í Grill 66 deildinni? „Við fengum þetta eiginlega upp í hendurnar. Við höfðum verið í þjálfaraleit. Svo er þetta þannig að maður þekkir mann og menn voru að fara á handboltaráðstefnu erlendis, eitt leiddi af öðru og allt í einu poppaði það upp að þessi væri laus,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson hjá handknattleiksdeild Þórs í samtali við Vísi um aðdragandann að ráðningu Alusevskis. „Okkur fannst ævintýralega ólíklegt að hann myndi vilja ræða við okkur. En við komumst í samband við hann og ræddum við hann í gegnum tölvu og útskýrðum fyrir honum hvað ætlum að gera, hvert við stefnum og hugmyndirnar á bak við þetta. Eftir að Akureyrarsamstarfinu var slitið má líkja þessu við að við höfum verið sá maki í skilnaðinum sem var ekki alveg tilbúinn undir hann. Við erum með fullt af ungum og efnilegum strákum og ákváðum að fá öflugan þjálfara til að búa til öfluga leikmenn frekar en að fá leikmenn til okkar.“ Alusevski kemur til landsins í næstu viku.epa/Tamas Vasvari Ráðning Þórs á Alusevski hefur ekki bara vakið athygli hér á landi heldur einnig í handboltaheiminum. „Þetta er risa nafn. Við lögðum bara allt á borðið fyrir framan hann, hvernig aðstaðan væri, hvernig liðið væri samsett og að við værum áhugamenn en ekki atvinnumenn. Við sýndum honum það sem var í boði, hann hugsaði sig um í tvo daga og svo sagðist hann ætla að koma. Hann ákvað að slá til og við vorum eiginlega orðlausir,“ sagði Árni en Alusevski er væntanlegur til landsins 15. ágúst. Allir erlendu leikmennirnir sem léku með Þór á síðasta tímabili, Jovan Kukobat, Karolis Stropus og Ihor Kopyshynskyi, eru farnir frá félaginu sem og línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson sem gekk í raðir Stjörnunnar. Þórsarar ætla að spila mest megnis á heimamönnum á næsta tímabili og byggja upp til framtíðar. Þór hefur fallið tvisvar úr Olís-deildinni síðan Akureyrarsamstarfinu lauk.vísir/Hulda Margrét „Það er enginn leikmaður kominn til okkar en við vonumst til að þessi ráðning kveiki kannski áhuga hjá ungum strákum sem fá lítil tækifæri í sínum liðum. Við ætlum að byggja þetta upp á ungum strákum og henda þeim út í djúpu laugina,“ sagði Árni. Þórsarar ætla sér að komast strax upp úr Grill 66 deildinni og markmiðið er að festa sig í sessi í Olís-deildinni. „Við ákváðum að byrja á núlli og ætlum að búa til handboltalið sem getur verið samkeppnishæft við þau bestu á landinu. Það tekur tíma en við ætlum okkar upp í ár,“ sagði Árni að endingu. Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Sjá meira
Alusevski hefur marga fjöruna í handboltanum sopið. Hann var vinstri hornamaður og lék 245 leiki fyrir landslið Norður-Makedóníu á sínum á tíma og skoraði tæplega þúsund mörk. Hann var valinn besti leikmaður Norður-Makedóníu 2004 og vann alls þrettán meistaratitla og ellefu bikarmeistaratitla í heimalandinu. Eftir að skórnir fóru á hilluna hefur hann þjálfað Pelister, Eurofarm Rabotnik og svo Vardar. Undir stjórn Alusevskis varð Vardar tvöfaldur meistari heima fyrir á síðasta tímabili. En hvernig endar maður sem þjálfaði síðast eitt stærsta lið Evrópu á síðasta tímabili hjá liði sem leikur í Grill 66 deildinni? „Við fengum þetta eiginlega upp í hendurnar. Við höfðum verið í þjálfaraleit. Svo er þetta þannig að maður þekkir mann og menn voru að fara á handboltaráðstefnu erlendis, eitt leiddi af öðru og allt í einu poppaði það upp að þessi væri laus,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson hjá handknattleiksdeild Þórs í samtali við Vísi um aðdragandann að ráðningu Alusevskis. „Okkur fannst ævintýralega ólíklegt að hann myndi vilja ræða við okkur. En við komumst í samband við hann og ræddum við hann í gegnum tölvu og útskýrðum fyrir honum hvað ætlum að gera, hvert við stefnum og hugmyndirnar á bak við þetta. Eftir að Akureyrarsamstarfinu var slitið má líkja þessu við að við höfum verið sá maki í skilnaðinum sem var ekki alveg tilbúinn undir hann. Við erum með fullt af ungum og efnilegum strákum og ákváðum að fá öflugan þjálfara til að búa til öfluga leikmenn frekar en að fá leikmenn til okkar.“ Alusevski kemur til landsins í næstu viku.epa/Tamas Vasvari Ráðning Þórs á Alusevski hefur ekki bara vakið athygli hér á landi heldur einnig í handboltaheiminum. „Þetta er risa nafn. Við lögðum bara allt á borðið fyrir framan hann, hvernig aðstaðan væri, hvernig liðið væri samsett og að við værum áhugamenn en ekki atvinnumenn. Við sýndum honum það sem var í boði, hann hugsaði sig um í tvo daga og svo sagðist hann ætla að koma. Hann ákvað að slá til og við vorum eiginlega orðlausir,“ sagði Árni en Alusevski er væntanlegur til landsins 15. ágúst. Allir erlendu leikmennirnir sem léku með Þór á síðasta tímabili, Jovan Kukobat, Karolis Stropus og Ihor Kopyshynskyi, eru farnir frá félaginu sem og línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson sem gekk í raðir Stjörnunnar. Þórsarar ætla að spila mest megnis á heimamönnum á næsta tímabili og byggja upp til framtíðar. Þór hefur fallið tvisvar úr Olís-deildinni síðan Akureyrarsamstarfinu lauk.vísir/Hulda Margrét „Það er enginn leikmaður kominn til okkar en við vonumst til að þessi ráðning kveiki kannski áhuga hjá ungum strákum sem fá lítil tækifæri í sínum liðum. Við ætlum að byggja þetta upp á ungum strákum og henda þeim út í djúpu laugina,“ sagði Árni. Þórsarar ætla sér að komast strax upp úr Grill 66 deildinni og markmiðið er að festa sig í sessi í Olís-deildinni. „Við ákváðum að byrja á núlli og ætlum að búa til handboltalið sem getur verið samkeppnishæft við þau bestu á landinu. Það tekur tíma en við ætlum okkar upp í ár,“ sagði Árni að endingu.
Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Sjá meira