Bein útsending: Það getur verið öðruvísi að eldast hinsegin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. ágúst 2021 16:30 Sandra segir óttann við fordóma geta valdið einangrun aldraðra hinsegin einstaklinga. Getty „Rannsóknir erlendis sýna að þessi hópur aldraðra, sem þarf að fara að leita aðstoðar á borð við heimahjúkrun, forðast að nýta sér þessa þjónustu.“ Þetta segir Sandra Ósk Eysteinsdóttir um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Vísir streymir beint frá fræðslufundinum „Að eldast hinsegin“ sem er þáttur í Hinsegin dögum og hefst kl. 17. Sandra er meðal þeirra sem halda utan um viðburðinn, sem hún segir ætlað að vekja umræðu um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Spurð að því hvort hinsegin fólk eldist ekki bara eins og allir aðrir segir Sandra málið ekki svo einfalt. Erlendis hafi verið gerðar rannsóknir á velferð þessa hóps en engar hérlendis. Sandra og eiginkona hennar, sem eru báðar hjúkrunarfræðingar, hafi hins vegar gert óformlega könnun meðal annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem leiddi í ljós að fæstir þeirra vissu til þess að hafa komið nálægt umönnun hinsegin einstaklings. „Þessi hópur er í felum,“ segir Sandra en vandamálið felist ekki síst í ótta fólks við að mæta fordómum. Hún bendir á að nú sé sú kynslóð að komast á aldur sem upplifði HIV-ógnina og allt sem henni fylgdi; áföll, fordóma og útskúfun. Hún segir hætt við að þessir einstaklingar einangri sig, til dæmis þegar þeir þurfa að flytja á hjúkrunarheimili; fari ekki í mat með öðrum eða stundi félagslíf. Hin hliðin á peningnum séu svo raunverulegir fordómar. „Það eru ekkert öll dýrin í skóginum vinir,“ segir Sandra. „Það eru ekkert allir sammála um að fólk eigi að fá að vera hinsegin og það er ekkert sem bannar þá skoðun. En það er svolítið vont að þurfa að fá þjónustu hjá eða búa með einhverjum sem hugsar svoleiðis.“ Þjóðargersemin Páll Óskar Hjálmtýsson er meðal þeirra sem hafa kallað eftir hjúkrunarheimili fyrir samkynhneigða og bent á nauðsynina á félagsskap vina, þar sem margir hommar til dæmis séu barnlausir.Mynd/Baldur „Regnbogaheimili“ Sandra svarar því játandi að líklega sé um að ræða millibilsástand, þar til yngri kynslóðir vaxa úr grasi. Til dæmis sé alls konar ungt hinsegin fólk að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir hins vegar ómögulegt að sitja bara hjá og bíða. „Það eru svo margir sem munu þurfa að nýta sér þessa þjónustu í milltíðinni og við þurfum að hlúa að þeim sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda næstu áratugina.“ Þess vegna þurfi að leita lausna og meðal frummælenda á fræðslufundinum verði hjúkrunarfræðingur sem ætlar að segja frá „regnbogavottuðum“ heimilum í Danmörku, þar sem allir eru velkomnir. „Og í Bandaríkjunum er fullt af LGBTQ-„friendly“ heimilum, þar sem stefnan er bara opinberuð og gagnkynhneigðir vita þá bara að þeir eru að fara á heimili þar sem regboganum er flaggað,“ segir Sandra. Um þetta og margt fleira verður rætt á fræðslufundinum, sem verður í beinu streymi hér fyrir neðan. Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Vísir streymir beint frá fræðslufundinum „Að eldast hinsegin“ sem er þáttur í Hinsegin dögum og hefst kl. 17. Sandra er meðal þeirra sem halda utan um viðburðinn, sem hún segir ætlað að vekja umræðu um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Spurð að því hvort hinsegin fólk eldist ekki bara eins og allir aðrir segir Sandra málið ekki svo einfalt. Erlendis hafi verið gerðar rannsóknir á velferð þessa hóps en engar hérlendis. Sandra og eiginkona hennar, sem eru báðar hjúkrunarfræðingar, hafi hins vegar gert óformlega könnun meðal annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem leiddi í ljós að fæstir þeirra vissu til þess að hafa komið nálægt umönnun hinsegin einstaklings. „Þessi hópur er í felum,“ segir Sandra en vandamálið felist ekki síst í ótta fólks við að mæta fordómum. Hún bendir á að nú sé sú kynslóð að komast á aldur sem upplifði HIV-ógnina og allt sem henni fylgdi; áföll, fordóma og útskúfun. Hún segir hætt við að þessir einstaklingar einangri sig, til dæmis þegar þeir þurfa að flytja á hjúkrunarheimili; fari ekki í mat með öðrum eða stundi félagslíf. Hin hliðin á peningnum séu svo raunverulegir fordómar. „Það eru ekkert öll dýrin í skóginum vinir,“ segir Sandra. „Það eru ekkert allir sammála um að fólk eigi að fá að vera hinsegin og það er ekkert sem bannar þá skoðun. En það er svolítið vont að þurfa að fá þjónustu hjá eða búa með einhverjum sem hugsar svoleiðis.“ Þjóðargersemin Páll Óskar Hjálmtýsson er meðal þeirra sem hafa kallað eftir hjúkrunarheimili fyrir samkynhneigða og bent á nauðsynina á félagsskap vina, þar sem margir hommar til dæmis séu barnlausir.Mynd/Baldur „Regnbogaheimili“ Sandra svarar því játandi að líklega sé um að ræða millibilsástand, þar til yngri kynslóðir vaxa úr grasi. Til dæmis sé alls konar ungt hinsegin fólk að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir hins vegar ómögulegt að sitja bara hjá og bíða. „Það eru svo margir sem munu þurfa að nýta sér þessa þjónustu í milltíðinni og við þurfum að hlúa að þeim sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda næstu áratugina.“ Þess vegna þurfi að leita lausna og meðal frummælenda á fræðslufundinum verði hjúkrunarfræðingur sem ætlar að segja frá „regnbogavottuðum“ heimilum í Danmörku, þar sem allir eru velkomnir. „Og í Bandaríkjunum er fullt af LGBTQ-„friendly“ heimilum, þar sem stefnan er bara opinberuð og gagnkynhneigðir vita þá bara að þeir eru að fara á heimili þar sem regboganum er flaggað,“ segir Sandra. Um þetta og margt fleira verður rætt á fræðslufundinum, sem verður í beinu streymi hér fyrir neðan.
Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira