Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. ágúst 2021 20:00 Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun. sigurjón ólason Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. Kort sóttvarnastofnunar Evrópu er uppfært alla fimmtudaga með tölum um fjórtán daga nýgengi smita. Ísland verður skilgreint rautt á kortinu á morgun sem þýðir að aðildarríki Evrópusambandsins muni mæla gegn ferðalögum til Íslands. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir rauðan lit Íslands ekki hafa eins sterk áhrif og hann hefði haft áður en hluti heimsbyggðarinnar var bólusettur. Hann segir ríki horfa til fleiri þátta en fjölda smita í hverju landi fyrir sig. „Það er til dæmis verið að horfa til þess hvert hlutfall bólusettra sé í viðkomandi löndum þannig að ríkin eru að endurmeta það hvernig þau eiga að haga sínum sóttvörnum bæði á landamærum og innanlands,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.sigurjón ólason „Sjáum nú hvaða reglur gilda fyrir bólusetta sem ferðast frá rauðu Íslandi til þessara helstu landa.“ Þeir sem ferðast héðan og til Spánar þurfa einungis að fylla út sérstakt forskráningar eyðublað og sýna fram á bólusetningarvottorð við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld styðjast við sitt eigið sóttvarnakort og verður næsta uppfærsla þess tilkynnt á morgun og tekur gildi á mánudaginn. Ef Ísland verður grænt eða appelsínugult á þeirra korti munu bólusettir þurfa að fylla út forskráningarform, framvísa neikvæðu hrað- eða PCR prófi og fara í sýnatöku innan tveggja daga eftir komuna til landsins. Verði Ísland rautt þurfa farþegar í tíu daga sóttkví auk alls þess sem ég nefndi áðan. Danir styðjast einnig við sitt eigið sóttvarnakort sem verður uppfært á föstudaginn. Ef Ísland verður rautt á þeirra lista þurfa bólusettir ferðamenn að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við komuna til landsins auk bólusetningarvottorðs. „En þessar reglur geta vægast sagt verið ruglningslegar og taka mjög hröðum breytingum, oft án fyrirvara. Því mælir utanríkisráðuneytið með því að ferðalangar kynni sér vel hvaða reglur gilda áður en lagt er af stað úr landi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Kort sóttvarnastofnunar Evrópu er uppfært alla fimmtudaga með tölum um fjórtán daga nýgengi smita. Ísland verður skilgreint rautt á kortinu á morgun sem þýðir að aðildarríki Evrópusambandsins muni mæla gegn ferðalögum til Íslands. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir rauðan lit Íslands ekki hafa eins sterk áhrif og hann hefði haft áður en hluti heimsbyggðarinnar var bólusettur. Hann segir ríki horfa til fleiri þátta en fjölda smita í hverju landi fyrir sig. „Það er til dæmis verið að horfa til þess hvert hlutfall bólusettra sé í viðkomandi löndum þannig að ríkin eru að endurmeta það hvernig þau eiga að haga sínum sóttvörnum bæði á landamærum og innanlands,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.sigurjón ólason „Sjáum nú hvaða reglur gilda fyrir bólusetta sem ferðast frá rauðu Íslandi til þessara helstu landa.“ Þeir sem ferðast héðan og til Spánar þurfa einungis að fylla út sérstakt forskráningar eyðublað og sýna fram á bólusetningarvottorð við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld styðjast við sitt eigið sóttvarnakort og verður næsta uppfærsla þess tilkynnt á morgun og tekur gildi á mánudaginn. Ef Ísland verður grænt eða appelsínugult á þeirra korti munu bólusettir þurfa að fylla út forskráningarform, framvísa neikvæðu hrað- eða PCR prófi og fara í sýnatöku innan tveggja daga eftir komuna til landsins. Verði Ísland rautt þurfa farþegar í tíu daga sóttkví auk alls þess sem ég nefndi áðan. Danir styðjast einnig við sitt eigið sóttvarnakort sem verður uppfært á föstudaginn. Ef Ísland verður rautt á þeirra lista þurfa bólusettir ferðamenn að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við komuna til landsins auk bólusetningarvottorðs. „En þessar reglur geta vægast sagt verið ruglningslegar og taka mjög hröðum breytingum, oft án fyrirvara. Því mælir utanríkisráðuneytið með því að ferðalangar kynni sér vel hvaða reglur gilda áður en lagt er af stað úr landi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira