Værum við sátt við 1.074 Covid andlát? Gleymum ekki góðum árangri! Pétur Magnússon skrifar 5. ágúst 2021 13:00 Því miður er það svo að enn á ný stöndum við frammi fyrir því að Covid er ekki horfið úr lífi okkar. Aldrei hafa fleiri greinst jákvæðir fyrir Covid hér á landi en undanfarna daga. Eðlilega eru mörg okkar orðin þreytt á Covid og þeim truflunum sem Covid hefur haft á daglegt líf okkar. Margir bundu vonir við að í sumar kæmi Covid vandinn til með að leysast, samhliða viðtækum bólusetningum, en svo er ekki. Bólusetningarferli þjóðarinnar hefur gengið vel en þrátt fyrir það, hefur orðið bakslag. Mikilvægt er að við höldum áfram baráttunni sem þjóð og sem samfélag, og stöndum áfram saman í þeim sóttvarnaraðgerðum sem ráðist verður í, hverjar sem þær eru. Það er forsenda þess að vel gangi og fljótlegasta leiðin til að gera aðgerðir markvissar og takmarkanir sem minnstar. Samstaðan lykillinn að farsælum árangri Íslands Það má ekki gleyma því að árangur Íslands í sóttvörnum er með því sem besta sem gerist, þegar við berum okkur saman við önnur lönd. Sannarlega eru ákveðin atriði í þessu Covid-ferli sem betur hefðu mátt fara en nánast öll lönd í kringum okkur hafa gengið í gegnum töluvert harðari samfélagslegri takmarkanir og aðgerðir en við og andlát vegna Covid hér á landi eru hlutfallslega fá, samanborið við aðrar þjóðir. Meginástæðan fyrir þessum árangri okkar Íslendinga er almenn samfélagsleg þátttaka og samstaða. Hvers vegna eru þessar sóttvarnaraðgerðir? Í samfélögum nútímans er ekki í boði að láta fólk deyja vegna veikinda ef hægt er að hjálpa og hreint og beint skylda stjórnvalda að gripið sé inn í ef farsóttir geisa. Á síðari tímum hefur mannkynið ekki glímt við vá sem þessa. Almennur aðbúnaður, næringarástand og heilbrigðisþjónusta í dag gerir samanburð við farsóttir fyrr á öldum algerlega ómarktækan. Sem dæmi má nefna að talið er að í tengslum við móðuharðindin hafi á þriggja ára tímabili um 20% þjóðarinnar látist. Sú tala væri um 74 þúsund manns miðað við fjölda Íslendinga í dag. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvers vegna lönd heimsins hafa verið að grípa til strangra sóttvarnaraðgerða vegna Covid. 1. Covid er bannvænn sjúkdómur. Þegar þetta er skrifað eru vel yfir 4 milljónum staðfest andlát vegna Covid í heiminum og þeim á enn eftir að fjölga. Við hér á Íslandi höfum verið heppin samanborið við aðrar þjóðir, en andlát hér eru aðeins 30 talsins. Meðfylgjandi tafla sýnir dánartíðni vegna Covid í nokkrum löndum, umreiknaða miðað við höfðatölu. Ungverjaland virðist hafa orðið verst úti en 1.074 Íslendingar væru nú látnir úr Covid ef tölfræði þeirra er yfirfærð á Ísland eða um 36 sinnum fleiri en raunin er hjá okkur. 2. Halda niðri fjölda sýktra svo heilbrigðiskerfið ráði við stöðuna. Mikilvægt er að halda niðri fjölda sýktra. Heilbrigðiskerfið ræður einungis við ákveðinn fjölda sjúklinga í einu. Ef sjúklingarnir eru fleiri en það, gefst ekki ráðrúm til að sinna öllum og því geta andlát eða alvarleg veikindi orðið mun fleiri en þyrftu að vera – en nokkur lönd hafa lent í þessu. Fram að bólusetningu var lykilatriði að halda fjölda sýktra niðri, þannig að sem fæstir yrðu alvarlega veikir. Nú bendir margt til þess að þeir sem eru bólusettir veikist síður en óbólusettir eða að minnsta kosti fái þeir vægari einkenni ef þeir smitast. Næstu vikur munu skera úr um hvort þetta sé raunin. 3. Fjöldi smitaðra glímir við alvarleg langvarandi einkenni eftir Covid. Í umræðunni um Covid er mikilvægt að hafa í huga að veiran veldur ekki bara ótímabærum andlátum og erfiðum veikindum hjá áhættuhópum. Veiran fer ekki í manngreinarálit. Sumir þeirra sem sýkjast og fá jafnvel ekki mikil einkenni, geta verið að glíma við eftirstöðvarnar í langan tíma eftir sýkingu. Enginn vill hafa það á samviskunni að smita aðra manneskju þannig að hún hljóti varanlegan skaða af. Ekki er vitað hvað sá hópur er stór sem fær langvarandi einkenni eftir Covid smit þar sem Þó nákvæmar rannsóknir skortir enn. Sérfræðingar erlendis hafa þó leitt að því líkum að það séu að minnsta kosti 10%. Þessi hópur er að glíma við eftirstöðvar mörgum vikum eða mánuðum eftir sýkingu. Þetta lýsir sér í fjölbreytilegum einkennum svo sem síþreytu, þrekleysi, verkjum og öndunarfæraeinkennum svo dæmi séu nefnd. Merkja má viðhorfsbreytingu hjá almenningi gagnvart smiti síðan í fyrra. Hjá yngra og miðaldra fólki var hugsunin oft sú að viðkomandi vildi ekki smitast til að verða ekki valdur að því að smita aðra, til dæmis nána ættingja eða vini sem væru í áhættuhópum og gætu orðið alvarlega veikir eða jafnvel dáið. Í dag er vitað að hluti þeirra sem sýkjast geta þurft að glíma við langvarandi einkenni sem leiða til skerðingar á starfsorku og lífsgæðum, jafnvel í mjög langan tíma. Við sjáum að frískt fólk, t.d. í yngri kantinum og miðaldra, getur vel lent í þessum hópi. Í fjölmiðlum hér á landi hefur fjöldi fólks á öllum aldri stigið fram og lýst sögu sinni hvað þetta varðar, meðal annars afreksfólk í íþróttum og háskólanemar. Höfum við verið að gera rétt? Tíminn mun skera úr um hvort við höfum verið að gera rétt. Þar þarf auðvitað að átta sig á að ákvarðanir eru teknar út frá þeirri þekkingu sem til er á hverjum tíma. Það er ekki til nein handbók um hvernig takast á við faraldur sem þennan og við lærum nýja hluti nánast daglega. Sem fyrr segir hafa aðgerðir beinst að ofangreindum þremur þáttum og þar hefur okkur Íslendingum tekist mjög vel til í samanburði við aðrar þjóðir. Lykilatriði er í baráttu sem þessari að samfélagið standi saman svo árangur náist, en auðvitað er mikilvægt að opinská umræða fari fram – en svo þarf líka að hafa þor til að taka á skarið og framkvæma. Að gera ekkert er líka ákvörðun sem getur haft miklar afleiðingar. Við höfum verið lánsöm og haft öfluga leiðtoga sem stjórnmálin hafa fylgt og samstaða hefur ríkt um þær leiðir sem valdar hafa verið í aðgerðum. Önnur atriði eins og áhrif samfélagslegra takmarkana á lífsgæði og framtíð ýmissa þjóðfélagshópa, eins og barna og unglinga, mun koma síðar í ljós en slíkur samanburður er auðvitað mjög flókinn. Það er þó ljóst að fórnarkostnaður er töluverður. Hvað gerist næst? Sú spurning sem brennur á fólki nú er hvað gerist næst. Því miður er mjög margt sem bendir til að Covid-veiran verði áfram í samfélaginu. Veirusjúkdómar eru flokkur sem heilbrigðisþjónustunni hefur ekki gengið sérstaklega vel með, ekki síst þar sem ný afbrigði koma ört fram. Því meira sem veiran er til staðar, því meiri líkur eru á að hún stökkbreytist og geti því komið fram ný og illvíg afbrigði. Nú er komið að kaflaskilum í baráttunni. Við stöndum frammi fyrir því þessa dagana að meta hvort við séum komin á það stig að áhrif veirunnar séu það lítil í samfélaginu að heilbrigðiskerfið ráði við þær sýkingar sem upp kunna að koma. Meðan þetta er ekki vitað hafa sóttvarnarlæknir og heilbrigðisstarfsfólk eðlilega haft varan á en næstu dagar munu að mörgu leiti skera úr um þetta. Hins vegar er ljóst að það styttist í að baráttan breytist. Við verðum að geta lifað með veirunni án verulegra takamarkana en jafnframt að finna leiðir til að vernda þá sem eru viðkvæmir fyrir og með undirliggjandi sjúkdóma. Í þessu sambandi þarf þó að fara varlega og þó bóluefnin séu ekki allsherjar lausn hafa þau hjálpað okkur mikið. Við þurfum að búa okkur undir að næstu mánuði og ár verði Covid að lita líf okkar með einhverjum hætti. Það er lykilatriði að við stöndum áfram saman sem þjóð í baráttunni og förum saman þær leiðir sem valdar verða. Glundroði og sundrung munu aðeins gera aðgerðir ómarkvissar, fleiri munu bera skaða af en þurfa og takmarkanir og truflanir á daglegu lífi vara lengur. Að lokum vil ég senda bestu kveðjur til starfsfólks Landspítala og heilsugæslunnar, sem og annars heilbrigðisstarfsfólks sem stendur vaktina í þessu erfiða ástandi. Höfundur er forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Því miður er það svo að enn á ný stöndum við frammi fyrir því að Covid er ekki horfið úr lífi okkar. Aldrei hafa fleiri greinst jákvæðir fyrir Covid hér á landi en undanfarna daga. Eðlilega eru mörg okkar orðin þreytt á Covid og þeim truflunum sem Covid hefur haft á daglegt líf okkar. Margir bundu vonir við að í sumar kæmi Covid vandinn til með að leysast, samhliða viðtækum bólusetningum, en svo er ekki. Bólusetningarferli þjóðarinnar hefur gengið vel en þrátt fyrir það, hefur orðið bakslag. Mikilvægt er að við höldum áfram baráttunni sem þjóð og sem samfélag, og stöndum áfram saman í þeim sóttvarnaraðgerðum sem ráðist verður í, hverjar sem þær eru. Það er forsenda þess að vel gangi og fljótlegasta leiðin til að gera aðgerðir markvissar og takmarkanir sem minnstar. Samstaðan lykillinn að farsælum árangri Íslands Það má ekki gleyma því að árangur Íslands í sóttvörnum er með því sem besta sem gerist, þegar við berum okkur saman við önnur lönd. Sannarlega eru ákveðin atriði í þessu Covid-ferli sem betur hefðu mátt fara en nánast öll lönd í kringum okkur hafa gengið í gegnum töluvert harðari samfélagslegri takmarkanir og aðgerðir en við og andlát vegna Covid hér á landi eru hlutfallslega fá, samanborið við aðrar þjóðir. Meginástæðan fyrir þessum árangri okkar Íslendinga er almenn samfélagsleg þátttaka og samstaða. Hvers vegna eru þessar sóttvarnaraðgerðir? Í samfélögum nútímans er ekki í boði að láta fólk deyja vegna veikinda ef hægt er að hjálpa og hreint og beint skylda stjórnvalda að gripið sé inn í ef farsóttir geisa. Á síðari tímum hefur mannkynið ekki glímt við vá sem þessa. Almennur aðbúnaður, næringarástand og heilbrigðisþjónusta í dag gerir samanburð við farsóttir fyrr á öldum algerlega ómarktækan. Sem dæmi má nefna að talið er að í tengslum við móðuharðindin hafi á þriggja ára tímabili um 20% þjóðarinnar látist. Sú tala væri um 74 þúsund manns miðað við fjölda Íslendinga í dag. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvers vegna lönd heimsins hafa verið að grípa til strangra sóttvarnaraðgerða vegna Covid. 1. Covid er bannvænn sjúkdómur. Þegar þetta er skrifað eru vel yfir 4 milljónum staðfest andlát vegna Covid í heiminum og þeim á enn eftir að fjölga. Við hér á Íslandi höfum verið heppin samanborið við aðrar þjóðir, en andlát hér eru aðeins 30 talsins. Meðfylgjandi tafla sýnir dánartíðni vegna Covid í nokkrum löndum, umreiknaða miðað við höfðatölu. Ungverjaland virðist hafa orðið verst úti en 1.074 Íslendingar væru nú látnir úr Covid ef tölfræði þeirra er yfirfærð á Ísland eða um 36 sinnum fleiri en raunin er hjá okkur. 2. Halda niðri fjölda sýktra svo heilbrigðiskerfið ráði við stöðuna. Mikilvægt er að halda niðri fjölda sýktra. Heilbrigðiskerfið ræður einungis við ákveðinn fjölda sjúklinga í einu. Ef sjúklingarnir eru fleiri en það, gefst ekki ráðrúm til að sinna öllum og því geta andlát eða alvarleg veikindi orðið mun fleiri en þyrftu að vera – en nokkur lönd hafa lent í þessu. Fram að bólusetningu var lykilatriði að halda fjölda sýktra niðri, þannig að sem fæstir yrðu alvarlega veikir. Nú bendir margt til þess að þeir sem eru bólusettir veikist síður en óbólusettir eða að minnsta kosti fái þeir vægari einkenni ef þeir smitast. Næstu vikur munu skera úr um hvort þetta sé raunin. 3. Fjöldi smitaðra glímir við alvarleg langvarandi einkenni eftir Covid. Í umræðunni um Covid er mikilvægt að hafa í huga að veiran veldur ekki bara ótímabærum andlátum og erfiðum veikindum hjá áhættuhópum. Veiran fer ekki í manngreinarálit. Sumir þeirra sem sýkjast og fá jafnvel ekki mikil einkenni, geta verið að glíma við eftirstöðvarnar í langan tíma eftir sýkingu. Enginn vill hafa það á samviskunni að smita aðra manneskju þannig að hún hljóti varanlegan skaða af. Ekki er vitað hvað sá hópur er stór sem fær langvarandi einkenni eftir Covid smit þar sem Þó nákvæmar rannsóknir skortir enn. Sérfræðingar erlendis hafa þó leitt að því líkum að það séu að minnsta kosti 10%. Þessi hópur er að glíma við eftirstöðvar mörgum vikum eða mánuðum eftir sýkingu. Þetta lýsir sér í fjölbreytilegum einkennum svo sem síþreytu, þrekleysi, verkjum og öndunarfæraeinkennum svo dæmi séu nefnd. Merkja má viðhorfsbreytingu hjá almenningi gagnvart smiti síðan í fyrra. Hjá yngra og miðaldra fólki var hugsunin oft sú að viðkomandi vildi ekki smitast til að verða ekki valdur að því að smita aðra, til dæmis nána ættingja eða vini sem væru í áhættuhópum og gætu orðið alvarlega veikir eða jafnvel dáið. Í dag er vitað að hluti þeirra sem sýkjast geta þurft að glíma við langvarandi einkenni sem leiða til skerðingar á starfsorku og lífsgæðum, jafnvel í mjög langan tíma. Við sjáum að frískt fólk, t.d. í yngri kantinum og miðaldra, getur vel lent í þessum hópi. Í fjölmiðlum hér á landi hefur fjöldi fólks á öllum aldri stigið fram og lýst sögu sinni hvað þetta varðar, meðal annars afreksfólk í íþróttum og háskólanemar. Höfum við verið að gera rétt? Tíminn mun skera úr um hvort við höfum verið að gera rétt. Þar þarf auðvitað að átta sig á að ákvarðanir eru teknar út frá þeirri þekkingu sem til er á hverjum tíma. Það er ekki til nein handbók um hvernig takast á við faraldur sem þennan og við lærum nýja hluti nánast daglega. Sem fyrr segir hafa aðgerðir beinst að ofangreindum þremur þáttum og þar hefur okkur Íslendingum tekist mjög vel til í samanburði við aðrar þjóðir. Lykilatriði er í baráttu sem þessari að samfélagið standi saman svo árangur náist, en auðvitað er mikilvægt að opinská umræða fari fram – en svo þarf líka að hafa þor til að taka á skarið og framkvæma. Að gera ekkert er líka ákvörðun sem getur haft miklar afleiðingar. Við höfum verið lánsöm og haft öfluga leiðtoga sem stjórnmálin hafa fylgt og samstaða hefur ríkt um þær leiðir sem valdar hafa verið í aðgerðum. Önnur atriði eins og áhrif samfélagslegra takmarkana á lífsgæði og framtíð ýmissa þjóðfélagshópa, eins og barna og unglinga, mun koma síðar í ljós en slíkur samanburður er auðvitað mjög flókinn. Það er þó ljóst að fórnarkostnaður er töluverður. Hvað gerist næst? Sú spurning sem brennur á fólki nú er hvað gerist næst. Því miður er mjög margt sem bendir til að Covid-veiran verði áfram í samfélaginu. Veirusjúkdómar eru flokkur sem heilbrigðisþjónustunni hefur ekki gengið sérstaklega vel með, ekki síst þar sem ný afbrigði koma ört fram. Því meira sem veiran er til staðar, því meiri líkur eru á að hún stökkbreytist og geti því komið fram ný og illvíg afbrigði. Nú er komið að kaflaskilum í baráttunni. Við stöndum frammi fyrir því þessa dagana að meta hvort við séum komin á það stig að áhrif veirunnar séu það lítil í samfélaginu að heilbrigðiskerfið ráði við þær sýkingar sem upp kunna að koma. Meðan þetta er ekki vitað hafa sóttvarnarlæknir og heilbrigðisstarfsfólk eðlilega haft varan á en næstu dagar munu að mörgu leiti skera úr um þetta. Hins vegar er ljóst að það styttist í að baráttan breytist. Við verðum að geta lifað með veirunni án verulegra takamarkana en jafnframt að finna leiðir til að vernda þá sem eru viðkvæmir fyrir og með undirliggjandi sjúkdóma. Í þessu sambandi þarf þó að fara varlega og þó bóluefnin séu ekki allsherjar lausn hafa þau hjálpað okkur mikið. Við þurfum að búa okkur undir að næstu mánuði og ár verði Covid að lita líf okkar með einhverjum hætti. Það er lykilatriði að við stöndum áfram saman sem þjóð í baráttunni og förum saman þær leiðir sem valdar verða. Glundroði og sundrung munu aðeins gera aðgerðir ómarkvissar, fleiri munu bera skaða af en þurfa og takmarkanir og truflanir á daglegu lífi vara lengur. Að lokum vil ég senda bestu kveðjur til starfsfólks Landspítala og heilsugæslunnar, sem og annars heilbrigðisstarfsfólks sem stendur vaktina í þessu erfiða ástandi. Höfundur er forstjóri Reykjalundar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun