Innlent

Lögreglan lýsir eftir Guðbrandi Ólafssyni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðbrandur Ólafsson sást síðast á Selfossi í gær.
Guðbrandur Ólafsson sást síðast á Selfossi í gær.

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Guðbrandi Ólafssyni. Síðast er vitað um ferðir hans í nágrenni við Selfoss seinni partinn í gær. Var hann þá á bifreiðinni YB-720, KIA SORENTO blá að lit.

Guðbrandur er klæddur í svartan jakka og bláar gallabuxur.

Þeir sem hafa orðið varir við bifreiðina YB-720 og geta gefið upplýsingar um ferðir Guðbrands eru beðnir um að láta lögreglu á Suðurlandi vita í síma 444 2000 eða á netfangið sudurland@logregla.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×