Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Aberdeen 2-3 | Blikar hafa verk að vinna Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2021 22:01 Blikar þurfa að vinna seinni leik liðanna til að fara áfram. Vísir/Hafliði Breiðablik tók á móti Aberdeen á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 3-2 sigur Aberdeen og þeir fara því með eins marks forskot í seinni leik liðaanna að viku liðinni. Leikurinn byrjaði vægast sagt hræðilega fyrir Breiðablik í kvöld. Strax á sjöttu mínútu skoruðu gestirnir mark eftir hornspyrnu og var það því miður af einfaldari gerðinni. Boltanum var spyrnt með jörðinni og eftir einfalda fléttu þá var Ramirez einn á auðum sjó og skoraði með föstu skoti á nærstöngina. Breiðablik lét það ekki á sig fá heldur reynda að finna sinn leik eftir markið. Það gekk að skapa góðar stöður og var undirritaður á því að Blikar þyrftu ekki að hafa áhyggjur þar sem þeir myndu örugglega skora í þessum leik. Því miður voru það gestirnir sem skoruðu næsta mark og aftur var það eftir hornspyrnu. Þá kom svifbolti inn á teiginn og reis Ferguson hæst og skallaði boltann í hornið út við stöng. Blikar þá bara tvíefldust við mótlætið. Strax fimm mínútum seinna minnkuðu þeir muninn með marki frá Gísla Eyjólfssyni. Kristinn Steindórsson komst þá inn á teiginn og upp að endalínunni og náði að troða boltanum fyrir markið þar sem Gísli kom aðvífandi og spyrnti boltanum yfir línuna. Blikar voru mikið meira með boltann og sköpuðu sér færin og stöðurnar og á 43. mínútu sköpuðu Blikar sér góða stöðu þar sem Davíð Ingvarsson gaf boltann fyrir og þegar Árni Vilhjálmsson ætlaði að taka boltann með sér inn á teiginn þá var hann felldur. Réttilega var dæmd vítaspyrna og Árni sjálfur stillti upp og skoraði úr vítaspyrnunni. Allt jafnt og leikurinn í jafnvægi þegar gengið var til búningsherbergja. Árni Vilhjálmsson skoraði seinna mark Blika í kvöld.Vísir/Hafliði Gestirnir komust svo aftur yfir strax í seinni hálfleik með marki af einfaldari gerðinni. Löng sending fram völlinn á kantmann Aberdeen sem var kominn inn fyrir línuna og þversending á Ramirez sem þurfti bara að hitta rammann til að skora af stuttu færi. Eftir þetta komst leikurinn aldrei á flug aftur. Blikarnir náðu ekki sama ákafa í sinn leik og Aberdeen virtust sáttir við sinn hlut enda með forskot sem dugir þeim til að komast áfram. Engin veruleg færi sköpuðust í seinni hálfleik en Blikar náðu stuttum kafla þar sem þeir sköpuðu sér stöðurnar en færin létu á sér standa. Leikar enduðu því 2-3 og geta Blikar verið sáttir við frammistöðuna en þeir þurfa hugsanlega að huga að varnarleik sínum í föstum leikatriðum til að klára einvígið því þeir eiga í fullut tréi við Aberdeen. Afhverju vann Aberdeen? Þier nýttu sér veikleika í varnarleik Blika í föstum leikatriðum til að skora tvö mörk í fyrri hálfleik og nýttu sér síðan það að Blikar ætluðu að ýta liði sínu hátt upp á völlinn í seinni hálfleik til að ná inn þriðja markinu. Annars voru að mínu mati Aberdeen slakara fótboltaliðið á vellinum í dag. Hvað gekk vel? Aberdeen gekk vel að skora mörk. Breiðblik gekk hinsvegar, á löngum köflum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, að spila flottan fótbolta og með honum skora tvö góð mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Blika í föstum leikatriðum og á upphafsmínútum hálfleikanna gekk mjög illa enda voru mörkin skoruð þannig og á þeim tímum. Besti maður vallarins? Árni Vilhjálmsson var bestur í dag þó að margir Blikar hafi gert tilkall. Varnarmenn Aberdeen áttu í stökustu vandræðmum með hann og vann hann vítaspyrnu og skoraði úr henni til að jafna leikinn. Mark sem gæti verið mikilvægt í framtíðinni. Hvað næst? Verkefnið er einfalt. Breiðablik þarf að mæta til Aberdeen eftir vikur og vinna með tveimur mörkum. Það er vel hægt en Blikar spila mun betri fótbolta en kollegar þeirra frá Skotlandi. Steven Glass: Við vitum að þeir eru skipulagðir og hafa góða leikmenn Þjálfari Aberdeen var að vonum ánægður með úrslitin sem og frammistöðu sinna manna í kvöld þegar Aberdeen vann Breiðablik í Sambandsdeildinni 2-3. Hann taldi að Breiðablik hafi ekki komið sér á óvart og að völlurinn hafi verið örlítið mjúkur. „Í hvert sinn sem maður leikur á útivelli í Evrópukeppni þá veit maður að maður er að mæta erfiðum andstæðingi þannig að við eru hæstánægðir að ná í sigurinn. Í fyrri hálfleik komum við okkur yfir en voru heldur losaralegir að hleypa Blikum aftur inn í þetta en við gerðum breytingar í hálfleik og viðbrögð okkar manna voru góð í seinni hálfleik við aðstæðunum og við erum ánægðir með það einnig“, sagði þjálfari Aberdeen þegar hann var spurður hvort hann væri ekki ánægður með úrslitin og frammistöðuna. Hann var spurður að því hvernig hann mæti möguleika hans manna í seinni leiknum. „Við vitum að þeir erum með gott lið og við virðum þá örugglega meira eftir þennan leik heldur en að við gerðum fyrir leikinn. Þeir munu örugglega njóta þess að koma yfir til Skotlands en það verða mikið af áhorfendum og góð stemmning sem mínir menn nýta sér líka þannig að ég held að þið munið sjá líflegri Aberdeen en Breiðablik mun reyna að gera okkur skráveifu einnig.“ Steven var spurður að því hvort eitthvað hafi komið á óvart við lið Breiðabliks. „Nei ekkert sem kom á óvart. Við höfum séð mikið af þeim og vitum að þeir eru skipulagðir og hafa góða leikmenn. Það er ekkert sem kom á óvart en við vorum örlítið þreyttir, völlurinn var pínu mjúkur en viðbrögðin í seinni hálfleik voru þau sem við vildum.“ Þá var þjálfari Aberdeen spurður að því hvort það spilaði eitthvað inn í þreytu hans manna að þeir væru að byrja sitt tímabil en Breiðablik á miðju tímabili. „Það má alveg segja það ef maður er að leita að afsökunum en vonandi þarf maður ekki að grípa í það. Leikmenn mínir finna alveg fyrir því að undirbúningstímabilinu sé nýlokið en við erum ekki að leita að afsökunum. Mínir menn litu út fyrir að vera þreyttir en ég er ekki að segja það að þeir hafi verið þreyttir en hugsanlega spilaði völlurinn eitthvað inn í það. Við eigum leik um helgina og svo aftur við Breiðablik í næstu viku og okkur hlakkar bara til.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær. 5. ágúst 2021 21:28
Breiðablik tók á móti Aberdeen á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 3-2 sigur Aberdeen og þeir fara því með eins marks forskot í seinni leik liðaanna að viku liðinni. Leikurinn byrjaði vægast sagt hræðilega fyrir Breiðablik í kvöld. Strax á sjöttu mínútu skoruðu gestirnir mark eftir hornspyrnu og var það því miður af einfaldari gerðinni. Boltanum var spyrnt með jörðinni og eftir einfalda fléttu þá var Ramirez einn á auðum sjó og skoraði með föstu skoti á nærstöngina. Breiðablik lét það ekki á sig fá heldur reynda að finna sinn leik eftir markið. Það gekk að skapa góðar stöður og var undirritaður á því að Blikar þyrftu ekki að hafa áhyggjur þar sem þeir myndu örugglega skora í þessum leik. Því miður voru það gestirnir sem skoruðu næsta mark og aftur var það eftir hornspyrnu. Þá kom svifbolti inn á teiginn og reis Ferguson hæst og skallaði boltann í hornið út við stöng. Blikar þá bara tvíefldust við mótlætið. Strax fimm mínútum seinna minnkuðu þeir muninn með marki frá Gísla Eyjólfssyni. Kristinn Steindórsson komst þá inn á teiginn og upp að endalínunni og náði að troða boltanum fyrir markið þar sem Gísli kom aðvífandi og spyrnti boltanum yfir línuna. Blikar voru mikið meira með boltann og sköpuðu sér færin og stöðurnar og á 43. mínútu sköpuðu Blikar sér góða stöðu þar sem Davíð Ingvarsson gaf boltann fyrir og þegar Árni Vilhjálmsson ætlaði að taka boltann með sér inn á teiginn þá var hann felldur. Réttilega var dæmd vítaspyrna og Árni sjálfur stillti upp og skoraði úr vítaspyrnunni. Allt jafnt og leikurinn í jafnvægi þegar gengið var til búningsherbergja. Árni Vilhjálmsson skoraði seinna mark Blika í kvöld.Vísir/Hafliði Gestirnir komust svo aftur yfir strax í seinni hálfleik með marki af einfaldari gerðinni. Löng sending fram völlinn á kantmann Aberdeen sem var kominn inn fyrir línuna og þversending á Ramirez sem þurfti bara að hitta rammann til að skora af stuttu færi. Eftir þetta komst leikurinn aldrei á flug aftur. Blikarnir náðu ekki sama ákafa í sinn leik og Aberdeen virtust sáttir við sinn hlut enda með forskot sem dugir þeim til að komast áfram. Engin veruleg færi sköpuðust í seinni hálfleik en Blikar náðu stuttum kafla þar sem þeir sköpuðu sér stöðurnar en færin létu á sér standa. Leikar enduðu því 2-3 og geta Blikar verið sáttir við frammistöðuna en þeir þurfa hugsanlega að huga að varnarleik sínum í föstum leikatriðum til að klára einvígið því þeir eiga í fullut tréi við Aberdeen. Afhverju vann Aberdeen? Þier nýttu sér veikleika í varnarleik Blika í föstum leikatriðum til að skora tvö mörk í fyrri hálfleik og nýttu sér síðan það að Blikar ætluðu að ýta liði sínu hátt upp á völlinn í seinni hálfleik til að ná inn þriðja markinu. Annars voru að mínu mati Aberdeen slakara fótboltaliðið á vellinum í dag. Hvað gekk vel? Aberdeen gekk vel að skora mörk. Breiðblik gekk hinsvegar, á löngum köflum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, að spila flottan fótbolta og með honum skora tvö góð mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Blika í föstum leikatriðum og á upphafsmínútum hálfleikanna gekk mjög illa enda voru mörkin skoruð þannig og á þeim tímum. Besti maður vallarins? Árni Vilhjálmsson var bestur í dag þó að margir Blikar hafi gert tilkall. Varnarmenn Aberdeen áttu í stökustu vandræðmum með hann og vann hann vítaspyrnu og skoraði úr henni til að jafna leikinn. Mark sem gæti verið mikilvægt í framtíðinni. Hvað næst? Verkefnið er einfalt. Breiðablik þarf að mæta til Aberdeen eftir vikur og vinna með tveimur mörkum. Það er vel hægt en Blikar spila mun betri fótbolta en kollegar þeirra frá Skotlandi. Steven Glass: Við vitum að þeir eru skipulagðir og hafa góða leikmenn Þjálfari Aberdeen var að vonum ánægður með úrslitin sem og frammistöðu sinna manna í kvöld þegar Aberdeen vann Breiðablik í Sambandsdeildinni 2-3. Hann taldi að Breiðablik hafi ekki komið sér á óvart og að völlurinn hafi verið örlítið mjúkur. „Í hvert sinn sem maður leikur á útivelli í Evrópukeppni þá veit maður að maður er að mæta erfiðum andstæðingi þannig að við eru hæstánægðir að ná í sigurinn. Í fyrri hálfleik komum við okkur yfir en voru heldur losaralegir að hleypa Blikum aftur inn í þetta en við gerðum breytingar í hálfleik og viðbrögð okkar manna voru góð í seinni hálfleik við aðstæðunum og við erum ánægðir með það einnig“, sagði þjálfari Aberdeen þegar hann var spurður hvort hann væri ekki ánægður með úrslitin og frammistöðuna. Hann var spurður að því hvernig hann mæti möguleika hans manna í seinni leiknum. „Við vitum að þeir erum með gott lið og við virðum þá örugglega meira eftir þennan leik heldur en að við gerðum fyrir leikinn. Þeir munu örugglega njóta þess að koma yfir til Skotlands en það verða mikið af áhorfendum og góð stemmning sem mínir menn nýta sér líka þannig að ég held að þið munið sjá líflegri Aberdeen en Breiðablik mun reyna að gera okkur skráveifu einnig.“ Steven var spurður að því hvort eitthvað hafi komið á óvart við lið Breiðabliks. „Nei ekkert sem kom á óvart. Við höfum séð mikið af þeim og vitum að þeir eru skipulagðir og hafa góða leikmenn. Það er ekkert sem kom á óvart en við vorum örlítið þreyttir, völlurinn var pínu mjúkur en viðbrögðin í seinni hálfleik voru þau sem við vildum.“ Þá var þjálfari Aberdeen spurður að því hvort það spilaði eitthvað inn í þreytu hans manna að þeir væru að byrja sitt tímabil en Breiðablik á miðju tímabili. „Það má alveg segja það ef maður er að leita að afsökunum en vonandi þarf maður ekki að grípa í það. Leikmenn mínir finna alveg fyrir því að undirbúningstímabilinu sé nýlokið en við erum ekki að leita að afsökunum. Mínir menn litu út fyrir að vera þreyttir en ég er ekki að segja það að þeir hafi verið þreyttir en hugsanlega spilaði völlurinn eitthvað inn í það. Við eigum leik um helgina og svo aftur við Breiðablik í næstu viku og okkur hlakkar bara til.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær. 5. ágúst 2021 21:28
Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær. 5. ágúst 2021 21:28
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti