Engin þyrla tiltæk þegar óskað var eftir aðstoð Gæslunnar vegna slyss Eiður Þór Árnason og Kjartan Kjartansson skrifa 5. ágúst 2021 17:32 Þyrlan TF-EIR er nú í viðgerð. Vísir/Jóhann Karlmaður slasaðist þegar fjórhjól hans fór fram af skurðarbarmi í Vestur-Landeyjum skammt frá Hvolsvelli rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar en engin af þremur þyrlum hennar hefur verið til taks í rúman sólarhring vegna bilana. Var þyrlulæknir því sendur á vettvang með séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit í forgangsakstri til móts við sjúkrabíl. Reiknað er með að viðgerð á þyrlunni TF-EIR verði lokið um klukkan sjö í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var maðurinn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hvorki hann né Ásgeir höfðu upplýsingar um hversu mikið karlmaðurinn slasaðist. Alvarleg en sjaldgæf staða Þyrlurnar TF-GNA og TF-EIR áttu báðar að vera tiltækar í þessari viku en bilanir komu upp í báðum þeirra. TF-GRO hefur á sama tíma verið í langtímaviðhaldsskoðun, að sögn Ásgeirs og því ekki flughæf. „Það er sjaldgæft að allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar séu stopp á sama tíma en það má hreinlega segja að það sé bara óheppni sem valdi þessu.“ Ásgeir segir það vera alvarlegt þegar engin þyrla er tiltæk í svo langan tíma en áætlanir gera ráð fyrir að tvær þyrlur séu ávallt til taks. Ekki er um að ræða umfangsmiklar bilanir en beðið er eftir varahlutum í TF-GNA sem eru á leið til landsins. Ásgeir segir að flugvirkjar Gæslunnar kappkosti að koma báðum þyrlunum í samt lag við fyrsta tækifæri. Fréttin hefur verið uppfærð. Landhelgisgæslan Samgönguslys Rangárþing eystra Lögreglumál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Var þyrlulæknir því sendur á vettvang með séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit í forgangsakstri til móts við sjúkrabíl. Reiknað er með að viðgerð á þyrlunni TF-EIR verði lokið um klukkan sjö í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var maðurinn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hvorki hann né Ásgeir höfðu upplýsingar um hversu mikið karlmaðurinn slasaðist. Alvarleg en sjaldgæf staða Þyrlurnar TF-GNA og TF-EIR áttu báðar að vera tiltækar í þessari viku en bilanir komu upp í báðum þeirra. TF-GRO hefur á sama tíma verið í langtímaviðhaldsskoðun, að sögn Ásgeirs og því ekki flughæf. „Það er sjaldgæft að allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar séu stopp á sama tíma en það má hreinlega segja að það sé bara óheppni sem valdi þessu.“ Ásgeir segir það vera alvarlegt þegar engin þyrla er tiltæk í svo langan tíma en áætlanir gera ráð fyrir að tvær þyrlur séu ávallt til taks. Ekki er um að ræða umfangsmiklar bilanir en beðið er eftir varahlutum í TF-GNA sem eru á leið til landsins. Ásgeir segir að flugvirkjar Gæslunnar kappkosti að koma báðum þyrlunum í samt lag við fyrsta tækifæri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landhelgisgæslan Samgönguslys Rangárþing eystra Lögreglumál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira