Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Kjartansson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Kerfi samfélagsins eru komin að þolmörkum að mati þríeykisins og er ótti um að ef stjórnvöld grípa ekki í taumana gæti skapast sú staða covidsjúklingar fái ekki þá læknisþjónustu sem þeir þurfa á að halda. Fjallað verður ítarlega um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Rætt verður við forsætisráðherra sem segir til skoðunar að herða tökin á landamærum og skima alla lansmenn við komuna til landsins. Þá verður rætt við barnalækni um bólusetningar barna.

Stjórnendur Landspítala hafa lýst yfir miklu álagi á spítalanum. Í fréttatímanum verður rætt við formann sjúkrahúslækna í beinni útsendingu sem segir að alvarlegt ástand á spítalanum hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 

Þá var í gærkvöldi sendur tölvupóstur á alla stjórnendur spítalans þar sem þeir voru beðnir um að hætta að svara fjölmiðlum beint og allar fyrirspurnir eigi að fara í gegnum samskiptadeild spítalans. Fjallað verður um málið í kvöldfréttunum, á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×