Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. ágúst 2021 20:54 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Stöð 2 Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal. Til skoðunar hefur verið hvort rétt sé að bólusetja 12-15 ára gömul börn gegn kórónuveirunni en engin ákvörðun hefur verið tekin um það ennþá. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikill þrýstingur væri frá kennurum að bólusetja börn vegna uppgangs delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjálf sagðist hún þeirrar skoðunar að betra væri að flýta sér hægt á meðan málið væri ekki komið lengra. Ekki lægi fyrir mat frá sóttvarnalækni á því hvort að áhætta af bólusetningu sé minni en af því að börn veikist mögulega af Covid-19. Kallaði hún eftir samtali við börn um bólusetningar og minnti á að Ísland á aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það þarf að eiga sér stað virkt samtal við þau. Ef það er ekki hafið, sem mér sýnist ekki, er það á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal við börnin. Þetta snýst um bæði rétt barna til að taka sínar eigin ákvarðanir en líka forræði foreldra yfir börnum sínum. Þetta er bara mikilvægt siðferðislegt samtal sem þarf að opna núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist Valtýr Thors Stefánsson, barnalæknir, skilja áhyggjur sumra foreldra af bólusetningu barna gegn Covid-19 en að ekkert benti til þess að þær hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hann ímyndi sér að fyrir sóttvarnayfirvöldum vaki að grípa inn í áður en faraldurinn fer frekar úr böndunum við ákvörðun um hvort að börn verða bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Til skoðunar hefur verið hvort rétt sé að bólusetja 12-15 ára gömul börn gegn kórónuveirunni en engin ákvörðun hefur verið tekin um það ennþá. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikill þrýstingur væri frá kennurum að bólusetja börn vegna uppgangs delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjálf sagðist hún þeirrar skoðunar að betra væri að flýta sér hægt á meðan málið væri ekki komið lengra. Ekki lægi fyrir mat frá sóttvarnalækni á því hvort að áhætta af bólusetningu sé minni en af því að börn veikist mögulega af Covid-19. Kallaði hún eftir samtali við börn um bólusetningar og minnti á að Ísland á aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það þarf að eiga sér stað virkt samtal við þau. Ef það er ekki hafið, sem mér sýnist ekki, er það á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal við börnin. Þetta snýst um bæði rétt barna til að taka sínar eigin ákvarðanir en líka forræði foreldra yfir börnum sínum. Þetta er bara mikilvægt siðferðislegt samtal sem þarf að opna núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist Valtýr Thors Stefánsson, barnalæknir, skilja áhyggjur sumra foreldra af bólusetningu barna gegn Covid-19 en að ekkert benti til þess að þær hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hann ímyndi sér að fyrir sóttvarnayfirvöldum vaki að grípa inn í áður en faraldurinn fer frekar úr böndunum við ákvörðun um hvort að börn verða bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira