Fótbolti

Juventus biðst afsökunar á rasískum tilburðum leikmanns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Myndin vakti hörð viðbrögð.
Myndin vakti hörð viðbrögð.

Juventus hefur beðist afsökunar á rasískum tilburðum leikmanns á mynd sem birtist á Twitter-síðu félagsins.

Á myndinni sést leikmaður kvennaliðs Juventus með keilu á höfðinu og teygja augun til hliðar með höndunum. Myndin var á Twitter-síðu Juventus í tæpan hálftíma áður en hún var fjarlægð.

Myndin umdeilda.

„Við biðjumst einlæglega afsökunar á færslunni, sem átti ekki að stuða neinn eða innihalda neina rasíska undirtóna, ef hún hefur móðgað einhverja,“ sagði í yfirlýsingu frá Juventus. „Félagið hefur alltaf verið á móti rasisma og mismunum.“

Kvennalið Juventus var stofnað 2017. Síðan þá hefur liðið orðið ítalskur meistari fjórum sinnum í röð og einu sinni orðið bikarmeistari.

Þrátt fyrir árangurinn heima fyrir hefur Juventus hins vegar ekki komist lengra en í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×