Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 1-0 | Fanndís hetjan í uppbótartíma Sverrir Már Smárason skrifar 6. ágúst 2021 21:15 Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt fyrsta mark í sumar, eftir að hafa snúið aftur úr fæðingarorlofi. VÍSIR/HAG Valur og ÍBV mættust í Pepsi-Max deild kvenna á Origo-vellinum í kvöld. Leikurinn var að mörgu leyti frekar skrýtinn því Valskonur höfðu mikla yfirhönd allan leikinn en skoruðu eina mark leiksins ekki fyrr en á 92.mínútu. Valskonur hófu leikinn af miklum krafti og höfðu þegar klúðrað fjórum góðum marktækifærum þegar einungis um 3 mínútur voru liðnar af leiknum. Þær Ída Marín, Ásdís Karen, Elín Metta og Mary Alice áttu allar góð tækifæri á því að koma Valskonum yfir en ekki vildi boltinn inn. Hann vildi heldur ekki inn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en þó fengu Valur urmul marktækifæra og líkt og Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, sagði í viðtali þá fór fyrri hálfleikurinn að mestu leyti fram á vallarhelmingi ÍBV. Vestmannaeyingar áttu eitt almennilegt marktækifæri í fyrri hálfleiknum, skot frá Olgu Sevcovu sem Sanda Sigurðardóttir í marki Vals greip örugglega. Hálfleikstölur 0-0 í hálfleik þar sem Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, var yfirburðar best á vellinum í sínum fyrsta leik eftir að hafa verið kölluð til bara úr láni frá Selfossi. Leikurinn var heilt yfir heldur rólegri í síðari hálfleik þrátt fyrir að Valskonur héldu sínum yfirburðum áfram. Marktækast úr venjulegum leiktíma í síðari hálfleik voru tvö mörk sem Valur skoraði, annars vegar Elín Metta eftir sendingu frá Ásdísi Karen og hins vegar Ásdís Karen eftir sendingu frá Elínu Mettu. Báðar voru þær þó dæmdar rangstæðar. Uppbótartíminn var svo heldur betur dramatískur. Á 91.mínútu átti Olga Sevcova magnaða sendingu inn fyrir vörn Vals á Clöru Sigurðardóttur sem komst inn í teiginn en samvinna þeirra Málfríðar Önnu og Söndru markmanns varð til þess að Sandra varði og Valskonur fóru í sókn. Fanndís fékk boltann á miðjunni, tók á rás og sendu boltann út til hægri á Ásdísi Karen sem keyrði inn í teiginn. Ásdís lagði boltann svo fyrir á enga aðra en Fanndísi sem kláraði örugglega og kom Valskonum loksins yfir. Á síðustu tveimur mínútunum reyndu ÍBV allt hvað þær gátu til þess að jafna en allt kom fyrir ekki og Valur styrkir því stöðu sína á toppi deildarinnar með 1-0 sigri á ÍBV. Af hverju vann Valur? Þær voru yfir í öllum þáttum leiksins, fyrir utan baráttu, frá fyrstu mínútu og til þeirrar síðustu. Þær pressuðu ÍBV hátt á völlinn og gerðu þeim erfitt fyrir í uppspili. Um leið og Valur tapaði boltanum var sett pressa á að vinna hann aftur og iðulega gerðu þær það strax. Að mörgu leyti unnu Valur líka leikinn því þær hafa landsliðskonur innanborðs. Sandra Sigurðardóttir varði frá Clöru úr góðu færi á 91.mínútu og aðeins hálfri mínútu síðar bæði hóf Fanndís og kláraði sóknina sem skilaði sigurmarkinu. Hverjar stóðu upp úr? Guðný Geirsdóttir er minn maður leiksins í kvöld. Hún varði ekki bara um 15 skot heldur var líka dugleg og öflug í því að stíga út frá línunni og grípa inn í þegar á þurfti að halda. Varnarlína ÍBV og Júlíana Sveinsdóttir sem spilaði neðst á miðjunni voru einnig mjög öflugar. Í liði Vals var Ásdís Karen best. Hún ógnaði trekk í trekk upp hægri vænginn, lék á varnarmenn og bjó til færi. Ef ekki hefði verið fyrir Guðnýju í marki ÍBV þá hefði hún líklega skorað nokkur mörk en hún getur farið sátt á koddann með stoðsendingu í sigurmarkinu. Hvað hefði mátt fara betur? ÍBV gekk mjög illa að halda í boltann þegar þær unnu hann. Há pressa Vals var góð og oft á tíðum komst lið ÍBV ekki fram yfir miðju. Færanýting Vals var slök í kvöld og má kannski setja það á trúleysi eftir að hafa klúðrað færunum í upphafi. Ef eitt til tvö þeirra færa hefði endað með marki þá hefði leikurinn verið allt annar. Hvað gerist næst? Það er að mögu leyti sannkallaður úrslita leikur næst hjá Val. Þær fara þá á Kópavogsvöll og spila við Breiðablik föstudaginn 13.ágúst. ÍBV fá botnbaráttulið Keflavíkur í heimsókn til eyja næst þriðjudaginn 17.ágúst. Guðný Geirsdóttir: Ógeðslega fúlt Guðný Geirsdóttir stóð sig frábærlega á milli stanganna hjá ÍBV í kvöld og að miklu leyti henni að þakka að hennar lið hafi haldið leiknum jöfnum svo lengi. Hún var að vonum svekkt að fá mark á sig svo seint í leiknum. „Ógeðslega fúlt. Við spiluðum ógeðslega flottan leik og héldum þeim vel í skefjum. Maður gerir ein mistök og þá er leikurinn bara farinn. Valur er mjög gott lið og mér fannst við standa vel í þeim. Þær komust í þetta eina færi sem kláraði leikinn,“ sagði Guðný. Sem fyrr segir var Guðný á láni hjá Selfossi fyrri hluta tímabils en var kölluð til baka fyrir viku síðan þegar í ljós kom að Auður Scheving sem hefur varið mark ÍBV í sumar mætti ekki spila þennan leik. Auður er á láni frá Val. Guðný ætlar sér að setja pressu á Auði í baráttunni um stöðu í byrjunarliðinu. „Auðvitað reynir maður að setja pressu á Auði. Það er bara alltaf gott að koma heim. Ógeðslega gaman að koma heim og fara beint í leik, komast strax í takt. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað fengið að fara og blómstrað sem leikmaður, fá tækifærið og ÍBV gaf mér það tækifæri,“ sagði Guðný um stöðu sína. Mörkin og viðtölin má sjá í Pepsi Max-mörkunum sem hefjast klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Valur ÍBV
Valur og ÍBV mættust í Pepsi-Max deild kvenna á Origo-vellinum í kvöld. Leikurinn var að mörgu leyti frekar skrýtinn því Valskonur höfðu mikla yfirhönd allan leikinn en skoruðu eina mark leiksins ekki fyrr en á 92.mínútu. Valskonur hófu leikinn af miklum krafti og höfðu þegar klúðrað fjórum góðum marktækifærum þegar einungis um 3 mínútur voru liðnar af leiknum. Þær Ída Marín, Ásdís Karen, Elín Metta og Mary Alice áttu allar góð tækifæri á því að koma Valskonum yfir en ekki vildi boltinn inn. Hann vildi heldur ekki inn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en þó fengu Valur urmul marktækifæra og líkt og Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, sagði í viðtali þá fór fyrri hálfleikurinn að mestu leyti fram á vallarhelmingi ÍBV. Vestmannaeyingar áttu eitt almennilegt marktækifæri í fyrri hálfleiknum, skot frá Olgu Sevcovu sem Sanda Sigurðardóttir í marki Vals greip örugglega. Hálfleikstölur 0-0 í hálfleik þar sem Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, var yfirburðar best á vellinum í sínum fyrsta leik eftir að hafa verið kölluð til bara úr láni frá Selfossi. Leikurinn var heilt yfir heldur rólegri í síðari hálfleik þrátt fyrir að Valskonur héldu sínum yfirburðum áfram. Marktækast úr venjulegum leiktíma í síðari hálfleik voru tvö mörk sem Valur skoraði, annars vegar Elín Metta eftir sendingu frá Ásdísi Karen og hins vegar Ásdís Karen eftir sendingu frá Elínu Mettu. Báðar voru þær þó dæmdar rangstæðar. Uppbótartíminn var svo heldur betur dramatískur. Á 91.mínútu átti Olga Sevcova magnaða sendingu inn fyrir vörn Vals á Clöru Sigurðardóttur sem komst inn í teiginn en samvinna þeirra Málfríðar Önnu og Söndru markmanns varð til þess að Sandra varði og Valskonur fóru í sókn. Fanndís fékk boltann á miðjunni, tók á rás og sendu boltann út til hægri á Ásdísi Karen sem keyrði inn í teiginn. Ásdís lagði boltann svo fyrir á enga aðra en Fanndísi sem kláraði örugglega og kom Valskonum loksins yfir. Á síðustu tveimur mínútunum reyndu ÍBV allt hvað þær gátu til þess að jafna en allt kom fyrir ekki og Valur styrkir því stöðu sína á toppi deildarinnar með 1-0 sigri á ÍBV. Af hverju vann Valur? Þær voru yfir í öllum þáttum leiksins, fyrir utan baráttu, frá fyrstu mínútu og til þeirrar síðustu. Þær pressuðu ÍBV hátt á völlinn og gerðu þeim erfitt fyrir í uppspili. Um leið og Valur tapaði boltanum var sett pressa á að vinna hann aftur og iðulega gerðu þær það strax. Að mörgu leyti unnu Valur líka leikinn því þær hafa landsliðskonur innanborðs. Sandra Sigurðardóttir varði frá Clöru úr góðu færi á 91.mínútu og aðeins hálfri mínútu síðar bæði hóf Fanndís og kláraði sóknina sem skilaði sigurmarkinu. Hverjar stóðu upp úr? Guðný Geirsdóttir er minn maður leiksins í kvöld. Hún varði ekki bara um 15 skot heldur var líka dugleg og öflug í því að stíga út frá línunni og grípa inn í þegar á þurfti að halda. Varnarlína ÍBV og Júlíana Sveinsdóttir sem spilaði neðst á miðjunni voru einnig mjög öflugar. Í liði Vals var Ásdís Karen best. Hún ógnaði trekk í trekk upp hægri vænginn, lék á varnarmenn og bjó til færi. Ef ekki hefði verið fyrir Guðnýju í marki ÍBV þá hefði hún líklega skorað nokkur mörk en hún getur farið sátt á koddann með stoðsendingu í sigurmarkinu. Hvað hefði mátt fara betur? ÍBV gekk mjög illa að halda í boltann þegar þær unnu hann. Há pressa Vals var góð og oft á tíðum komst lið ÍBV ekki fram yfir miðju. Færanýting Vals var slök í kvöld og má kannski setja það á trúleysi eftir að hafa klúðrað færunum í upphafi. Ef eitt til tvö þeirra færa hefði endað með marki þá hefði leikurinn verið allt annar. Hvað gerist næst? Það er að mögu leyti sannkallaður úrslita leikur næst hjá Val. Þær fara þá á Kópavogsvöll og spila við Breiðablik föstudaginn 13.ágúst. ÍBV fá botnbaráttulið Keflavíkur í heimsókn til eyja næst þriðjudaginn 17.ágúst. Guðný Geirsdóttir: Ógeðslega fúlt Guðný Geirsdóttir stóð sig frábærlega á milli stanganna hjá ÍBV í kvöld og að miklu leyti henni að þakka að hennar lið hafi haldið leiknum jöfnum svo lengi. Hún var að vonum svekkt að fá mark á sig svo seint í leiknum. „Ógeðslega fúlt. Við spiluðum ógeðslega flottan leik og héldum þeim vel í skefjum. Maður gerir ein mistök og þá er leikurinn bara farinn. Valur er mjög gott lið og mér fannst við standa vel í þeim. Þær komust í þetta eina færi sem kláraði leikinn,“ sagði Guðný. Sem fyrr segir var Guðný á láni hjá Selfossi fyrri hluta tímabils en var kölluð til baka fyrir viku síðan þegar í ljós kom að Auður Scheving sem hefur varið mark ÍBV í sumar mætti ekki spila þennan leik. Auður er á láni frá Val. Guðný ætlar sér að setja pressu á Auði í baráttunni um stöðu í byrjunarliðinu. „Auðvitað reynir maður að setja pressu á Auði. Það er bara alltaf gott að koma heim. Ógeðslega gaman að koma heim og fara beint í leik, komast strax í takt. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað fengið að fara og blómstrað sem leikmaður, fá tækifærið og ÍBV gaf mér það tækifæri,“ sagði Guðný um stöðu sína. Mörkin og viðtölin má sjá í Pepsi Max-mörkunum sem hefjast klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti