Aron Snær í forystu þegar keppni er hálfnuð Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2021 19:21 Aron Snær Júlíusson lék á 67 höggum í dag og er með eins höggs forystu. mynd/gsí Aron Snær Júlíusson, kylfingur úr GKG, er efstur á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Annar hringur mótsins var leikinn á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Flestir þeirra sem eru í efstu sætunum hafa lokið keppni í dag, en þónokkrir kylfingar eiga enn eftir að klára hring dagsins. Hlynur Bergsson, úr GKG, var með forystu eftir fyrsta daginn þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hlynur lék hringinn á 66 höggum, fimm undir pari vallar, og var þremur höggum á undan næstu mönnum. Í dag fór Hlynur hringinn á einu höggi yfir pari sem reyndist Aroni Snæ Júlíussyni vel. Aron Snær lék manna best í dag, á 67 höggum, fjórum undir pari, og fór upp fyrir Hlyn í toppsætið. Aron lék fyrri hringinn á einu undir og er því á fimm undir pari í heildina, höggi á undan Hlyni. Næstir á eftir þeim koma Daníel Ísak Steinarsson úr Keili og Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss á einu höggi undir pari, en Aron fór hring dagsins á 67 höggum, líkt og Aron Snær. Jóhannes Guðmundsson, GR, Sverrir Haraldsson, GM, og heimamaðurinn Tumi Hrafn Kúld, GA, eru þá allir á pari. Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir með örugga forystu þegar keppni er hálfnuð. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Flestir þeirra sem eru í efstu sætunum hafa lokið keppni í dag, en þónokkrir kylfingar eiga enn eftir að klára hring dagsins. Hlynur Bergsson, úr GKG, var með forystu eftir fyrsta daginn þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hlynur lék hringinn á 66 höggum, fimm undir pari vallar, og var þremur höggum á undan næstu mönnum. Í dag fór Hlynur hringinn á einu höggi yfir pari sem reyndist Aroni Snæ Júlíussyni vel. Aron Snær lék manna best í dag, á 67 höggum, fjórum undir pari, og fór upp fyrir Hlyn í toppsætið. Aron lék fyrri hringinn á einu undir og er því á fimm undir pari í heildina, höggi á undan Hlyni. Næstir á eftir þeim koma Daníel Ísak Steinarsson úr Keili og Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss á einu höggi undir pari, en Aron fór hring dagsins á 67 höggum, líkt og Aron Snær. Jóhannes Guðmundsson, GR, Sverrir Haraldsson, GM, og heimamaðurinn Tumi Hrafn Kúld, GA, eru þá allir á pari. Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir með örugga forystu þegar keppni er hálfnuð.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira