Fótbolti

Midtjylland vann góðan sigur án Mikaels

Valur Páll Eiríksson skrifar
Mikael Anderson er enn frá eftir COVID-smitið.
Mikael Anderson er enn frá eftir COVID-smitið. Jonathan Moscrop/Getty

Mikael Anderson er enn fjarri góðu gamni eftir kórónuveirusmit og var ekki í leikmannahópi Midtjylland sem vann 4-1 sigur á Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Mikael hefur verið í einangrun síðan hann greindist í síðustu viku og hefur ekkert leikið með Midtjylland af þeim sökum. Hann var enn utan hóps hjá liðinu er það vann öruggan sigur á Vejle í kvöld.

Gustav Isaksen, Erik Sviatchenko, Anders Dreyer og Awer Mabil skoruðu mörk liðsins í 4-1 heimasigri.

Elías Rafn Ólafsson sat allan tímann á varamannabekk Midtjylland, en Jonas Lössl, fyrrum markvörður Huddersfield og Everton, ver mark liðsins.

Midtjylland er með níu stig á toppi deildarinnar eftir fjóra spilaða leiki, en fjölmörg lið eiga eftir að spila í fjórðu umferðinni.

Aron Jóhannsson virðist þá enn vera frá vegna meiðsla en hann var ekki í leikmannahópi Lech Poznan sem vann 2-0 heimasigur á Cracovia í pólsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Bartosz Salamon og Jakub Kaminski skoruðu mörk liðsins en Poznan er á toppi deildarinnar með sjö stig eftir þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×